„Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2020 16:31 Gauti lét krossfesta sig á jólatónleikum sínum um árið. „Við skoðuðum alla möguleika í stöðunni. Reyndum að teikna upp einhverja hólfaskipta skemmtun, rafræna útgáfu af tónleikunum og ég veit ekki hvað. En á endanum snýst Jülevenner bara í grunninn um að gera eitthvað skemmtilegt úr jólunum svo við ákváðum að sleppa tónleikunum og gera jólaplötu sem fékk nafnið Það eru komin Jül,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti en ætlar sér að gefa út jólaplötu fyrir þessi jól. Síðastliðin jóla hefur Gauti staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner Emmsjé Gauta sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Sýningin var fyrst haldin í Gamla Bíó 2017 en færði sig fljótt í Háskólabíó og hefur farið stækkandi ár frá ári. „Platan er með nokkrum jólalögum og síðan jólasögu sem tengir plötuna saman. Bara svipað og sýningin sjálf er, bara random hlutir sem tengjast eða tengjast ekki jólunum og síðan jólaskreytum við þá.” Platan kemur út 1. desember og verður um að ræða ellefu laga plata sem verður aðgengileg á helstu streymisveitum. „Ég er að vinna þessa plötu með kjarnahóp Jülevenner sem samanstendur af góðu liði sem elskar að koma með misgóðar hugmyndir að borðinu. Þormóður Eiríksson, ofurpróduserinn á bakvið alla helstu hittara síðustu ára og maðurinn sem vann með mér Malbik sér um upptökustjórn á plötunni. Það eru líka þekktar raddir og rúmlega þrjátíu tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni,“ segir Gauti en vill þó ekki gefa upp hverjir það eru. „Þetta verður að koma á óvart, það er ekkert gaman að hrista og kíkja í pakkana sem eru undir jólatrénu“ segir Gauti og hlær. Til að hita upp fyrir útgáfuna verður Gauti með jólagjafaleik á Facebook-síðu Jülevenner. „Við erum með mjög góða upphitun í gangi og erum með Jüledagatal á Facebook þar sem við teljum niður að útgáfu plötunnar. Það geta allir tekið þátt og vinningarnir eru vægast sagt sturlaðir. Allt frá hátísku klæðnaði yfir í hjálpartæki ástarlífsins. Við erum að gefa vinninga alla daga fram að útgáfu plötunnar.“ Einnig ætlar hann að vera má smá sárabót fyrir helstu aðdáendur sýningarinnar. „En það er hægt að kaupa rafræna Jülevener kveðju frá sýningunni á verslun Jülevenner sem er að finna í rafrænu verslunarmiðstöðinni mynto.is . Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn á þessum tímum samkomutakmarkanna.” Jól Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
„Við skoðuðum alla möguleika í stöðunni. Reyndum að teikna upp einhverja hólfaskipta skemmtun, rafræna útgáfu af tónleikunum og ég veit ekki hvað. En á endanum snýst Jülevenner bara í grunninn um að gera eitthvað skemmtilegt úr jólunum svo við ákváðum að sleppa tónleikunum og gera jólaplötu sem fékk nafnið Það eru komin Jül,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti en ætlar sér að gefa út jólaplötu fyrir þessi jól. Síðastliðin jóla hefur Gauti staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner Emmsjé Gauta sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Sýningin var fyrst haldin í Gamla Bíó 2017 en færði sig fljótt í Háskólabíó og hefur farið stækkandi ár frá ári. „Platan er með nokkrum jólalögum og síðan jólasögu sem tengir plötuna saman. Bara svipað og sýningin sjálf er, bara random hlutir sem tengjast eða tengjast ekki jólunum og síðan jólaskreytum við þá.” Platan kemur út 1. desember og verður um að ræða ellefu laga plata sem verður aðgengileg á helstu streymisveitum. „Ég er að vinna þessa plötu með kjarnahóp Jülevenner sem samanstendur af góðu liði sem elskar að koma með misgóðar hugmyndir að borðinu. Þormóður Eiríksson, ofurpróduserinn á bakvið alla helstu hittara síðustu ára og maðurinn sem vann með mér Malbik sér um upptökustjórn á plötunni. Það eru líka þekktar raddir og rúmlega þrjátíu tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni,“ segir Gauti en vill þó ekki gefa upp hverjir það eru. „Þetta verður að koma á óvart, það er ekkert gaman að hrista og kíkja í pakkana sem eru undir jólatrénu“ segir Gauti og hlær. Til að hita upp fyrir útgáfuna verður Gauti með jólagjafaleik á Facebook-síðu Jülevenner. „Við erum með mjög góða upphitun í gangi og erum með Jüledagatal á Facebook þar sem við teljum niður að útgáfu plötunnar. Það geta allir tekið þátt og vinningarnir eru vægast sagt sturlaðir. Allt frá hátísku klæðnaði yfir í hjálpartæki ástarlífsins. Við erum að gefa vinninga alla daga fram að útgáfu plötunnar.“ Einnig ætlar hann að vera má smá sárabót fyrir helstu aðdáendur sýningarinnar. „En það er hægt að kaupa rafræna Jülevener kveðju frá sýningunni á verslun Jülevenner sem er að finna í rafrænu verslunarmiðstöðinni mynto.is . Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn á þessum tímum samkomutakmarkanna.”
Jól Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira