Anton Sveinn McKee, sundkappi, lauk nú undir kvöld keppni á ISL mótaröðinni.
Anton Sveinn synti hundrað metra bringusund í dag en hann kom í mark á tímanum 58.04. Hann varð í sjötta sætinu.
Anton er handhafi Íslands- og Norðurlandsmetsins í greininni en það er 56.30. Hann setti það í lok október svo hann var rúmri einni sekúndu frá metinu.
Lið Antons, Toronto Titans, er sem stendur í fjórða sæti í undanúrslitunum en einungis tvö efstu komast áfram í úrslitakeppnina.
Í gær synti Aron tvö hundrað metra bringusund. Anton varð annar í sundinu en hann synti á 2:02,61. Íslands- og Norðurlandamet hans er 2:01,65 sem hann setti fyrr í mánuðinum.
Hann synti ekki bara tvö hundrað metra bringusund í gær því einnig synti hann 50 metra bringusund.
Hann var ekki langt frá því að bæta Íslandsmet þar. Hann var þriðji á tímanum 26.49 en Íslandsmet hans er 26.14.
Anton er því á fínu skriði en hann er að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar.