Pétur grét við eldhúsborðið þegar hann sá forsíðuna Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2020 10:30 Pétur starfaði hjá Glitni í London þegar hrunið 2008 skall á. Pétur Einarsson, hagfræðingur og kvikmyndaframleiðandi, starfaði í bankageiranum þegar fjármálahrunið mikla skall á árið 2008. Eftir hrunið stjórnaði Pétur svo árangursríku uppbyggingarstarfi sem forstjóri Straums fjárfestingarbanka en hætti svo þar árið 2013. Á undanförnum árum hefur Pétur einbeitt sér að kvikmyndagerð en hann er einmitt höfundur heimildarmyndarinnar Ransacked sem fjallaði um fjármálahrunið og eftirmála þess. Margir hafa velt því fyrir sér hvort krísan sem við erum stödd í núna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar eigi eftir að hafa svipuð áhrif og bankahrunið 2008. Frosti Logason settist niður með Pétri í Íslandi í dag og fékk hann til að bera saman ástandið þá og nú. „Á yfirborðinu er sumt líkt, það er efnahagssamdráttur og við erum að horfa á kannski átta prósent samdrátt á þessu ári og gríðarlega aukningu í atvinnuleysi, kannski allt að tíu prósent atvinnuleysi. Þetta eru samt mjög ólíkar aðstæður og ólíkt það sem gerist í framhaldinu,“ segir Pétur. Pétri er enn í fersku minni þessi tími þegar fjármálahrunið skall á. Hann starfaði þá hjá Glitni í London og var heima hjá sér þegar honum bárust fréttir af því að allur heimurinn og Ísland kannski sérstaklega var að hruni komið. Mikið áfall „Ég man ég náði í Financial Times þarna um morguninn og þetta var aðalfréttin og það var mynd af Íslandi sem var að bráðna og ég fór að gráta. Ég sá bara fyrir mér allt sem ég þekkti hverfa. Allt sem ég þekkti var farið. Þetta var svakalega erfiður tími og mikið áfall fyrir okkur öll. Ekki bara fyrir mig sem flottan bankakall í London. Ég held að allir hafi fundið þessa svakalegu sorg, svo reiði og svo komu þessi mótmæli, ný ríkisstjórn og þetta voru bara svakalega erfiðir tíma. Í dag er þetta erfitt andlega fyrir marga, fyrst og fremst út af Covid og þessari einangrun.“ Pétur bendir á að bankahrunið 2008 hafi verið af þeirri stærðargráðu að við eigum í raun ennþá erfitt með að átta okkur á því. Þá hafi íslensku bankarnir vaxið á stuttum tíma upp í tólfalda árlega landsframleiðslu og sá vöxtur hafi svo til allur verið í erlendum skuldum. „Það kom út bók árið 2007 sem hét Svarti svanurinn eftir Nassim Taleb og þar bók sem segir að við höfum aldrei séð svartan svan og þá er hann bara ekki til. Við vissum alveg að bankakerfið væri stórt og það voru svona ákveðin teikn á lofti en enginn gat ímyndað sér það að þetta myndi bara allt saman hrynja og stöðvast.“ En hið ótrúlega hafi nú samt gerst þegar bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers fór í stærsta gjaldþrot mannkynsögunnar og fjármálamarkaðir um allan heim stöðvuðust í kjölfarið. Áttu allt landið „Það líða ekki nema tvær, þrjár vikur og þá er allt íslenska fjármálakerfið, öll Kauphöllin og íslenska krónan er fallið og farið. Það er svolítið athyglisvert að núna stöðvaðist ferðaþjónustan á örfáum vikum og það er þessi svarti svanur 2020. Við vissum alveg með öðrum veirum að þetta gæti gerst en af þessari stærðargráðu, það gat enginn séð það fyrir.“ Og það er einmitt það sem komi okkur helst illa núna að sögn Péturs að starfsmannafjöldi ferðaþjónustunnar var þegar best lét um 30 þúsund manns á meðan starfsmenn bankanna fyrir hrun voru einungis um 5 þúsund. „Vandinn þar er allt þetta fólk og koma því í einhver önnur störf eða bæta þetta einhvern veginn upp fyrir þau. Þess vegna hafa atvinnuleysisbætur aukist mjög mikið og verða eflaust mjög miklar í framtíðinni. Það sem gerist við hrunið er að vogunarsjóðir eignast kröfurnar á bankana og eignast þar að leiðandi bankana og raunverulega allt landið. Meira og minna allt íslenskt atvinnulíf, öll heimili, það skulduðu allir bönkunum. Vogunarsjóðirnir eignuðust þetta og það sem þeir vildu gera var að fá sem mest af peningunum sínum til baka. Það gerir það að verkum að bankarnir eftir hrun voru með mjög lítið fjármagn og litla getu til þess að lána í eitthvað nýtt. Þeir voru bara fyrst og fremst bara innheimtustofnanir og það er mjög neikvætt,“ segir Pétur og bætir við að á sama tíma hafi íslenska ríkið verið mjög illa statt. Hann segir stöðuna í dag vera allt aðra. Bankarnir eru margfalt minni en engu að síður mjög öflugar stofnanir sem standa sterkt út frá eiginfjárstöðu, gæðum útlána og litlum erlendum skuldum. Þá er staða ríkisins einnig mun betri heldur en hún var árið 2008. „Staða ríkissjóðs í dag er ein sú besta í vestrænum heimi. Skuldastaða mjög góð og ríkið stendur ofsalega vel. Þetta tvennt gerir það að verkum og við erum í miklu betri stöðu til að bregðast við, það er ekki hægt að bera þetta saman.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hrunið Ísland í dag Íslenskir bankar Mest lesið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Pétur Einarsson, hagfræðingur og kvikmyndaframleiðandi, starfaði í bankageiranum þegar fjármálahrunið mikla skall á árið 2008. Eftir hrunið stjórnaði Pétur svo árangursríku uppbyggingarstarfi sem forstjóri Straums fjárfestingarbanka en hætti svo þar árið 2013. Á undanförnum árum hefur Pétur einbeitt sér að kvikmyndagerð en hann er einmitt höfundur heimildarmyndarinnar Ransacked sem fjallaði um fjármálahrunið og eftirmála þess. Margir hafa velt því fyrir sér hvort krísan sem við erum stödd í núna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar eigi eftir að hafa svipuð áhrif og bankahrunið 2008. Frosti Logason settist niður með Pétri í Íslandi í dag og fékk hann til að bera saman ástandið þá og nú. „Á yfirborðinu er sumt líkt, það er efnahagssamdráttur og við erum að horfa á kannski átta prósent samdrátt á þessu ári og gríðarlega aukningu í atvinnuleysi, kannski allt að tíu prósent atvinnuleysi. Þetta eru samt mjög ólíkar aðstæður og ólíkt það sem gerist í framhaldinu,“ segir Pétur. Pétri er enn í fersku minni þessi tími þegar fjármálahrunið skall á. Hann starfaði þá hjá Glitni í London og var heima hjá sér þegar honum bárust fréttir af því að allur heimurinn og Ísland kannski sérstaklega var að hruni komið. Mikið áfall „Ég man ég náði í Financial Times þarna um morguninn og þetta var aðalfréttin og það var mynd af Íslandi sem var að bráðna og ég fór að gráta. Ég sá bara fyrir mér allt sem ég þekkti hverfa. Allt sem ég þekkti var farið. Þetta var svakalega erfiður tími og mikið áfall fyrir okkur öll. Ekki bara fyrir mig sem flottan bankakall í London. Ég held að allir hafi fundið þessa svakalegu sorg, svo reiði og svo komu þessi mótmæli, ný ríkisstjórn og þetta voru bara svakalega erfiðir tíma. Í dag er þetta erfitt andlega fyrir marga, fyrst og fremst út af Covid og þessari einangrun.“ Pétur bendir á að bankahrunið 2008 hafi verið af þeirri stærðargráðu að við eigum í raun ennþá erfitt með að átta okkur á því. Þá hafi íslensku bankarnir vaxið á stuttum tíma upp í tólfalda árlega landsframleiðslu og sá vöxtur hafi svo til allur verið í erlendum skuldum. „Það kom út bók árið 2007 sem hét Svarti svanurinn eftir Nassim Taleb og þar bók sem segir að við höfum aldrei séð svartan svan og þá er hann bara ekki til. Við vissum alveg að bankakerfið væri stórt og það voru svona ákveðin teikn á lofti en enginn gat ímyndað sér það að þetta myndi bara allt saman hrynja og stöðvast.“ En hið ótrúlega hafi nú samt gerst þegar bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers fór í stærsta gjaldþrot mannkynsögunnar og fjármálamarkaðir um allan heim stöðvuðust í kjölfarið. Áttu allt landið „Það líða ekki nema tvær, þrjár vikur og þá er allt íslenska fjármálakerfið, öll Kauphöllin og íslenska krónan er fallið og farið. Það er svolítið athyglisvert að núna stöðvaðist ferðaþjónustan á örfáum vikum og það er þessi svarti svanur 2020. Við vissum alveg með öðrum veirum að þetta gæti gerst en af þessari stærðargráðu, það gat enginn séð það fyrir.“ Og það er einmitt það sem komi okkur helst illa núna að sögn Péturs að starfsmannafjöldi ferðaþjónustunnar var þegar best lét um 30 þúsund manns á meðan starfsmenn bankanna fyrir hrun voru einungis um 5 þúsund. „Vandinn þar er allt þetta fólk og koma því í einhver önnur störf eða bæta þetta einhvern veginn upp fyrir þau. Þess vegna hafa atvinnuleysisbætur aukist mjög mikið og verða eflaust mjög miklar í framtíðinni. Það sem gerist við hrunið er að vogunarsjóðir eignast kröfurnar á bankana og eignast þar að leiðandi bankana og raunverulega allt landið. Meira og minna allt íslenskt atvinnulíf, öll heimili, það skulduðu allir bönkunum. Vogunarsjóðirnir eignuðust þetta og það sem þeir vildu gera var að fá sem mest af peningunum sínum til baka. Það gerir það að verkum að bankarnir eftir hrun voru með mjög lítið fjármagn og litla getu til þess að lána í eitthvað nýtt. Þeir voru bara fyrst og fremst bara innheimtustofnanir og það er mjög neikvætt,“ segir Pétur og bætir við að á sama tíma hafi íslenska ríkið verið mjög illa statt. Hann segir stöðuna í dag vera allt aðra. Bankarnir eru margfalt minni en engu að síður mjög öflugar stofnanir sem standa sterkt út frá eiginfjárstöðu, gæðum útlána og litlum erlendum skuldum. Þá er staða ríkisins einnig mun betri heldur en hún var árið 2008. „Staða ríkissjóðs í dag er ein sú besta í vestrænum heimi. Skuldastaða mjög góð og ríkið stendur ofsalega vel. Þetta tvennt gerir það að verkum og við erum í miklu betri stöðu til að bregðast við, það er ekki hægt að bera þetta saman.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Hrunið Ísland í dag Íslenskir bankar Mest lesið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp