Greind smit ekki daglegt brauð þegar sund og rækt fengu grænt ljós Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 11:18 Það er tómlegt í sundlaugum landsins þessa dagana, líkt og var í fyrstu bylgju faraldursins. Yfirlögregluþjónn almannavarna telur ólíklegt að sundlaugarnar opni á næstunni. Vísir/Vilhelm Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is. Á þessu þriggja vikna tímabili var farið í þó nokkrar tilslakanir á hörðum sóttvarnaaðgerðum sem verið höfðu í gildi frá því í lok mars. Þann 4. maí fóru fjöldatakmörk þeirra sem máttu koma saman úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá var meðal annars opnað fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum auk þess sem til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara var leyfð á ný. Tveimur vikum síðar, þann 18. maí, fengu sundlaugar svo að opna á ný og viku síðar, 25. maí, var líkamsræktarstöðvum einnig heimilt að opna. Vert er að rifja upp tölfræðina í aðdraganda þessara tilslakana í ljósi orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann sagðist telja það ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu á næstunni. Vísaði hann í að enn væru töluvert fleiri að smitast nú en þegar opnað var fyrir starfsemi sundlauga og líkamsræktarstöðva í vor. Eins og áður segir voru smitin á því þriggja vikna tímabili sem farið var í tilslakanir í vor teljandi á fingrum annarrar handar; þann 6. maí greindust tveir, 12. maí greindist einn líkt og 19. maí og 22. maí. Aðra daga á þessu þriggja vikna tímabili í maí greindist enginn með veiruna. „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ sagði Víðir í gær spurður út í opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga vegna fækkunar smita innanlands síðustu daga. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 2. desember. Í þeim er ekki kveðið á um að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar megi opna aftur. Yfir 300 manns greinst með veiruna undanfarnar vikur Líkamsræktarstöðvum um land allt var gert að loka þann 5. október síðastliðinn og tveimur dögum síðar var sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu gert að loka. Annars staðar á landinu máttu sundlaugar hafa opið en leyfilegur fjöldi gesta var helmingur af leyfilegum hámarksfjölda venjulega. Þann 20. október var líkamsræktarstöðvum síðan leyft að bjóða upp á hóptíma, að uppfylltum skilyrðum um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og ítrustu sóttvarnaráðstafanir. Ellefu dögum síðar, eða þann 31. október, var líkamsræktarstöðvum hins vegar gert að loka aftur og þá var sundlaugum annars staðar á landinu en höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið og eru enn lokaðar, líka gert að skella í lás. Frá því að nýjar reglur tóku gildi 31. október hefur innanlandssmitum fækkað töluvert. Þau eru hins vegar ekki nándar nærri eins og fá og þau voru í vor, vikurnar áður en aftur var opnað í sund og rækt, heldur eru smitin komin yfir 300 talsins síðustu þrjár vikur. Hvort miðað verði við sömu tölur og þróun og gert var í vor þegar kemur að opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga liggur ekki fyrir, og líkt og Víðir sagði í gær hafa yfirvöld ekki viljað miða við einhverjar fastar tölur sem alltaf eigi við. Hann kvaðst binda vonir við að 2. desember verðum við á betri stað en núna. „Þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is. Á þessu þriggja vikna tímabili var farið í þó nokkrar tilslakanir á hörðum sóttvarnaaðgerðum sem verið höfðu í gildi frá því í lok mars. Þann 4. maí fóru fjöldatakmörk þeirra sem máttu koma saman úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá var meðal annars opnað fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum auk þess sem til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara var leyfð á ný. Tveimur vikum síðar, þann 18. maí, fengu sundlaugar svo að opna á ný og viku síðar, 25. maí, var líkamsræktarstöðvum einnig heimilt að opna. Vert er að rifja upp tölfræðina í aðdraganda þessara tilslakana í ljósi orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann sagðist telja það ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu á næstunni. Vísaði hann í að enn væru töluvert fleiri að smitast nú en þegar opnað var fyrir starfsemi sundlauga og líkamsræktarstöðva í vor. Eins og áður segir voru smitin á því þriggja vikna tímabili sem farið var í tilslakanir í vor teljandi á fingrum annarrar handar; þann 6. maí greindust tveir, 12. maí greindist einn líkt og 19. maí og 22. maí. Aðra daga á þessu þriggja vikna tímabili í maí greindist enginn með veiruna. „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ sagði Víðir í gær spurður út í opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga vegna fækkunar smita innanlands síðustu daga. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 2. desember. Í þeim er ekki kveðið á um að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar megi opna aftur. Yfir 300 manns greinst með veiruna undanfarnar vikur Líkamsræktarstöðvum um land allt var gert að loka þann 5. október síðastliðinn og tveimur dögum síðar var sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu gert að loka. Annars staðar á landinu máttu sundlaugar hafa opið en leyfilegur fjöldi gesta var helmingur af leyfilegum hámarksfjölda venjulega. Þann 20. október var líkamsræktarstöðvum síðan leyft að bjóða upp á hóptíma, að uppfylltum skilyrðum um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og ítrustu sóttvarnaráðstafanir. Ellefu dögum síðar, eða þann 31. október, var líkamsræktarstöðvum hins vegar gert að loka aftur og þá var sundlaugum annars staðar á landinu en höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið og eru enn lokaðar, líka gert að skella í lás. Frá því að nýjar reglur tóku gildi 31. október hefur innanlandssmitum fækkað töluvert. Þau eru hins vegar ekki nándar nærri eins og fá og þau voru í vor, vikurnar áður en aftur var opnað í sund og rækt, heldur eru smitin komin yfir 300 talsins síðustu þrjár vikur. Hvort miðað verði við sömu tölur og þróun og gert var í vor þegar kemur að opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga liggur ekki fyrir, og líkt og Víðir sagði í gær hafa yfirvöld ekki viljað miða við einhverjar fastar tölur sem alltaf eigi við. Hann kvaðst binda vonir við að 2. desember verðum við á betri stað en núna. „Þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent