Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 15:47 Teikning af Salvador Cienfuegos í réttarsal í Los Angeles. Hann er nú laus undan ákærum í Bandaríkjunum. AP/Bill Robles Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. Salvador Cienfuegos, fyrrverandi hershöfðingi og varnarmálaráðherra Mexíkó, var handtekinn við komuna til Los Angeles í síðasta mánuði. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa aðstoðað fíkniefnahringinn H-2 við að smygla þúsundum kílóa af kókaíni, heróíni, metafmetamíni og maríjúana á meðan hann var ráðherra frá 2012 til 2018. Þá voru lögð fram sannanir fyrir því að Cienfuegos hefði beitt áhrifum sínum sem ráðherra til að halda hlífiskildi yfir glæpagenginu og beinst löggæslustofnunum frekar á spor keppinauta þess. Þetta hafi hann gert í skiptum fyrir mútugreiðslur. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ákærurnar hefðu verið felldar niður svo hægt verði að rannsaka Cienfuegos og ákæra ef tilefni þykir til í Mexíkó, að sögn AP-fréttastofunnar. Ákvörðunin væri tekin í ljós „sterks samstarfs“ ríkjanna í löggæslumálum og til að sýna að ríkin væru samstíga gegn glæpum af öllum toga. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í dag að ríkisstjórn hans hefði mótmælt því að hafa ekki verið látin vita af því að Cienfuegos væri til rannsóknar í Bandaríkjunum og krafist þess að fá sönnunargögn gegn honum. „Við sjáum þetta ekki sem leið til refsileysis heldur frekar sem virðingarvott við Mexíkó og herafla Mexíkó,“ sagði Ebrard í dag. Cienfuegos (t.v.) var ráðherra í fyrrverandi ríkisstjórn Enrique Peña Nieto (t.h.).AP/Rebecca Blackwell Telur ákvörðunina gjöf Trump til forseta Mexíkó Bandarískur dómari þarf enn að fallast á samkomulag bandarískra og mexíkóskra yfirvalda. Alríkissaksóknari í málinu sagði að það væri í þágu almannahagsmuna í Bandaríkjunum að fella ákærurnar niður. Utanríkishagsmunir vægju þyngra en hagsmunir þess að Cienfuegos yrði sóttur til saka. Þegar Cienfuegos var handtekinn í október vöruðu saksóknarar við því að mikil hætta væri á að hann flýði land og reyndi að notfæra sér sambönd sín við glæpagengið og aðra spillta embættismenn til að koma sér undan saksókn í Bandaríkjunum. Mike Vigil, fyrrverandi yfirmaður alþjóðamála hjá Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir ákvörðun bandarískra yfirvalda ekkert annað en „gjöf“ Donalds Trump til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó. Hún gæti verið fyrsta málið þar sem Trump beitir valdi sínu til að náða menn eða fella niður rannsóknir á lokavikum forsetatíðar sinnar. Bendir Vigil á að López Obrador hafi verið Trump undirgefinn í innflytjendamálum og hafi til þessa dregið að óska Joe Biden, verðandi forseta, til hamingju með kosningasigur sinn. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur. „Líkurnar á að Cienfuegos verði sakfelldur í Mexíkó eru litlar sem engar,“ segir Vigil og vísar til þess að Cienfuegos sé vel tengdur í mexíkóskum stjórnmálum. Ebrard utanríkisráðherra neitaði því að samkomulagið tengdist nokkuð forsetakosningunum í Bandaríkjunum og yfirvofandi stjórnarskiptum í Bandaríkjunum. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. Salvador Cienfuegos, fyrrverandi hershöfðingi og varnarmálaráðherra Mexíkó, var handtekinn við komuna til Los Angeles í síðasta mánuði. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa aðstoðað fíkniefnahringinn H-2 við að smygla þúsundum kílóa af kókaíni, heróíni, metafmetamíni og maríjúana á meðan hann var ráðherra frá 2012 til 2018. Þá voru lögð fram sannanir fyrir því að Cienfuegos hefði beitt áhrifum sínum sem ráðherra til að halda hlífiskildi yfir glæpagenginu og beinst löggæslustofnunum frekar á spor keppinauta þess. Þetta hafi hann gert í skiptum fyrir mútugreiðslur. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ákærurnar hefðu verið felldar niður svo hægt verði að rannsaka Cienfuegos og ákæra ef tilefni þykir til í Mexíkó, að sögn AP-fréttastofunnar. Ákvörðunin væri tekin í ljós „sterks samstarfs“ ríkjanna í löggæslumálum og til að sýna að ríkin væru samstíga gegn glæpum af öllum toga. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í dag að ríkisstjórn hans hefði mótmælt því að hafa ekki verið látin vita af því að Cienfuegos væri til rannsóknar í Bandaríkjunum og krafist þess að fá sönnunargögn gegn honum. „Við sjáum þetta ekki sem leið til refsileysis heldur frekar sem virðingarvott við Mexíkó og herafla Mexíkó,“ sagði Ebrard í dag. Cienfuegos (t.v.) var ráðherra í fyrrverandi ríkisstjórn Enrique Peña Nieto (t.h.).AP/Rebecca Blackwell Telur ákvörðunina gjöf Trump til forseta Mexíkó Bandarískur dómari þarf enn að fallast á samkomulag bandarískra og mexíkóskra yfirvalda. Alríkissaksóknari í málinu sagði að það væri í þágu almannahagsmuna í Bandaríkjunum að fella ákærurnar niður. Utanríkishagsmunir vægju þyngra en hagsmunir þess að Cienfuegos yrði sóttur til saka. Þegar Cienfuegos var handtekinn í október vöruðu saksóknarar við því að mikil hætta væri á að hann flýði land og reyndi að notfæra sér sambönd sín við glæpagengið og aðra spillta embættismenn til að koma sér undan saksókn í Bandaríkjunum. Mike Vigil, fyrrverandi yfirmaður alþjóðamála hjá Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir ákvörðun bandarískra yfirvalda ekkert annað en „gjöf“ Donalds Trump til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó. Hún gæti verið fyrsta málið þar sem Trump beitir valdi sínu til að náða menn eða fella niður rannsóknir á lokavikum forsetatíðar sinnar. Bendir Vigil á að López Obrador hafi verið Trump undirgefinn í innflytjendamálum og hafi til þessa dregið að óska Joe Biden, verðandi forseta, til hamingju með kosningasigur sinn. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur. „Líkurnar á að Cienfuegos verði sakfelldur í Mexíkó eru litlar sem engar,“ segir Vigil og vísar til þess að Cienfuegos sé vel tengdur í mexíkóskum stjórnmálum. Ebrard utanríkisráðherra neitaði því að samkomulagið tengdist nokkuð forsetakosningunum í Bandaríkjunum og yfirvofandi stjórnarskiptum í Bandaríkjunum.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55