Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 20:16 Undirbúningur sýnatöku. Vísir/Vilhelm „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. Hlynur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Það er mikil ábyrgð að vera skólabílstjóri, við berum ábyrgð á börnunum ykkar á ferðum þeirra á milli skóla og heimilis við alls konar aðstæður. Gætum orða okkar og gröfum ekki undan trausti barnanna með ógætilegum og vanhugsuðum orðum,“ segir Hlynur m.a. í færslunni. Allir strax í sjálfskipaða sóttkví Forsaga málsins er sú að í gær greindist einn bílstjóra fyrirtækisins með Covid-19 en að sögn Hlyns setti fyrirtækið sig strax í samband við alla viðeigandi aðila. „Frá því að skólaakstur hófst í haust höfum við í okkar fyrirtæki lagt allt kapp á að vanda til verka með allar sóttvarnir. Við vorum frumkvöðlar að notkun andlitsgríma hjá bílstjórum okkar. Allir bílstjórar voru og eru með grímur á meðan á akstri með börn á sér stað. Við viljum einnig koma því á framfæri að spritt er í öllum bílum til afnota fyrir farþega og hefur verið frá því að skólahald hófst, allir snertifletir eru sápuþvegnir og sótthreinsaðir samkvæmt reglum. Hjá Sæti hópferðum er vandað til verka og enginn getur haldið öðru fram,“ segir Hlynur. Bílstjórar hafi um langan tíma verið hvattir til að vanda sig í ljósi aðstæðna en allir þeir sem höfuð verið í samskiptum við umræddan starfsmann fóru umsvifalaust í sjálfskipaða sóttkví og verða í henni þar til seinni sýnataka mun eiga sér stað á föstudag. „Við vonum að með þessum upplýsingum skapist friður, því miður þá er okkur að berast til eyrna dapurlegar athugasemdir sem engan veginn eiga rétt á sér. Eins og einhver sagði „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Sýnum frekar samstöðu og skilning. ENGINN ÆTLAR að veikjast en því miður gerist það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Tengdar fréttir Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. Hlynur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Það er mikil ábyrgð að vera skólabílstjóri, við berum ábyrgð á börnunum ykkar á ferðum þeirra á milli skóla og heimilis við alls konar aðstæður. Gætum orða okkar og gröfum ekki undan trausti barnanna með ógætilegum og vanhugsuðum orðum,“ segir Hlynur m.a. í færslunni. Allir strax í sjálfskipaða sóttkví Forsaga málsins er sú að í gær greindist einn bílstjóra fyrirtækisins með Covid-19 en að sögn Hlyns setti fyrirtækið sig strax í samband við alla viðeigandi aðila. „Frá því að skólaakstur hófst í haust höfum við í okkar fyrirtæki lagt allt kapp á að vanda til verka með allar sóttvarnir. Við vorum frumkvöðlar að notkun andlitsgríma hjá bílstjórum okkar. Allir bílstjórar voru og eru með grímur á meðan á akstri með börn á sér stað. Við viljum einnig koma því á framfæri að spritt er í öllum bílum til afnota fyrir farþega og hefur verið frá því að skólahald hófst, allir snertifletir eru sápuþvegnir og sótthreinsaðir samkvæmt reglum. Hjá Sæti hópferðum er vandað til verka og enginn getur haldið öðru fram,“ segir Hlynur. Bílstjórar hafi um langan tíma verið hvattir til að vanda sig í ljósi aðstæðna en allir þeir sem höfuð verið í samskiptum við umræddan starfsmann fóru umsvifalaust í sjálfskipaða sóttkví og verða í henni þar til seinni sýnataka mun eiga sér stað á föstudag. „Við vonum að með þessum upplýsingum skapist friður, því miður þá er okkur að berast til eyrna dapurlegar athugasemdir sem engan veginn eiga rétt á sér. Eins og einhver sagði „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Sýnum frekar samstöðu og skilning. ENGINN ÆTLAR að veikjast en því miður gerist það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Tengdar fréttir Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28
Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58
Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59