„Sumir hváðu þegar þjónustustjóri listasafns hringdi til að spyrja um líðan“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður. Ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði þurftu að loka starfsemi sinni fyrir gestum eftir að samkomutakmarkanir miðuðust við tíu eða færri. Borgin auglýsti eftir starfsfólki til að hringja til fólks sem er 85 ára og eldra í borginni og kanna líðan þess í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í fjörtíu starfsmenn menningar-og ferðamálasviðs skráðu sig til leiks og hringdu 780 manns á þessum aldri. Marteinn Tryggvason Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur var einn þeirra. „Þetta var bara mjög ánægjulegt, við vorum að athuga hvernig fólk hefði það og hvort fólki vantaði þjónustu. Það var ánægjulegt að heyra fólkið sem ég hringdi alla vega í hefur það fínt og gengur vel að fóta sig í þessum aðstæðum. Margir eru minna á ferðinni en áður en flestir sem ég talaði við gátu séð um sig sjálfir eða höfðu gott bakland. Það kom stundum upp umræða um það hvar ég væri að vinna og fólk hváði stundum og var hissa að starfsmaður á listasafni væri að hringja til að athuga hvernig það hefði það, “segir Marteinn og hlær. „Þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp“ Neyðarskýli borgarinnar hafa verið opin allan sólahringinn eftir að samkomutakmarkanir fóru í 10 eða færri og hafa starfsmenn á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði borgarinnar einnig unnið þar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur á Listasafni Reykjavíkur tók að sér heimilistörf á Konukoti. og segir að starfið hafi verið lærdómsríkt. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur hjá Listasafni ReykjavíkurVísir „Ég bauð mig fram eftir að safnið lokaði og fékk að hjálpa til í Konukoti í hálfan mánuð. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi. Þetta breytir manni ansi mikið og dregur niður á jörðina og minnir mann á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili, þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp. Mér finnst konurnar sem þarna koma algjörar hetjur að geta haldið þetta út. Það var ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sjálfboðaliðar í kringum Konukot og hvað fólk er duglegt að koma með alls kyns gjafir til starfsins og fólksins sem þarna er,“ segir Sigríður. Listasafn Reykjavíkur opnaði á ný Kjarvalsstaði og Hafnarhúsið í dag og er miðað við 10 gesta hámark.Marteinn vonar að hann sjái eitthvað af símavinunum. „Vonandi kemur eitthvað af þessu fólki og heimsækir okkur þegar aðstæður leyfa,“ segir Marteinn. Félagsmál Reykjavík Eldri borgarar Hjálparstarf Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Sjá meira
Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður. Ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði þurftu að loka starfsemi sinni fyrir gestum eftir að samkomutakmarkanir miðuðust við tíu eða færri. Borgin auglýsti eftir starfsfólki til að hringja til fólks sem er 85 ára og eldra í borginni og kanna líðan þess í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í fjörtíu starfsmenn menningar-og ferðamálasviðs skráðu sig til leiks og hringdu 780 manns á þessum aldri. Marteinn Tryggvason Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur var einn þeirra. „Þetta var bara mjög ánægjulegt, við vorum að athuga hvernig fólk hefði það og hvort fólki vantaði þjónustu. Það var ánægjulegt að heyra fólkið sem ég hringdi alla vega í hefur það fínt og gengur vel að fóta sig í þessum aðstæðum. Margir eru minna á ferðinni en áður en flestir sem ég talaði við gátu séð um sig sjálfir eða höfðu gott bakland. Það kom stundum upp umræða um það hvar ég væri að vinna og fólk hváði stundum og var hissa að starfsmaður á listasafni væri að hringja til að athuga hvernig það hefði það, “segir Marteinn og hlær. „Þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp“ Neyðarskýli borgarinnar hafa verið opin allan sólahringinn eftir að samkomutakmarkanir fóru í 10 eða færri og hafa starfsmenn á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði borgarinnar einnig unnið þar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur á Listasafni Reykjavíkur tók að sér heimilistörf á Konukoti. og segir að starfið hafi verið lærdómsríkt. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur hjá Listasafni ReykjavíkurVísir „Ég bauð mig fram eftir að safnið lokaði og fékk að hjálpa til í Konukoti í hálfan mánuð. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi. Þetta breytir manni ansi mikið og dregur niður á jörðina og minnir mann á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili, þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp. Mér finnst konurnar sem þarna koma algjörar hetjur að geta haldið þetta út. Það var ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sjálfboðaliðar í kringum Konukot og hvað fólk er duglegt að koma með alls kyns gjafir til starfsins og fólksins sem þarna er,“ segir Sigríður. Listasafn Reykjavíkur opnaði á ný Kjarvalsstaði og Hafnarhúsið í dag og er miðað við 10 gesta hámark.Marteinn vonar að hann sjái eitthvað af símavinunum. „Vonandi kemur eitthvað af þessu fólki og heimsækir okkur þegar aðstæður leyfa,“ segir Marteinn.
Félagsmál Reykjavík Eldri borgarar Hjálparstarf Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent