Lara Trump sögð vilja verða öldungadeildarþingmaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2020 22:01 Lara flytur lofræðu um tengdaföður sinn á landsfundi Repúblikanaflokksins í haust. epa/Chip Somodevilla New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. Margir aðrir þungavigtarmenn innan repúblikanaflokksins eru sagðir hafa augastað á sætinu en flokksbróðir þeirra, Richard Burr, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Kjörtímabili Burr lýkur árið 2022 en niðurstöður forsetakosninganna gefa til kynna að bæði repúblikanar og demókratar eigi séns á sætinu, þar sem Trump vann ríkið með aðeins 1,3% mun. Lara og Eric eiga m.a. dótturina Karólínu, sem er nefnd eftir heimaríki Löru.epa/David Maxwell Mercedes Schlapp, ráðgjafi í kosningateymi forsetans, ferðaðist með Löru þar sem hún mætti fyrir tendaföður sinn í aðdraganda kosninganna og segir hana vera mjög sjarmerandi og hafa nef fyrir stjórnmálum. Þá sé hún þekkt nafn í Norður-Karólínu, heimaríki sínu. Hefur stutt forsetann í einu og öllu Lara Trump er 38 ára og var áður einkaþjálfari og sjónvarpsframleiðandi. Hún giftist Eric Trump í Mar-a-Lago árið 2014. Menn hafa löngum velt vöngum yfir því hvort börn Donald Trump freisti þess að nýta sér þá stemningu sem Trump hefur myndað í bandarískum stjórnmálum og sækjast eftir opinberum embættum. En svo kann að fara að tengdadóttirin verði sú fyrsta sem lætur á það reyna að bjóða sig fram undir Trump-nafninu. Einn helsti munurinn á Löru og Ivönku Trump, dóttur forsetans, er sá að Ivanka hefur upp að vissu marki haldið sig til hlés þegar faðir hennar hefur farið mikinn í að fordæma hinn og þennan, á meðan Lara hefur stutt forsetann með ráðum og dáðum. Hefur hún m.a. sagt að bandaríska kosningakerfið sé meingallað og sviksamlegt og gert úr því skóna að Joe Biden, kjörinn forseti, þjáist af heilabilun. Hin heilaga þrenning Meðal þeirra repúblikana sem taldir eru líklegir til að falast eftir öldungadeildarsætinu eru Mark Walker, sem forsetinn hefur hvatt til að feta í fótspor Burr, og Pat McCrory, fyrrum ríkisstjóri. Þá hefur Mark Meadows, núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, einnig verið nefndur til sögunnar. Omarosa Manigault var meðal keppenda í raunveruleikaþættinum The Apprentice, þar sem Donald Trump rak mann og annan, og starfaði um tíma í Hvíta húsinu. Hún greindi hins vegar frá því árið 2018 að Lara hefði boðið sér 15 þúsund dali á mánuði fyrir að þegja um tíma sinn sem einn af ráðgjöfum forsetans.epa/Erik S. Lesser Þrátt fyrir að búa að töluverðri reynslu í stjórnmálum þykir ljóst að enginn þessara kandídata er jafn þekktur og Lara í Norður-Karónlínu né eru þeir taldir geta safnað jafn miklu fé og hún. „Hún yrði magnaður kandidat,“ segir Kellyanne Conway, fyrrum ráðgjafi Donald Trump. „Hún býr að hinni heilögu þrenningu; hún getur aflað fjár, vakið athygli á helstu málefnum og vakið athygli á kosningabaráttu sinni. Ólíkt mörgum dæmigerðum stjórnmálamönnum þá tengir hún við fólk og er manneskja sem hlustað er á.“ Ítarlega frétt um málið má finna á nytimes.com. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. Margir aðrir þungavigtarmenn innan repúblikanaflokksins eru sagðir hafa augastað á sætinu en flokksbróðir þeirra, Richard Burr, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Kjörtímabili Burr lýkur árið 2022 en niðurstöður forsetakosninganna gefa til kynna að bæði repúblikanar og demókratar eigi séns á sætinu, þar sem Trump vann ríkið með aðeins 1,3% mun. Lara og Eric eiga m.a. dótturina Karólínu, sem er nefnd eftir heimaríki Löru.epa/David Maxwell Mercedes Schlapp, ráðgjafi í kosningateymi forsetans, ferðaðist með Löru þar sem hún mætti fyrir tendaföður sinn í aðdraganda kosninganna og segir hana vera mjög sjarmerandi og hafa nef fyrir stjórnmálum. Þá sé hún þekkt nafn í Norður-Karólínu, heimaríki sínu. Hefur stutt forsetann í einu og öllu Lara Trump er 38 ára og var áður einkaþjálfari og sjónvarpsframleiðandi. Hún giftist Eric Trump í Mar-a-Lago árið 2014. Menn hafa löngum velt vöngum yfir því hvort börn Donald Trump freisti þess að nýta sér þá stemningu sem Trump hefur myndað í bandarískum stjórnmálum og sækjast eftir opinberum embættum. En svo kann að fara að tengdadóttirin verði sú fyrsta sem lætur á það reyna að bjóða sig fram undir Trump-nafninu. Einn helsti munurinn á Löru og Ivönku Trump, dóttur forsetans, er sá að Ivanka hefur upp að vissu marki haldið sig til hlés þegar faðir hennar hefur farið mikinn í að fordæma hinn og þennan, á meðan Lara hefur stutt forsetann með ráðum og dáðum. Hefur hún m.a. sagt að bandaríska kosningakerfið sé meingallað og sviksamlegt og gert úr því skóna að Joe Biden, kjörinn forseti, þjáist af heilabilun. Hin heilaga þrenning Meðal þeirra repúblikana sem taldir eru líklegir til að falast eftir öldungadeildarsætinu eru Mark Walker, sem forsetinn hefur hvatt til að feta í fótspor Burr, og Pat McCrory, fyrrum ríkisstjóri. Þá hefur Mark Meadows, núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, einnig verið nefndur til sögunnar. Omarosa Manigault var meðal keppenda í raunveruleikaþættinum The Apprentice, þar sem Donald Trump rak mann og annan, og starfaði um tíma í Hvíta húsinu. Hún greindi hins vegar frá því árið 2018 að Lara hefði boðið sér 15 þúsund dali á mánuði fyrir að þegja um tíma sinn sem einn af ráðgjöfum forsetans.epa/Erik S. Lesser Þrátt fyrir að búa að töluverðri reynslu í stjórnmálum þykir ljóst að enginn þessara kandídata er jafn þekktur og Lara í Norður-Karónlínu né eru þeir taldir geta safnað jafn miklu fé og hún. „Hún yrði magnaður kandidat,“ segir Kellyanne Conway, fyrrum ráðgjafi Donald Trump. „Hún býr að hinni heilögu þrenningu; hún getur aflað fjár, vakið athygli á helstu málefnum og vakið athygli á kosningabaráttu sinni. Ólíkt mörgum dæmigerðum stjórnmálamönnum þá tengir hún við fólk og er manneskja sem hlustað er á.“ Ítarlega frétt um málið má finna á nytimes.com.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent