Fjölmiðlamaður fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir fjárdrátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 17:18 Axel Axelsson fékk tveggja ára fangelsisdóm. Ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda dóminn vegna alvarleika brotanna. vísir Axel Axelsson, athafna- og fjölmiðlamaður á Akureyri sem meðal annars hefur rekið útvarpsstöðina Útvarp Akureyri, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Bæði var hann sakfelldur fyrir að hafa dregið sér tugi milljóna sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi einkahlutafélaga og sömuleiðis fyrir fjárdrátt sem löggiltur fasteignasali. Axel var ákærður af héraðssaksóknara og hlaut átján mánaða fangelsisdóm í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar sem þyngdi dóminn um sex mánuði. Í dómi Landsréttar segir að Axel hafi dregið sér tæplega 37 milljónir króna af fjármunum félaganna Kaupsamningsstofan annars vegar og H014 hins vegar. Peningana lagði hann inn á persónulega bankareikninga sína. Þá var Axel sömuleiðis sakfelldur fyrir að hafa í starfi sínu sem löggiltur fasteignasali hjá Kaupsamningsstofunni dregið sér rúmlega 36 milljónir króna sem hann veitti viðtöku frá kaupanda fasteignar. Peningarnir áttu að fara í greiðslu á veðskuld seljanda fasteignarinnar en Axel ráðstafaði henni í andstöðu við þá skyldu sína. Loks var Axel sakfelldur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna reksturs Kaupsamningsstofunnar á tilgreindum rekstrarárum. Við ákvörðun refsingar var einkum litið til þess að Axel hafði framið hluta fjárdráttarbrotanna í starfi sem löggiltur fasteignasali. Þá var horft til þess að fjárdrátturinn nam umtalsverðum fjárhæðum. Að því virtu og að teknu tilliti til 77. gr. almennra hegningarlaga var refsing Axels ákveðin fangelsi í tvö ár. Jafnframt var A gert að greiða seljanda fyrrnefndar fasteigna skaðabætur. Dómsmál Akureyri Fjölmiðlar Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Axel Axelsson, athafna- og fjölmiðlamaður á Akureyri sem meðal annars hefur rekið útvarpsstöðina Útvarp Akureyri, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Bæði var hann sakfelldur fyrir að hafa dregið sér tugi milljóna sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi einkahlutafélaga og sömuleiðis fyrir fjárdrátt sem löggiltur fasteignasali. Axel var ákærður af héraðssaksóknara og hlaut átján mánaða fangelsisdóm í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar sem þyngdi dóminn um sex mánuði. Í dómi Landsréttar segir að Axel hafi dregið sér tæplega 37 milljónir króna af fjármunum félaganna Kaupsamningsstofan annars vegar og H014 hins vegar. Peningana lagði hann inn á persónulega bankareikninga sína. Þá var Axel sömuleiðis sakfelldur fyrir að hafa í starfi sínu sem löggiltur fasteignasali hjá Kaupsamningsstofunni dregið sér rúmlega 36 milljónir króna sem hann veitti viðtöku frá kaupanda fasteignar. Peningarnir áttu að fara í greiðslu á veðskuld seljanda fasteignarinnar en Axel ráðstafaði henni í andstöðu við þá skyldu sína. Loks var Axel sakfelldur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna reksturs Kaupsamningsstofunnar á tilgreindum rekstrarárum. Við ákvörðun refsingar var einkum litið til þess að Axel hafði framið hluta fjárdráttarbrotanna í starfi sem löggiltur fasteignasali. Þá var horft til þess að fjárdrátturinn nam umtalsverðum fjárhæðum. Að því virtu og að teknu tilliti til 77. gr. almennra hegningarlaga var refsing Axels ákveðin fangelsi í tvö ár. Jafnframt var A gert að greiða seljanda fyrrnefndar fasteigna skaðabætur.
Dómsmál Akureyri Fjölmiðlar Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira