„Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu atvinnulausra og öryrkja. Vísir/Vilhelm Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur upp í ríflega 307 þúsund krónur á næsta ári eða um sex prósent. Auk þess fá atvinnuleitendur 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdar til 31. maí á næsta ári. Auk þess hækka greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda. Stutt verður enn frekar við tómstundaiðkun barna á tekjulægri heimilum og skerðingarmörk barnabóta hækka. Þá hækka barnabætur hjá tekjulægri foreldrum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Örorku og- endurhæfingargreiðslur hækka á næsta ári um tæpar 20 þúsund krónur hjá þeim tekjulægstu. Greidd verður skattfrjáls eingreiðsla uppá 50 þúsund krónur í desember og desemberuppbót fer í tæpar 62 þúsund krónur fyrir þá sem búa einir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt hafi verið að kynna aðgerðirnar nú fyrir næstu mánuði. „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika og sömuleiðis í því sem varðar félagslegu aðgerðirnar. Við erum að hækka barnabætur, við erum að grunnbætur atvinnuleysistrygginga, styðja betur við börn atvinnuleitenda og ákveða ákveðnar ráðstafanir á fjármunum sem voru ætlaðar í kerfisbreytingar á örorkukerfinu til að komast á móts við tekjulægri örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Lokunarstyrkir fyrirtækja eru framlengdir til 31. maí 2021 og er hámarks styrkur 120 milljónir króna. Tekjufallstyrkir gilda nú frá apríl til október og eiga við um fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Þeir geta að hámarki verið 17,5 milljónir. Þá kemur til nýrra styrkja sem kallast viðspyrnustyrkir þeir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og er óháð rekstrarformi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ráði vel við aðgerðirnar. „Það hefur gengið mjög vel að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári. við komum inní árið í ágætri stöðu og ég held að við höfum það fjölbreytt úrræði fyrir framan okkur að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur upp í ríflega 307 þúsund krónur á næsta ári eða um sex prósent. Auk þess fá atvinnuleitendur 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdar til 31. maí á næsta ári. Auk þess hækka greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda. Stutt verður enn frekar við tómstundaiðkun barna á tekjulægri heimilum og skerðingarmörk barnabóta hækka. Þá hækka barnabætur hjá tekjulægri foreldrum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Örorku og- endurhæfingargreiðslur hækka á næsta ári um tæpar 20 þúsund krónur hjá þeim tekjulægstu. Greidd verður skattfrjáls eingreiðsla uppá 50 þúsund krónur í desember og desemberuppbót fer í tæpar 62 þúsund krónur fyrir þá sem búa einir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt hafi verið að kynna aðgerðirnar nú fyrir næstu mánuði. „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika og sömuleiðis í því sem varðar félagslegu aðgerðirnar. Við erum að hækka barnabætur, við erum að grunnbætur atvinnuleysistrygginga, styðja betur við börn atvinnuleitenda og ákveða ákveðnar ráðstafanir á fjármunum sem voru ætlaðar í kerfisbreytingar á örorkukerfinu til að komast á móts við tekjulægri örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Lokunarstyrkir fyrirtækja eru framlengdir til 31. maí 2021 og er hámarks styrkur 120 milljónir króna. Tekjufallstyrkir gilda nú frá apríl til október og eiga við um fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Þeir geta að hámarki verið 17,5 milljónir. Þá kemur til nýrra styrkja sem kallast viðspyrnustyrkir þeir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og er óháð rekstrarformi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ráði vel við aðgerðirnar. „Það hefur gengið mjög vel að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári. við komum inní árið í ágætri stöðu og ég held að við höfum það fjölbreytt úrræði fyrir framan okkur að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06