Aðskilin smitsjúkdómadeild í nýjum Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 18:12 Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala. Vísir/Einar Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, gerir ráð fyrir að starfsemi Landspítalans muni sameinist í nýju húsi árið 2025 eða 2026. Gera megi ráð fyrir að uppsteypa taki um þrjú ár og að lokinni innivinnu og lokafrágangi muni spítalinn geta flutt í nýja húsnæðið. Gunnar var gestur í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann sagði að á nýjum spítala yrði að finna sérstaka smitsjúkdómadeild sem hægt yrði að aðgreina frá öðrum deildum. „Landspítalinn er í dag á sautján stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag í hundrað húsum. Markmiðið með Hringbrautarverkefninu er að sameina starfsemina, sameina gjörgæslur, bráðamóttökur og ýmislegt annað og að sjúklingarnir þurfi ekki að leita á marga staði,“ segir Gunnar. Byggingin breytileg Þá sé byggingin breytileg, hægt sé að mæta þörfum hverju sinni með því að breyta byggingunni innanhúss hverju sinni. „Byggingin er þannig að hægt er að breyta henni mjög auðveldlega, það er hægt að breyta henni innanhúss og það mun alveg gerast.“ Í meðferðarkjarnanum svokallaða verður fjölþætt starfsemi að sögn Gunnars. Það verður fyrst og fremst bráða- og háskólasjúkrahús. „Þessi spítali er auðvitað bráðaspítali, meðferðarspítali og tenging yfir í kennsluna,“ segir Gunnar. Aðskilin smitsjúkdómadeild Á fyrstu hæðinni er mjög stór bráðamóttaka. Á annarri hæðinni eru hlutir eins og speglun, röntgen og myndgreiningar og slíkt. Við erum líka með þar að vestan sérstaka smitsjúkdómadeild sem er að greind þannig að það er hægt að koma inn að vestan í húsinu og aðgreina það frá. Þar eru legurými líka þannig að það er búið að hugsa fyrir því í áratug og tengist í raun ebóla-veirunni á sínum tíma,“ segir Gunnar. Á smitsjúkdómadeildinni verða tuttugu legurými en byggingin er þannig hönnuð að hægt er að stækka rýmin og aðskilja þau. Þá verða um 200 legurými á fimmtu og sjöttu hæðinni. Þá eru einstaklingsherbergi í öllum legurýmum, ekki síst vegna sýkingavarna, og verður sér salernisaðstaða í hverju legurými fyrir sig. Enn verið að hanna spítalann innanhúss Hann segir miklu máli hve hönnunin sé sívirk. Enn sé verið að vinna að hönnun spítalans eftir því hvernig tæknin og þörfin breytist. „Það sem skiptir máli er að hönnun sé sívirk. Það má ekki hugsa það þannig að spítalinn hafi verið hannaður fyrir tíu árum. Við erum enn að hanna hann, burðarvirkin eru komin, þess vegna er verið að vinna á þeim og nú er verið að ljúka innri hönnun eða verkhönnun á öðrum svæðum,“ segir Gunnar. Þá verður annað hús byggt, svokallaður rannsóknarkjarni, þar sem rannsóknarvinna spítalans verður sameinuð. Þá verður einnig byggt svokallað bílastæða- og tæknihús þar sem varaaflskerfi spítalans verða. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Víglínan Tengdar fréttir Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, gerir ráð fyrir að starfsemi Landspítalans muni sameinist í nýju húsi árið 2025 eða 2026. Gera megi ráð fyrir að uppsteypa taki um þrjú ár og að lokinni innivinnu og lokafrágangi muni spítalinn geta flutt í nýja húsnæðið. Gunnar var gestur í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann sagði að á nýjum spítala yrði að finna sérstaka smitsjúkdómadeild sem hægt yrði að aðgreina frá öðrum deildum. „Landspítalinn er í dag á sautján stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag í hundrað húsum. Markmiðið með Hringbrautarverkefninu er að sameina starfsemina, sameina gjörgæslur, bráðamóttökur og ýmislegt annað og að sjúklingarnir þurfi ekki að leita á marga staði,“ segir Gunnar. Byggingin breytileg Þá sé byggingin breytileg, hægt sé að mæta þörfum hverju sinni með því að breyta byggingunni innanhúss hverju sinni. „Byggingin er þannig að hægt er að breyta henni mjög auðveldlega, það er hægt að breyta henni innanhúss og það mun alveg gerast.“ Í meðferðarkjarnanum svokallaða verður fjölþætt starfsemi að sögn Gunnars. Það verður fyrst og fremst bráða- og háskólasjúkrahús. „Þessi spítali er auðvitað bráðaspítali, meðferðarspítali og tenging yfir í kennsluna,“ segir Gunnar. Aðskilin smitsjúkdómadeild Á fyrstu hæðinni er mjög stór bráðamóttaka. Á annarri hæðinni eru hlutir eins og speglun, röntgen og myndgreiningar og slíkt. Við erum líka með þar að vestan sérstaka smitsjúkdómadeild sem er að greind þannig að það er hægt að koma inn að vestan í húsinu og aðgreina það frá. Þar eru legurými líka þannig að það er búið að hugsa fyrir því í áratug og tengist í raun ebóla-veirunni á sínum tíma,“ segir Gunnar. Á smitsjúkdómadeildinni verða tuttugu legurými en byggingin er þannig hönnuð að hægt er að stækka rýmin og aðskilja þau. Þá verða um 200 legurými á fimmtu og sjöttu hæðinni. Þá eru einstaklingsherbergi í öllum legurýmum, ekki síst vegna sýkingavarna, og verður sér salernisaðstaða í hverju legurými fyrir sig. Enn verið að hanna spítalann innanhúss Hann segir miklu máli hve hönnunin sé sívirk. Enn sé verið að vinna að hönnun spítalans eftir því hvernig tæknin og þörfin breytist. „Það sem skiptir máli er að hönnun sé sívirk. Það má ekki hugsa það þannig að spítalinn hafi verið hannaður fyrir tíu árum. Við erum enn að hanna hann, burðarvirkin eru komin, þess vegna er verið að vinna á þeim og nú er verið að ljúka innri hönnun eða verkhönnun á öðrum svæðum,“ segir Gunnar. Þá verður annað hús byggt, svokallaður rannsóknarkjarni, þar sem rannsóknarvinna spítalans verður sameinuð. Þá verður einnig byggt svokallað bílastæða- og tæknihús þar sem varaaflskerfi spítalans verða. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Víglínan Tengdar fréttir Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01