Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 07:47 Donald Trump og Chris Christie. Getty/Cheriss May Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Trump og lögfræðingar hans hafa varpað fram ásökunum um kosningasvindl í fjölda ríkja án þess að þeim hafi tekist að sanna eitt eða neitt og segir Christie að lögfræðingar forsetans séu þjóð sinni til skammar. Christie sagði í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær að kosningar hafi afleiðingar og að menn verði einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir, en Joe Biden frambjóðandi Demókrata hafði betur gegn Trump þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og hafa margir Repúblikanar stutt við þá vegferð hans að höfða dómsmál til þess að fá úrslitum kosninganna snúið við. Þeim Repúblikönum fer þó fjölgandi sem setja spurningamerki við málsóknir forsetans. Ekki hægt að halda áfram og láta eins og eitthvað hafi gerst sem gerðist ekki Um helgina var dómsmáli Trumps í Pennsylvaníu vísað frá þar sem dómarinn taldi lögmenn forsetans aðeins hafa lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum.“ Niðurstaðan ætti að gera yfirvöldum í Pennsylvaníu kleift að lýsa Biden formlega sigurvegara í ríkinu síðar í dag þótt teymi Trumps hafi sagt að dóminum verði áfrýjað. Christie sagði í viðtali við ABC að framganga lögfræðiteymis forsetan væri bandarísku þjóðinni til skammar. „Ég hef verið stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann tvisvar. En kosningar hafa afleiðingar og við getum ekki haldið áfram að láta eins og eitthvað hafi gerst hérna sem gerðist ekki,“ sagði Christie. Hann beindi gagnrýni sinni sérstaklega að lögfræðingnum Sidney Powell sem á blaðamannafundi á fimmtudag sagði að rafræn kosningakerfi hefðu fært milljónir atkvæða yfir til Bidens. Þá sagði hún einnig að hann hefði unnið þökk sé peningum frá kommúnistum. Líkt og með aðrar fullyrðingar lögfræðiteymis Trumps færði Powell ekki fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Í gær sendi svo framboðsteymi Trumps frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að Powell væri „lögfræðingur á eigin vegum“ og að hún væri ekki hluti af lögfræðiteymi forsetans. Svo virðist því sem henni hafi verið vikið úr teyminu því Trump sjálfur sagði hana hluta af því fyrr í þessum mánuði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Trump og lögfræðingar hans hafa varpað fram ásökunum um kosningasvindl í fjölda ríkja án þess að þeim hafi tekist að sanna eitt eða neitt og segir Christie að lögfræðingar forsetans séu þjóð sinni til skammar. Christie sagði í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær að kosningar hafi afleiðingar og að menn verði einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir, en Joe Biden frambjóðandi Demókrata hafði betur gegn Trump þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og hafa margir Repúblikanar stutt við þá vegferð hans að höfða dómsmál til þess að fá úrslitum kosninganna snúið við. Þeim Repúblikönum fer þó fjölgandi sem setja spurningamerki við málsóknir forsetans. Ekki hægt að halda áfram og láta eins og eitthvað hafi gerst sem gerðist ekki Um helgina var dómsmáli Trumps í Pennsylvaníu vísað frá þar sem dómarinn taldi lögmenn forsetans aðeins hafa lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum.“ Niðurstaðan ætti að gera yfirvöldum í Pennsylvaníu kleift að lýsa Biden formlega sigurvegara í ríkinu síðar í dag þótt teymi Trumps hafi sagt að dóminum verði áfrýjað. Christie sagði í viðtali við ABC að framganga lögfræðiteymis forsetan væri bandarísku þjóðinni til skammar. „Ég hef verið stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann tvisvar. En kosningar hafa afleiðingar og við getum ekki haldið áfram að láta eins og eitthvað hafi gerst hérna sem gerðist ekki,“ sagði Christie. Hann beindi gagnrýni sinni sérstaklega að lögfræðingnum Sidney Powell sem á blaðamannafundi á fimmtudag sagði að rafræn kosningakerfi hefðu fært milljónir atkvæða yfir til Bidens. Þá sagði hún einnig að hann hefði unnið þökk sé peningum frá kommúnistum. Líkt og með aðrar fullyrðingar lögfræðiteymis Trumps færði Powell ekki fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Í gær sendi svo framboðsteymi Trumps frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að Powell væri „lögfræðingur á eigin vegum“ og að hún væri ekki hluti af lögfræðiteymi forsetans. Svo virðist því sem henni hafi verið vikið úr teyminu því Trump sjálfur sagði hana hluta af því fyrr í þessum mánuði.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira