Fluttur frá Bandaríkjunum og neyddur til að taka þátt í áróðri Ríkis íslam Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2020 22:07 Matthew ásamt móður sinni og stjúpföður. BBC/PBS Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Drengurinn, sem aðeins er nefndur Matthew í umfjöllun, var átta ára þegar fjölskyldan flutti frá Bandríkjunum en hann var m.a. látinn koma fram í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam, þar sem hann var látinn ógna Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég var svo ungur að ég skildi eiginlega ekkert af þessu,“ hefur BBC eftir Matthew, sem hefur fengið meðferð til að takast á við lífsreynslu sína og líður ágætlega í dag. Neyddur til að leika í óhugnanlegum myndskeiðum „Við fórum um mjög myrkt svæði. Það var nótt og það var mikið af gaddavír... Það komst ekki mikið fyrir í höfðinu á mér annað en: ég verð að flýja,“ sagði Matthew í samtali við Panorama á BBC og Fronline á PBS. Fjölskyldan ferðaðist frá Bandaríkjunum til Sanliurfa í Tyrklandi og þaðan til Raqqa. Þar fékk Moussa Elhassani, stjúpfaðir Matthew, herþjálfun og gerðist leyniskytta. „Það var mikill hávaði,“ segir Matthew um Raqqa. „Venjulega byssuskot. Stundum einstaka sprenging, en langt í burtu. Þannig að við höfðum ekki áhyggjur af því.“ Árið 2017 sendi móðir Matthew, Samantha Sally, systur sinni í Bandaríkjunum hins vegar tölvupóst, þar sem hún bað um peninga til að hjálpa fjölskyldunni að komast burt. Með fylgdu óhugnanleg myndskeið þar sem Matthew kom við sögu. Í einu neyddi Elhassani drenginn til að setja saman sjálfsvígssprengjubelti og lét hann leika það hvernig hann myndi þykjast fagna bandarískum bjargvættum en myrða þá svo með því að virkja beltið. Á öðru eggjaði stjúpfaðir hans Matthew til að taka sundur hlaðinn AK-47 riffil á minna en einni mínútu. Grét af gleði þegar stjúpinn dó Í ágúst 2017 var Raqqa rústir einar en það var þá sem Matthew, þá tíu ára, var látinn taka þátt í myndskeiðinu þar sem Bandaríkjaforseta var ógnað. „Skilaboð mín til Trump; strengjabrúðu gyðinganna: Allah hefur lofað okkur sigri og heitið þér ósigri. Þessi barátta mun ekki enda í Raqqa eða Mósúl. Hann mun enda á þinni jörð... Vertu viðbúinn, bardaginn er rétt að hefjast.“ Matthew sagði stjúpföður sinn hafa verið orðinn afar andlega óstöðugan á þessum tíma. Stuttu seinna lést hann. „Ég var glaður, því mér líkaði ekki við hann, augljóslega. Ég hefði kannski ekki átt að vera það, því að manneskja dó, en ég var glaður. Við grétum öll af gleði.“ Sally greiddi fólksmyglurum fyrir að koma henni og börnum hennar fjórum úr borginni. Skömmu síðar samþykkti hún að segja sögu fjölskyldunnar í viðtölum við Panorama. Matthew í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam. Keyptu unglingsstúlkur sem þræla Sally sagðist hafa verið tilneydd til að fylgja eiginmanni sínum, sem hefði orðið ofbeldisfullur í hennar garð þegar þau komu til Raqqa. Þá viðurkenndi hún að þau hefðu keypt tvær táningsstúlkur og haldið sem þræla og að Elhassani hefði nauðgað þeim reglulega. Blaðamenn Panorama og Frontline komust hins vegar að því að þvert á það sem Sally hélt fram við endurkomuna til Bandaríkjanna hefði hún haft fulla vitneskju um það sem eiginmaður hennar hafði í hyggju þegar fjölskyldan hélt til Sýrlands og að hún hefði sjálf farið nokkrar ferðir til Hong Kong til að koma peningum úr landi. Eftir ár gekkst Sally við sekt sinni og var dæmd í meira en sex ára fangelsi. Þá kom í ljós að hún hafði hjálpað til við framleiðslu myndskeiðanna af Matthew. „Þetta er eins og að vera í þröngum fötum eða þröngum sokkum allan daginn og fara svo úr og líða vel og fara í heitt bað,“ svaraði Matthew um það hvernig honum liði að vera kominn heim. „Þetta var mikill léttir. Góð tilfinning.“ Matthew dvelur nú hjá föður sínum. BBC fjallar um málið. Sýrland Bandaríkin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Drengurinn, sem aðeins er nefndur Matthew í umfjöllun, var átta ára þegar fjölskyldan flutti frá Bandríkjunum en hann var m.a. látinn koma fram í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam, þar sem hann var látinn ógna Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég var svo ungur að ég skildi eiginlega ekkert af þessu,“ hefur BBC eftir Matthew, sem hefur fengið meðferð til að takast á við lífsreynslu sína og líður ágætlega í dag. Neyddur til að leika í óhugnanlegum myndskeiðum „Við fórum um mjög myrkt svæði. Það var nótt og það var mikið af gaddavír... Það komst ekki mikið fyrir í höfðinu á mér annað en: ég verð að flýja,“ sagði Matthew í samtali við Panorama á BBC og Fronline á PBS. Fjölskyldan ferðaðist frá Bandaríkjunum til Sanliurfa í Tyrklandi og þaðan til Raqqa. Þar fékk Moussa Elhassani, stjúpfaðir Matthew, herþjálfun og gerðist leyniskytta. „Það var mikill hávaði,“ segir Matthew um Raqqa. „Venjulega byssuskot. Stundum einstaka sprenging, en langt í burtu. Þannig að við höfðum ekki áhyggjur af því.“ Árið 2017 sendi móðir Matthew, Samantha Sally, systur sinni í Bandaríkjunum hins vegar tölvupóst, þar sem hún bað um peninga til að hjálpa fjölskyldunni að komast burt. Með fylgdu óhugnanleg myndskeið þar sem Matthew kom við sögu. Í einu neyddi Elhassani drenginn til að setja saman sjálfsvígssprengjubelti og lét hann leika það hvernig hann myndi þykjast fagna bandarískum bjargvættum en myrða þá svo með því að virkja beltið. Á öðru eggjaði stjúpfaðir hans Matthew til að taka sundur hlaðinn AK-47 riffil á minna en einni mínútu. Grét af gleði þegar stjúpinn dó Í ágúst 2017 var Raqqa rústir einar en það var þá sem Matthew, þá tíu ára, var látinn taka þátt í myndskeiðinu þar sem Bandaríkjaforseta var ógnað. „Skilaboð mín til Trump; strengjabrúðu gyðinganna: Allah hefur lofað okkur sigri og heitið þér ósigri. Þessi barátta mun ekki enda í Raqqa eða Mósúl. Hann mun enda á þinni jörð... Vertu viðbúinn, bardaginn er rétt að hefjast.“ Matthew sagði stjúpföður sinn hafa verið orðinn afar andlega óstöðugan á þessum tíma. Stuttu seinna lést hann. „Ég var glaður, því mér líkaði ekki við hann, augljóslega. Ég hefði kannski ekki átt að vera það, því að manneskja dó, en ég var glaður. Við grétum öll af gleði.“ Sally greiddi fólksmyglurum fyrir að koma henni og börnum hennar fjórum úr borginni. Skömmu síðar samþykkti hún að segja sögu fjölskyldunnar í viðtölum við Panorama. Matthew í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam. Keyptu unglingsstúlkur sem þræla Sally sagðist hafa verið tilneydd til að fylgja eiginmanni sínum, sem hefði orðið ofbeldisfullur í hennar garð þegar þau komu til Raqqa. Þá viðurkenndi hún að þau hefðu keypt tvær táningsstúlkur og haldið sem þræla og að Elhassani hefði nauðgað þeim reglulega. Blaðamenn Panorama og Frontline komust hins vegar að því að þvert á það sem Sally hélt fram við endurkomuna til Bandaríkjanna hefði hún haft fulla vitneskju um það sem eiginmaður hennar hafði í hyggju þegar fjölskyldan hélt til Sýrlands og að hún hefði sjálf farið nokkrar ferðir til Hong Kong til að koma peningum úr landi. Eftir ár gekkst Sally við sekt sinni og var dæmd í meira en sex ára fangelsi. Þá kom í ljós að hún hafði hjálpað til við framleiðslu myndskeiðanna af Matthew. „Þetta er eins og að vera í þröngum fötum eða þröngum sokkum allan daginn og fara svo úr og líða vel og fara í heitt bað,“ svaraði Matthew um það hvernig honum liði að vera kominn heim. „Þetta var mikill léttir. Góð tilfinning.“ Matthew dvelur nú hjá föður sínum. BBC fjallar um málið.
Sýrland Bandaríkin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira