Töldu sig hafa lagt hald á metmagn ketamíns Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 10:27 Lögregluþjónar töldu sig hafa lagt hald á 11,5 tonn af ketamíni. Svo reyndist ekki. Vísir/ONCB Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Ketamínið var verðmetið á um milljarð dala, eða um 135 milljarða króna. Nú virðist þó sem ekki hafi verið um ketamín að ræða. Somsak Thepsuthin, dómsmálaráðherra, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði lögregluþjóna nota efni sem verður fjólublátt í snertingu við ketamín til að finna lyfið. Nú hefur komið í ljós að efnið verður einnig fjólublátt þegar það kemst í snertingu við trísódíum fosfat, sem er efni sem notað er i framleiðslu matvæla og hreinsiefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. „Þetta var misskilningur sem við þurfum að sætta okkur við. Þetta voru ekki mistök. Þetta er ný þekking,“ sagði Thepsuthin. Efnin fundust og voru haldlögð þann 12. nóvember. Þegar fundurinn var tilkynntur sögðu yfirvöld í Taílandi að smyglið vísaði til alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Efnin voru flutt í báti og voru í 475 pokum og alls 11,5 tonn að þyngd. Búið er að greina efni í 66 pokum og hefur ekkert ketamín fundist. Í frétt Vice frá því þegar efnin voru haldlögð segir að vitað sé að umfangsmikið framleiðsla á metamfetamíni á sér stað í Suðaustur-Asíu og að frá árinu 2015 hafi lögregluembætti á svæðinu verið að leggja meira og meira hald á ketamín. Hér má sjá færslu frá undirstofnun dómsmálaráðuneytis Taílands, ONCB, þar sem farið er með málefni fíkniefna þar í landi, um fund efnanna fyrr í mánuðinum. . . . 11.5 12 2563 ...Posted by on Thursday, 12 November 2020 Taíland Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Ketamínið var verðmetið á um milljarð dala, eða um 135 milljarða króna. Nú virðist þó sem ekki hafi verið um ketamín að ræða. Somsak Thepsuthin, dómsmálaráðherra, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði lögregluþjóna nota efni sem verður fjólublátt í snertingu við ketamín til að finna lyfið. Nú hefur komið í ljós að efnið verður einnig fjólublátt þegar það kemst í snertingu við trísódíum fosfat, sem er efni sem notað er i framleiðslu matvæla og hreinsiefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. „Þetta var misskilningur sem við þurfum að sætta okkur við. Þetta voru ekki mistök. Þetta er ný þekking,“ sagði Thepsuthin. Efnin fundust og voru haldlögð þann 12. nóvember. Þegar fundurinn var tilkynntur sögðu yfirvöld í Taílandi að smyglið vísaði til alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Efnin voru flutt í báti og voru í 475 pokum og alls 11,5 tonn að þyngd. Búið er að greina efni í 66 pokum og hefur ekkert ketamín fundist. Í frétt Vice frá því þegar efnin voru haldlögð segir að vitað sé að umfangsmikið framleiðsla á metamfetamíni á sér stað í Suðaustur-Asíu og að frá árinu 2015 hafi lögregluembætti á svæðinu verið að leggja meira og meira hald á ketamín. Hér má sjá færslu frá undirstofnun dómsmálaráðuneytis Taílands, ONCB, þar sem farið er með málefni fíkniefna þar í landi, um fund efnanna fyrr í mánuðinum. . . . 11.5 12 2563 ...Posted by on Thursday, 12 November 2020
Taíland Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira