Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 11:49 Í þingsályktunartillögunni segir að eftir orkuskipti gæti hljóðmengun jafnvel heyrt að mestu sögunni til vegna þess að rafknúnar vélar eru nánast hljóðlausar á flugi. Vísir/Vilhelm Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verði falið í samráði við umhverfis og ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hópnum er gert að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, vonar að tillagan komist á dagskrá þingins á næstu dögum og segir mikla samtöðu um málið innan nefndarinnar. Hann segir markmið um að meirihluti flugvéla í innanlandsflugi gangi fyrir grænni orku frá árinu 2030 raunhæft. „Þróun á flugvélum sem gætu nýst hér í innanlandsflug er mjög hröð. Það er áætlað að 2025-2026 verði komnar hérna 19 sæta vélar sem ganga fyrir grænni orku,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Þær vélar nýtist víða í innanlandsflugi og á þeim tímapunkti verði stutt í að stærri vélar verði jafnframt í boði. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða tvinnvélar eða rafhleðsluvélar og ekki síður vetnis, eldsneyti sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri í að framleiða.“ Málið svipar til þingsályktunartillögu Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem lagt er til að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Jón segir viðbúið að kostnaður við flugferðir innanlands stórlækki. „Þær tölur sem við höfum séð í kynningu á þessu máli gefa til kynna að kostnaður gæti orðið um fjórðungur eða fimmtungur af því sem hann er í dag fyrir hvert flugsæti. Bæði er þar um að ræða miklu ódýrara eldsneyti og allt viðhald og slíkt verður einfaldara og ódýrara fyrir flugfélögin. Þannig þetta mun geta haft í för með sér algjöra byltingu hvað varðar nýtingu innanlandsflugs,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Fréttir af flugi Byggðamál Orkumál Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verði falið í samráði við umhverfis og ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hópnum er gert að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, vonar að tillagan komist á dagskrá þingins á næstu dögum og segir mikla samtöðu um málið innan nefndarinnar. Hann segir markmið um að meirihluti flugvéla í innanlandsflugi gangi fyrir grænni orku frá árinu 2030 raunhæft. „Þróun á flugvélum sem gætu nýst hér í innanlandsflug er mjög hröð. Það er áætlað að 2025-2026 verði komnar hérna 19 sæta vélar sem ganga fyrir grænni orku,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Þær vélar nýtist víða í innanlandsflugi og á þeim tímapunkti verði stutt í að stærri vélar verði jafnframt í boði. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða tvinnvélar eða rafhleðsluvélar og ekki síður vetnis, eldsneyti sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri í að framleiða.“ Málið svipar til þingsályktunartillögu Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem lagt er til að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Jón segir viðbúið að kostnaður við flugferðir innanlands stórlækki. „Þær tölur sem við höfum séð í kynningu á þessu máli gefa til kynna að kostnaður gæti orðið um fjórðungur eða fimmtungur af því sem hann er í dag fyrir hvert flugsæti. Bæði er þar um að ræða miklu ódýrara eldsneyti og allt viðhald og slíkt verður einfaldara og ódýrara fyrir flugfélögin. Þannig þetta mun geta haft í för með sér algjöra byltingu hvað varðar nýtingu innanlandsflugs,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Fréttir af flugi Byggðamál Orkumál Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira