Ungu fólki í foreldrahúsum fjölgar mikið í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 15:19 Atvinnuleysi er nú útbreiddara á meðal fólks á aldrinum 18-24 ára og virðast því fleiri lenda í foreldrahúsum. Vísir/Vilhelm Hlutfall ungs fólks sem býr í foreldrahúsum hefur stóraukist á þessu ári og er kórónuveirufaraldurinn talinn leika stórt hlutverk í þeirri þróun. Um 70% fólks á aldrinum 18-24 ára bjuggu hjá foreldrum í ágúst. Í lok síðasta árs bjuggu um 42% ungs fólks í húsi foreldra sinna en hlutfallið hefur hækkað í hverri könnun sem hefur verið gerð síðan, að því er kemur fram í grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þessi þróun er sett í samhengi við mikið atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Það hefur tvöfaldast síðasta árið og fjöldi starfandi einstaklinga í aldurshópnum fækkað um 14,5%. Mikill samdráttur hefur verið í ferðaþjónustu og flestum þjónustustörfum sem eru algeng störf sem fólk á þessum aldri sinnir. „Því eru sterkar vísbendingar um að Covid-faraldur sé að koma einna verst niður á unga fólkinu og að það sé fast í foreldrahúsum og sé hvorki að leita inn á leigumarkað né í eigið húsnæði um þessar mundir,“ segir á vef stofnunarinnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þetta gerist á sama tíma og stofnun telur aðstæður til húsnæðiskaupa aldrei hafa verið hagstæðari og að faraldurinn hafi að mörgu leyti haft jákvæð áhrif á þá sem eru á leigumarkaði. Leigjendur leggi nú í auknum mæli í kaup á eigin húsnæði. Hlutfall þeirra sem eru á leigumarkaði hefur ekki verið viðlíka lágt síðan í kringum hrun þegar það mældist 12% í lok árs 2008. Síðan þá hefur þetta hlutfall verið að sveiflast í kringum 14-18% og verið að meðaltali um 16%. Frá miðju ári 2019 hefur hlutfall leigjenda verið á niðurleið og farið úr því að vera 18% í júlí 2019 og niður í 13% í júlí 2020. Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist, leiguverð hefur lækkað og fleiri sjá fram á að geta keypt eigið húsnæði. Samkvæmt könnun HMS voru ekki nema 14% aðspurðra sem sögðu að Covid hefði haft neikvæð áhrif á stöðu sína á leigumarkaði. Húsnæðismál Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Hlutfall ungs fólks sem býr í foreldrahúsum hefur stóraukist á þessu ári og er kórónuveirufaraldurinn talinn leika stórt hlutverk í þeirri þróun. Um 70% fólks á aldrinum 18-24 ára bjuggu hjá foreldrum í ágúst. Í lok síðasta árs bjuggu um 42% ungs fólks í húsi foreldra sinna en hlutfallið hefur hækkað í hverri könnun sem hefur verið gerð síðan, að því er kemur fram í grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þessi þróun er sett í samhengi við mikið atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Það hefur tvöfaldast síðasta árið og fjöldi starfandi einstaklinga í aldurshópnum fækkað um 14,5%. Mikill samdráttur hefur verið í ferðaþjónustu og flestum þjónustustörfum sem eru algeng störf sem fólk á þessum aldri sinnir. „Því eru sterkar vísbendingar um að Covid-faraldur sé að koma einna verst niður á unga fólkinu og að það sé fast í foreldrahúsum og sé hvorki að leita inn á leigumarkað né í eigið húsnæði um þessar mundir,“ segir á vef stofnunarinnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þetta gerist á sama tíma og stofnun telur aðstæður til húsnæðiskaupa aldrei hafa verið hagstæðari og að faraldurinn hafi að mörgu leyti haft jákvæð áhrif á þá sem eru á leigumarkaði. Leigjendur leggi nú í auknum mæli í kaup á eigin húsnæði. Hlutfall þeirra sem eru á leigumarkaði hefur ekki verið viðlíka lágt síðan í kringum hrun þegar það mældist 12% í lok árs 2008. Síðan þá hefur þetta hlutfall verið að sveiflast í kringum 14-18% og verið að meðaltali um 16%. Frá miðju ári 2019 hefur hlutfall leigjenda verið á niðurleið og farið úr því að vera 18% í júlí 2019 og niður í 13% í júlí 2020. Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist, leiguverð hefur lækkað og fleiri sjá fram á að geta keypt eigið húsnæði. Samkvæmt könnun HMS voru ekki nema 14% aðspurðra sem sögðu að Covid hefði haft neikvæð áhrif á stöðu sína á leigumarkaði.
Húsnæðismál Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira