Allt í tómu COVID-19 tjóni hjá Baltimore Ravens Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 11:31 Lamar Jackson er einn af mörgum leikmönnum Baltimore Ravens sem hafa smitast. Getty/Maddie Meyer Besti leikmaður NFL í fyrra er komin með kórónuveiruna og leikmenn Baltimore Ravens mega ekki mæta í vinnuna fyrr en eftir helgi. Það er mikil óvissa í gangi hjá NFL-liðinu Baltimore Ravens því það lítur út fyrir að menn hafi misst stjórn á kórónuveirusmiti innan leikmannahópsins. Leikstjórnandinn Lamar Jackson er síðasti leikmaðurinn hjá Baltimore Ravens til að fá kórónuveiruna og það eru ekki miklar líkur á því að leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers geti farið fram um helgina. Lamar Jackson var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í fyrra á fullu húsi og er stærsta stjarna NFL-deildarinnar til þessa sem greinist með kórónuveiruna. Hann þarf nú að fara í einangrun í tíu daga og gæti því einnig misst af leik á móti Dallas Cowboys á fimmtudaginn kemur. Ravens QB Lamar Jackson has tested positive for COVID-19, a source confirmed to @jamisonhensley.The news was first reported by the NFL Network. pic.twitter.com/LqFe0iV1aM— SportsCenter (@SportsCenter) November 27, 2020 Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers áttu að spila í nótt, kvöldleikinn eftirsótta á Þakkargjörðardeginum, en leiknum var frestað fram á sunnudaginn. Eftir nýjustu smitin hjá Baltimore Ravens þá þarf félagið að loka öllu hjá sér fram yfir helgi og því nær engar líkur á því að leikurinn fari fram á sunnudaginn. Þjálfarinn John Harbaugh tilkynnti leikmönnum sínum að þær mættu ekki mæta fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Praying for my brother @Lj_era8 and every player, staff member and their families dealing with COVID-19. Ensuring the safety of the entire organization is important.Handling this outbreak within the team is bigger than football— Robert Griffin III (@RGIII) November 27, 2020 Forráðamenn Baltimore Ravens halda því fram að Lamar Jackson hafi smitast á leiknum á móti Tennessee Titans síðasta sunnudag en hann var þá í návígi við senterinn sem fékk jákvætt smitpróf á miðvikudaginn. Hlaupararnir J.K. Dobbins og Mark Ingram II eru báðir með COVID-19 og alls hafa átta leikmenn liðsins smitast. Það gekk allt upp hjá Baltimore Ravens í fyrra þangað til í úrslitakeppninni en árið í ár hefur ekki verið dans á rósum. NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Það er mikil óvissa í gangi hjá NFL-liðinu Baltimore Ravens því það lítur út fyrir að menn hafi misst stjórn á kórónuveirusmiti innan leikmannahópsins. Leikstjórnandinn Lamar Jackson er síðasti leikmaðurinn hjá Baltimore Ravens til að fá kórónuveiruna og það eru ekki miklar líkur á því að leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers geti farið fram um helgina. Lamar Jackson var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í fyrra á fullu húsi og er stærsta stjarna NFL-deildarinnar til þessa sem greinist með kórónuveiruna. Hann þarf nú að fara í einangrun í tíu daga og gæti því einnig misst af leik á móti Dallas Cowboys á fimmtudaginn kemur. Ravens QB Lamar Jackson has tested positive for COVID-19, a source confirmed to @jamisonhensley.The news was first reported by the NFL Network. pic.twitter.com/LqFe0iV1aM— SportsCenter (@SportsCenter) November 27, 2020 Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers áttu að spila í nótt, kvöldleikinn eftirsótta á Þakkargjörðardeginum, en leiknum var frestað fram á sunnudaginn. Eftir nýjustu smitin hjá Baltimore Ravens þá þarf félagið að loka öllu hjá sér fram yfir helgi og því nær engar líkur á því að leikurinn fari fram á sunnudaginn. Þjálfarinn John Harbaugh tilkynnti leikmönnum sínum að þær mættu ekki mæta fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Praying for my brother @Lj_era8 and every player, staff member and their families dealing with COVID-19. Ensuring the safety of the entire organization is important.Handling this outbreak within the team is bigger than football— Robert Griffin III (@RGIII) November 27, 2020 Forráðamenn Baltimore Ravens halda því fram að Lamar Jackson hafi smitast á leiknum á móti Tennessee Titans síðasta sunnudag en hann var þá í návígi við senterinn sem fékk jákvætt smitpróf á miðvikudaginn. Hlaupararnir J.K. Dobbins og Mark Ingram II eru báðir með COVID-19 og alls hafa átta leikmenn liðsins smitast. Það gekk allt upp hjá Baltimore Ravens í fyrra þangað til í úrslitakeppninni en árið í ár hefur ekki verið dans á rósum.
NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira