Nýliðinn fór á kostum á risasviði Kúrekana á Þakkargjörðardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 14:01 Antonio Gibson hafði ástæðu til að brosa í gær. AP/Susan Walsh Detroit Lions og Dallas Cowboys voru enn á ný veisluhaldarar í NFL-deildinni á Þakkargjörðardaginn í gær en fengu bæði stóran skell. Houston Texans og Washington fögnuðu sigri í leikjum NFL-deildarinnar á Þakkargjörðardaginn í gær því fastagestirnir á þessum stóra degi í Bandaríkjunum töpuðu bæði á heimavelli. Washington liðið vann 41-16 sigur á heimavelli Dallas Cowboys en staðan var 17-13 í hálfleik. Dallas liðið gerði stór mistök á mikilvægum tímapunktum í leiknum og tapaði sínum áttunda leik á tímabilinu. Sigur Washington þýðir að liðið er á toppnum í Austurriðli Þjóðardeildarinnar (NFC) þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum. Dallas er aftur á móti botninum og hefur aðeins unnið 1 af 4 innbyrðis leikjum í riðlinum. FINAL: A Thanksgiving WIN for @WashingtonNFL! #WASvsDAL (by @lexus) pic.twitter.com/Y6z7GjPbfk— NFL (@NFL) November 27, 2020 Nýliðinn Antonio Gibson fór á kostum á heimavelli Kúrekana á Þakkargjörðardaginn en þessi skemmtilegi hlaupari skoraði þrjú snertimörk í leiknum og er fyrsti nýliðinn til að gera það á þessum degi síðan 1998. Antonio Gibson gained +31 yards over expected on his 37-yard TD run, his 3rd rushing touchdown of the game. Rushing Yards: 37 Expected Yards: 6 Touchdown Probability: 0.5%Gibson: 2 rush TDs w/TD probability < 1% (both in 4th Qtr)#WASvsDAL | Powered by @awscloud pic.twitter.com/BJbQZ1Zz3u— Next Gen Stats (@NextGenStats) November 27, 2020 Houston Texans vann 41-25 sigur á heimavelli Detroit Lions. Detroit byrjaði vel og var í góðum málum þar til að varnartröllið J.J. Watt kveikti í sínum mönnum með því að stela sendingu og skora snertimark strax í kjölfarið. Hinn síungi hlaupari Adrian Peterson skoraði tvö snertimörk og kom Detriot í 14-13 með því síðara. Það var hins vegar í síðasta sinn í leiknum sem Ljónin voru yfir. Texans liðið fór í gang og vann að lokum sannfærandi sigur. FINAL: The @HoustonTexans are heading home with a Thanksgiving WIN. #HOUvsDET pic.twitter.com/UV0JMxMIkN— NFL (@NFL) November 26, 2020 Leikstjórnandinn Deshaun Watson átti mjög góðan leik hjá Houston Texans og sendi fjórar snertimarkssendingar þar af tvær þeirra á útherjann Will Fuller með aðeins rúmlega tveggja mínútna millibili. Sigur Houston Texans, sem var sá fjórði í sjö leikjum (þriðji í síðustu fjórum leikjum) síðan Romeo Crennel tók við þjálfun liðsins tímabundið en hann er elsti þjálfarinn í sögu NFL enda orðinn 73 ára gamall. Houston rak þjálfarann eftir tap í fyrstu fjórum leikjunum en er nú aftur komið inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. NFL Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Houston Texans og Washington fögnuðu sigri í leikjum NFL-deildarinnar á Þakkargjörðardaginn í gær því fastagestirnir á þessum stóra degi í Bandaríkjunum töpuðu bæði á heimavelli. Washington liðið vann 41-16 sigur á heimavelli Dallas Cowboys en staðan var 17-13 í hálfleik. Dallas liðið gerði stór mistök á mikilvægum tímapunktum í leiknum og tapaði sínum áttunda leik á tímabilinu. Sigur Washington þýðir að liðið er á toppnum í Austurriðli Þjóðardeildarinnar (NFC) þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum. Dallas er aftur á móti botninum og hefur aðeins unnið 1 af 4 innbyrðis leikjum í riðlinum. FINAL: A Thanksgiving WIN for @WashingtonNFL! #WASvsDAL (by @lexus) pic.twitter.com/Y6z7GjPbfk— NFL (@NFL) November 27, 2020 Nýliðinn Antonio Gibson fór á kostum á heimavelli Kúrekana á Þakkargjörðardaginn en þessi skemmtilegi hlaupari skoraði þrjú snertimörk í leiknum og er fyrsti nýliðinn til að gera það á þessum degi síðan 1998. Antonio Gibson gained +31 yards over expected on his 37-yard TD run, his 3rd rushing touchdown of the game. Rushing Yards: 37 Expected Yards: 6 Touchdown Probability: 0.5%Gibson: 2 rush TDs w/TD probability < 1% (both in 4th Qtr)#WASvsDAL | Powered by @awscloud pic.twitter.com/BJbQZ1Zz3u— Next Gen Stats (@NextGenStats) November 27, 2020 Houston Texans vann 41-25 sigur á heimavelli Detroit Lions. Detroit byrjaði vel og var í góðum málum þar til að varnartröllið J.J. Watt kveikti í sínum mönnum með því að stela sendingu og skora snertimark strax í kjölfarið. Hinn síungi hlaupari Adrian Peterson skoraði tvö snertimörk og kom Detriot í 14-13 með því síðara. Það var hins vegar í síðasta sinn í leiknum sem Ljónin voru yfir. Texans liðið fór í gang og vann að lokum sannfærandi sigur. FINAL: The @HoustonTexans are heading home with a Thanksgiving WIN. #HOUvsDET pic.twitter.com/UV0JMxMIkN— NFL (@NFL) November 26, 2020 Leikstjórnandinn Deshaun Watson átti mjög góðan leik hjá Houston Texans og sendi fjórar snertimarkssendingar þar af tvær þeirra á útherjann Will Fuller með aðeins rúmlega tveggja mínútna millibili. Sigur Houston Texans, sem var sá fjórði í sjö leikjum (þriðji í síðustu fjórum leikjum) síðan Romeo Crennel tók við þjálfun liðsins tímabundið en hann er elsti þjálfarinn í sögu NFL enda orðinn 73 ára gamall. Houston rak þjálfarann eftir tap í fyrstu fjórum leikjunum en er nú aftur komið inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.
NFL Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira