Kapphlaupið við tímann í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. desember 2020 07:01 Við erum alltof gjörn á að vera í kapphlaupi við tímann Vísir/Getty Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. Oft er þetta kvíði vegna þess að okkur finnst tíminn ekki nægur til að gera það sem við þurfum að gera eða óttumst að ná því ekki innan þess tíma sem þarf. Kannist þið við þetta? Í ofanálag er hitt og þetta heima fyrir líka algjört stress. Það gæti snúið að börnunum eða hreinlega því hvað á að vera í matinn í kvöld. Svo ekki sé talað um tímaleysið í kringum óhreinatauið og þvottavélina. Í umfjöllun Fastcompany um kvíða er stressið í kringum tímaleysi skilgreint í þrjá flokka: Daglegt tímastress: Þessi tilfinning að tíminn dugi ekki til fyrir allt sem þarf að gera í dag Framtíðar tímastress: Þessi kvíði sem vekur spurninguna „Hvað ef?“ Til dæmis „Hvað ef eitthvað tekst ekki, hver verða áhrifin þá í framtíðinni?“ Tilvistarkreppan: Þetta er kvíðinn sem fylgir tilfinningunni um að við séum ekki að vinna rétt að markmiðum okkar. Hér eru nokkur góð ráð til að kljást við kvíðann sem fylgir kapphlaupinu við tímann. 1. Viðhorfið til tímans: Hver er við stjórn? Á sama tíma og við getum ekkert gert til að hafa áhrif á tímann, getum við gert mjög margt til að stjórna því hvernig tímanum okkar er varið og í hvað tíminn okkar fer. Þannig að ráð nr.1 er að við byrjum á því að átta okkur á því hvert viðhorfið okkar er: Er tíminn eitthvað sem þú hefur stjórn á eða er tíminn eitthvað sem þú stýrir hvað þú gerir við? 2. Tíma vel varið: Hvenær er sá tími? Þegar þér finnst tímanum þínum vel varið, í hvað fer hann þá? Ef við veltum þessu til dæmis aðeins fyrir okkur í vinnunni, hvernig eru bestu dagarnir okkar þar? Eru það dagarnir þar sem við mætum úthvíld til vinnu, náum að tækla öll verkefni dagsins vel, erum í góðu skapi, finnst gaman, afköstum vel, enginn hausverkur, gleymum vöðvabólgunni, dagurinn líður hratt og við hlökkum til að mæta á morgun? Aðalmálið hér er að skilgreina það hvað gerir góðan dag góðan og hvað eyðileggur fyrir. Sumt er hægt að reyna að breyta strax, t.d. að leggja áherslu á svefn, góða líkamsbeitingu við vinnu og fleira. 3. Raunhæfur verkefnalisti Næst er það ráðið sem flokka má sem „sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ og snýst einfaldlega um það að verkefnalisti dagsins sé raunhæfur. Því miður eigum við það nefnilega flest öll til að ætla okkur um of og því er verkefnalisti oftar en ekki of langur. 4. Ánægja og verkefnaval Þá hafa rannsóknir sýnt að það skiptir okkur öll máli að finna drifkraft og hvatningu í vinnu. Þannig að þegar við erum að forgangsraða verkefnunum, er gott að horfa líka á þau verkefni sem okkur finnst skipta máli og höfum ánægju af að sinna. Að finnast gaman slær á kvíða og tímastress. 5. Sjálfsköpuð tímapressa Það er staðreynd að oft erum við í tímastressi vegna þess að við sköpum okkur það stress sjálf. Algengast er að setja okkur tímamörk sem erfitt er að standa undir og eru of oft óþarflega ströng. Fyrir vikið erum við með hnút í maganum dag eftir dag því við erum ekki að ná að gera allt sem við viljum. Hér er gott að hafa í huga að það þarf ekki að klára öll verkefni með hámarksárangri og það þarf ekki að klára hvert einasta verkefni á sem skemmstum tíma. Gott ráð er að gera upp daginn í huganum á kvöldin og fara vel yfir það hvað gekk vel og hverju mætti breyta. Með því að gera daginn upp í huganum, þjálfum við okkur í að ráða betur við kapphlaupið við tímann. Loks má minna á mikilvægi þess að taka sér reglulega hlé frá vinnu yfir daginn og að setja sér markmið um jafnvægi heimilis og vinnu. Góðu ráðin Tengdar fréttir Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00 Leiðir til að forðast kulnun í fjarvinnu Það er jafn mikilvægt að vera vakandi yfir kulnun í fjarvinnu eins og þegar unnið er á vinnustaðnum. Hér eru þrjú góð ráð til að hafa í huga daglega í fjarvinnu. 6. júlí 2020 10:00 Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Dökkt súkkulaði er eitt af því sem getur hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu en allir kannast við að syfja stundum í vinnunni, þrátt fyrir góðan nætursvefn. 4. júní 2020 11:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Oft er þetta kvíði vegna þess að okkur finnst tíminn ekki nægur til að gera það sem við þurfum að gera eða óttumst að ná því ekki innan þess tíma sem þarf. Kannist þið við þetta? Í ofanálag er hitt og þetta heima fyrir líka algjört stress. Það gæti snúið að börnunum eða hreinlega því hvað á að vera í matinn í kvöld. Svo ekki sé talað um tímaleysið í kringum óhreinatauið og þvottavélina. Í umfjöllun Fastcompany um kvíða er stressið í kringum tímaleysi skilgreint í þrjá flokka: Daglegt tímastress: Þessi tilfinning að tíminn dugi ekki til fyrir allt sem þarf að gera í dag Framtíðar tímastress: Þessi kvíði sem vekur spurninguna „Hvað ef?“ Til dæmis „Hvað ef eitthvað tekst ekki, hver verða áhrifin þá í framtíðinni?“ Tilvistarkreppan: Þetta er kvíðinn sem fylgir tilfinningunni um að við séum ekki að vinna rétt að markmiðum okkar. Hér eru nokkur góð ráð til að kljást við kvíðann sem fylgir kapphlaupinu við tímann. 1. Viðhorfið til tímans: Hver er við stjórn? Á sama tíma og við getum ekkert gert til að hafa áhrif á tímann, getum við gert mjög margt til að stjórna því hvernig tímanum okkar er varið og í hvað tíminn okkar fer. Þannig að ráð nr.1 er að við byrjum á því að átta okkur á því hvert viðhorfið okkar er: Er tíminn eitthvað sem þú hefur stjórn á eða er tíminn eitthvað sem þú stýrir hvað þú gerir við? 2. Tíma vel varið: Hvenær er sá tími? Þegar þér finnst tímanum þínum vel varið, í hvað fer hann þá? Ef við veltum þessu til dæmis aðeins fyrir okkur í vinnunni, hvernig eru bestu dagarnir okkar þar? Eru það dagarnir þar sem við mætum úthvíld til vinnu, náum að tækla öll verkefni dagsins vel, erum í góðu skapi, finnst gaman, afköstum vel, enginn hausverkur, gleymum vöðvabólgunni, dagurinn líður hratt og við hlökkum til að mæta á morgun? Aðalmálið hér er að skilgreina það hvað gerir góðan dag góðan og hvað eyðileggur fyrir. Sumt er hægt að reyna að breyta strax, t.d. að leggja áherslu á svefn, góða líkamsbeitingu við vinnu og fleira. 3. Raunhæfur verkefnalisti Næst er það ráðið sem flokka má sem „sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ og snýst einfaldlega um það að verkefnalisti dagsins sé raunhæfur. Því miður eigum við það nefnilega flest öll til að ætla okkur um of og því er verkefnalisti oftar en ekki of langur. 4. Ánægja og verkefnaval Þá hafa rannsóknir sýnt að það skiptir okkur öll máli að finna drifkraft og hvatningu í vinnu. Þannig að þegar við erum að forgangsraða verkefnunum, er gott að horfa líka á þau verkefni sem okkur finnst skipta máli og höfum ánægju af að sinna. Að finnast gaman slær á kvíða og tímastress. 5. Sjálfsköpuð tímapressa Það er staðreynd að oft erum við í tímastressi vegna þess að við sköpum okkur það stress sjálf. Algengast er að setja okkur tímamörk sem erfitt er að standa undir og eru of oft óþarflega ströng. Fyrir vikið erum við með hnút í maganum dag eftir dag því við erum ekki að ná að gera allt sem við viljum. Hér er gott að hafa í huga að það þarf ekki að klára öll verkefni með hámarksárangri og það þarf ekki að klára hvert einasta verkefni á sem skemmstum tíma. Gott ráð er að gera upp daginn í huganum á kvöldin og fara vel yfir það hvað gekk vel og hverju mætti breyta. Með því að gera daginn upp í huganum, þjálfum við okkur í að ráða betur við kapphlaupið við tímann. Loks má minna á mikilvægi þess að taka sér reglulega hlé frá vinnu yfir daginn og að setja sér markmið um jafnvægi heimilis og vinnu.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00 Leiðir til að forðast kulnun í fjarvinnu Það er jafn mikilvægt að vera vakandi yfir kulnun í fjarvinnu eins og þegar unnið er á vinnustaðnum. Hér eru þrjú góð ráð til að hafa í huga daglega í fjarvinnu. 6. júlí 2020 10:00 Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Dökkt súkkulaði er eitt af því sem getur hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu en allir kannast við að syfja stundum í vinnunni, þrátt fyrir góðan nætursvefn. 4. júní 2020 11:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01
Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00
Leiðir til að forðast kulnun í fjarvinnu Það er jafn mikilvægt að vera vakandi yfir kulnun í fjarvinnu eins og þegar unnið er á vinnustaðnum. Hér eru þrjú góð ráð til að hafa í huga daglega í fjarvinnu. 6. júlí 2020 10:00
Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Dökkt súkkulaði er eitt af því sem getur hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu en allir kannast við að syfja stundum í vinnunni, þrátt fyrir góðan nætursvefn. 4. júní 2020 11:00