Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 14:01 Hannes S. Jónsson afhendir Hlyni Bæringssyni, fyrirliða Stjörnunnar, deildarmeistarabikarinn á síðasta ári. vísir/bára Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. „Þetta eru hrein og klár vonbrigði. Ég geri mér alveg grein fyrir að við eigum í þessari baráttu við veiruna eins og nánast allt þetta ár. Við í íþróttahreyfingunni höfum svo sannarlega unnið mjög vel með heilbrigðisyfirvöldum og öllum þeim sem að þessu koma,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „En það er alveg ljóst að við verðum að fá að æfa. Við höfum rætt þetta í nokkrar vikur. Og þrátt fyrir allt, og smá aukningu í smitum sem að sjálfsögðu alvarlegt, getum við og treystum okkur til að geta mætt í íþróttahúsin og æft undir ströngum sóttvarnareglum sem við höfum búið til. Þetta eru mikil vonbrigði og maður er pínu reiður og svekktur að afreksfólkið og krakkarnir okkar fái ekki að æfa.“ Eru tilbúin að leggja enn meira á sig til að fá að æfa Hannes segir að hljóðið í körfuboltahreyfingunni sé ekki gott og hafi ekki batnað eftir tíðindi dagsins. „Hljóðið er þungt. Það vita allir hvernig fór á síðasta tímabili þegar við þurftum að slaufa því. Núna erum við með tímabil númer tvö sem hefur varla farið af stað. Það eru lið sem hafa varla spilað. Hljóðið í okkur er þungt. Við erum svekkt og nú þurfum við að setjast yfir þetta. Að sjálfsögðu langar okkur að spila eins fljótt og við getum en númer eitt þurfa leikmennirnir og liðin okkar að fá að æfa. Við þurfum að fá að æfa og þá getum við byrjað að keppa,“ sagði Hannes. „Allir í kringum körfuboltann eru tilbúnir að leggja enn meira á sig til að fá fáum að æfa. Þau hafa lagt mikið á sig undanfarnar vikur og mánuði og staðið sig þrusu vel í sóttvörnum. Þau eru til í þetta áfram.“ Klippa: Formaður KKÍ vonsvikinn Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
„Þetta eru hrein og klár vonbrigði. Ég geri mér alveg grein fyrir að við eigum í þessari baráttu við veiruna eins og nánast allt þetta ár. Við í íþróttahreyfingunni höfum svo sannarlega unnið mjög vel með heilbrigðisyfirvöldum og öllum þeim sem að þessu koma,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „En það er alveg ljóst að við verðum að fá að æfa. Við höfum rætt þetta í nokkrar vikur. Og þrátt fyrir allt, og smá aukningu í smitum sem að sjálfsögðu alvarlegt, getum við og treystum okkur til að geta mætt í íþróttahúsin og æft undir ströngum sóttvarnareglum sem við höfum búið til. Þetta eru mikil vonbrigði og maður er pínu reiður og svekktur að afreksfólkið og krakkarnir okkar fái ekki að æfa.“ Eru tilbúin að leggja enn meira á sig til að fá að æfa Hannes segir að hljóðið í körfuboltahreyfingunni sé ekki gott og hafi ekki batnað eftir tíðindi dagsins. „Hljóðið er þungt. Það vita allir hvernig fór á síðasta tímabili þegar við þurftum að slaufa því. Núna erum við með tímabil númer tvö sem hefur varla farið af stað. Það eru lið sem hafa varla spilað. Hljóðið í okkur er þungt. Við erum svekkt og nú þurfum við að setjast yfir þetta. Að sjálfsögðu langar okkur að spila eins fljótt og við getum en númer eitt þurfa leikmennirnir og liðin okkar að fá að æfa. Við þurfum að fá að æfa og þá getum við byrjað að keppa,“ sagði Hannes. „Allir í kringum körfuboltann eru tilbúnir að leggja enn meira á sig til að fá fáum að æfa. Þau hafa lagt mikið á sig undanfarnar vikur og mánuði og staðið sig þrusu vel í sóttvörnum. Þau eru til í þetta áfram.“ Klippa: Formaður KKÍ vonsvikinn
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira