Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 18:18 József Szájer hefur setið á Evrópuþinginu síðan árið 2004. Vísir/EPA József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. Fjölmiðlar hafa lýst samkomunni sem hálfgerðri „orgíu“ eða kynsvalli, sem haldið hafi verið á svig við sóttvarnareglur sem nú eru í gildi í Belgíu. Lögregla í Brussel stöðvaði gleðskapinn á föstudagskvöld vegna gruns um að þar væru sóttvarnalög brotin. Fjögurra manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins er nú í gildi í Belgíu. Belgískir fjölmiðlar greina frá því að um 25 karlmenn hafi verið viðstaddir samkomuna, sumir naktir. Á meðal viðstaddra hafi jafnframt verið þingmaður og nokkrir diplómatar. Miðilinn Politico hefur upp úr tilkynningu frá saksóknara í Brussel að Szájer hafi reynt að flýja vettvang í gegnum glugga. Eiturlyf hafi fundist í bakpoka sem hann hafði meðferðis en honum hafi svo verið fylgt að heimili sínu. Szájer, sem tilkynnti um afsögn sína í gær en viðurkenndi síðar að hún tengdist umræddu samkvæmi, segir að lögregla hafi veitt honum „munnlega áminningu“. Hann kveðst ekki hafa neytt eiturlyfja og segist sjá mjög eftir því að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá lýsir hann málinu sem „persónulegu feilspori“ og biðlar til fólks að setja það ekki í samhengi við stjórnmálaflokkinn sem hann tilheyrir eða heimalandið Ungverjaland. Athygli vekur að Szájer, sem virðist þarna hafa verið gestur í einhvers konar kynsvalli með öðrum karlmönnum, er háttsettur innan hins ungverska Fidesz, flokks forsætisráðherrans Viktors Orbán. Flokkurinn hefur rekið talsvert harða stefnu gegn hinseginfólki í landinu. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Tengdar fréttir Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Fjölmiðlar hafa lýst samkomunni sem hálfgerðri „orgíu“ eða kynsvalli, sem haldið hafi verið á svig við sóttvarnareglur sem nú eru í gildi í Belgíu. Lögregla í Brussel stöðvaði gleðskapinn á föstudagskvöld vegna gruns um að þar væru sóttvarnalög brotin. Fjögurra manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins er nú í gildi í Belgíu. Belgískir fjölmiðlar greina frá því að um 25 karlmenn hafi verið viðstaddir samkomuna, sumir naktir. Á meðal viðstaddra hafi jafnframt verið þingmaður og nokkrir diplómatar. Miðilinn Politico hefur upp úr tilkynningu frá saksóknara í Brussel að Szájer hafi reynt að flýja vettvang í gegnum glugga. Eiturlyf hafi fundist í bakpoka sem hann hafði meðferðis en honum hafi svo verið fylgt að heimili sínu. Szájer, sem tilkynnti um afsögn sína í gær en viðurkenndi síðar að hún tengdist umræddu samkvæmi, segir að lögregla hafi veitt honum „munnlega áminningu“. Hann kveðst ekki hafa neytt eiturlyfja og segist sjá mjög eftir því að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá lýsir hann málinu sem „persónulegu feilspori“ og biðlar til fólks að setja það ekki í samhengi við stjórnmálaflokkinn sem hann tilheyrir eða heimalandið Ungverjaland. Athygli vekur að Szájer, sem virðist þarna hafa verið gestur í einhvers konar kynsvalli með öðrum karlmönnum, er háttsettur innan hins ungverska Fidesz, flokks forsætisráðherrans Viktors Orbán. Flokkurinn hefur rekið talsvert harða stefnu gegn hinseginfólki í landinu.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Tengdar fréttir Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00