„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. desember 2020 11:48 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins yfir fjölda kórónuveirusmita sýni að smituðum fjölgi ekki mjög skarpt upp á við. Það þurfi þó að bíða aðeins og sjá þróunina næstu daga varðandi það hvort smitum fari fækkandi. „Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við líka því þetta sem við erum að sjá núna er eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku síðan, við erum alltaf viku á eftir. Þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða á næstunni,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Óbreyttar samkomutakmarkanir eru í gildi til og með 9. desember næstkomandi. Það heyrir til undantekninga að gildistími sóttvarnaaðgerða sé ekki lengri en vika en takmarkanirnar sem áfram gilda tóku fyrst gildi 18. nóvember. Aðspurður hvort vika sé nægilega langur tími fyrir kúrvuna til þess að fara niður þannig að hægt verði að grípa til einhverra afléttinga eftir viku segir Þórólfur að það verði að koma í ljós. „Við erum ekki að grípa til neinna breytinga. Við höfum sagt að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá hvað hver breyting skilar, að herða eða aflétta, en við erum ekki að gera það núna. Það sem við erum að gera núna er að sjá hvernig áframhaldandi þróun verður,“ segir hann. Ekki hægt að benda á einstaka staði og segja „hér getum við aflétt“ Áður en bakslag kom í faraldurinn í síðari hluta seinustu viku hafði Þórólfur skilað tillögum að tilslökunum til heilbrigðisráðherra. Þegar faraldurinn fór í uppsveiflu dró hann þær tillögur til baka. Lagði hann meðal annars til að rýmka um fyrir verslunarstarfsemi, annarri en hjá matvöru- og lyfjaverslunum, sem geta haft fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, ólíkt öðrum búðum. Verslunarmenn hafa mikið kallað eftir að slakað verði á tíu manna samkomubanninu gagnvart öðrum búðum enda er jólaverslunin komin á fullt og langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir. Spurður út í hvort ekki hefði mátt slaka á aðgerðum varðandi verslanir nú, þrátt fyrir uppsveifluna, og hvort einhver smit hafi komið upp í verslunum, segir Þórólfur: „Þetta er ekki þannig að við getum bent á einstaka staði eða einstaka starfsemi og sagt að þar sé hægt að herða eða aflétta. Það er í raun og veru ekki þannig. Þetta er aðeins flóknara en það því við erum að tala um að það sem við erum búin að gera núna er að grípa til mjög harðra takmarkana í öllu samfélaginu og erum að vonast til að sjá færri smit út frá því. Þannig að við getum á þessum tímapunkti ekki alveg farið inn í einstaka stofnanir og sagt „Hér hefur verið lítið smit og þess vegna getum við aflétt.“ Það verður mjög erfitt en ég vona svo sannarlega að við getum gripið til afléttinga ef smitin fara almennt séð niður og þróunin sé í rétta átt.“ Áttu von á því að það verði kannski eftir þessa viku? „Það er erfitt að segja, við verðum bara að sjá hvernig þróunin verður. Eins og kom í ljós þarna, við héldum að við værum á góðri leið og allt væri að ganga vel þegar þróunin skyndilega snerist við og þá þurftum við að endurskoða það sem við vorum að gera,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við líka því þetta sem við erum að sjá núna er eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku síðan, við erum alltaf viku á eftir. Þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða á næstunni,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Óbreyttar samkomutakmarkanir eru í gildi til og með 9. desember næstkomandi. Það heyrir til undantekninga að gildistími sóttvarnaaðgerða sé ekki lengri en vika en takmarkanirnar sem áfram gilda tóku fyrst gildi 18. nóvember. Aðspurður hvort vika sé nægilega langur tími fyrir kúrvuna til þess að fara niður þannig að hægt verði að grípa til einhverra afléttinga eftir viku segir Þórólfur að það verði að koma í ljós. „Við erum ekki að grípa til neinna breytinga. Við höfum sagt að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá hvað hver breyting skilar, að herða eða aflétta, en við erum ekki að gera það núna. Það sem við erum að gera núna er að sjá hvernig áframhaldandi þróun verður,“ segir hann. Ekki hægt að benda á einstaka staði og segja „hér getum við aflétt“ Áður en bakslag kom í faraldurinn í síðari hluta seinustu viku hafði Þórólfur skilað tillögum að tilslökunum til heilbrigðisráðherra. Þegar faraldurinn fór í uppsveiflu dró hann þær tillögur til baka. Lagði hann meðal annars til að rýmka um fyrir verslunarstarfsemi, annarri en hjá matvöru- og lyfjaverslunum, sem geta haft fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, ólíkt öðrum búðum. Verslunarmenn hafa mikið kallað eftir að slakað verði á tíu manna samkomubanninu gagnvart öðrum búðum enda er jólaverslunin komin á fullt og langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir. Spurður út í hvort ekki hefði mátt slaka á aðgerðum varðandi verslanir nú, þrátt fyrir uppsveifluna, og hvort einhver smit hafi komið upp í verslunum, segir Þórólfur: „Þetta er ekki þannig að við getum bent á einstaka staði eða einstaka starfsemi og sagt að þar sé hægt að herða eða aflétta. Það er í raun og veru ekki þannig. Þetta er aðeins flóknara en það því við erum að tala um að það sem við erum búin að gera núna er að grípa til mjög harðra takmarkana í öllu samfélaginu og erum að vonast til að sjá færri smit út frá því. Þannig að við getum á þessum tímapunkti ekki alveg farið inn í einstaka stofnanir og sagt „Hér hefur verið lítið smit og þess vegna getum við aflétt.“ Það verður mjög erfitt en ég vona svo sannarlega að við getum gripið til afléttinga ef smitin fara almennt séð niður og þróunin sé í rétta átt.“ Áttu von á því að það verði kannski eftir þessa viku? „Það er erfitt að segja, við verðum bara að sjá hvernig þróunin verður. Eins og kom í ljós þarna, við héldum að við værum á góðri leið og allt væri að ganga vel þegar þróunin skyndilega snerist við og þá þurftum við að endurskoða það sem við vorum að gera,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira