Það sem ég veit er að ég veit ekki Guðbrandur Einarsson skrifar 2. desember 2020 20:29 Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember. Þar eyddi hún miklu púðri í að upplýsa okkur sem lítið vitum, um að við værum að leggja fram bandvitlausa fjárhagsáætlun sem byggði á úreltri þjóðhagshagspá. Bæjarfulltrúinn segir jafnframt í bókuninni að meirihlutinn geti ekki lagt fram fjárhagsáætlun byggða á röngum forsendum um hagvöxt og atvinnuleysi. Fjármálareglur teknar úr gildi Því er til að svara að bæjarfulltrúanum er greinilega ekki kunnugt um að búið sé að afnema fjármálareglur sveitarfélaga vegna faraldursins og sveitarfélögum því heimilt að leggja fram áætlanir sem sýna neikvæða niðurstöðu rekstrar. Það hafa þau reyndar getað gert svo fremi að svokölluð 3ja ára regla sé virt. Reykjavík hefur t.d. lagt fram áætlun með 11 milljarða halla. Ef Reykjanesbær myndi leggja fram áætlun í hlutfalli við Reykjavík væri hallinn hjá sveitarfélaginu 1,1 milljarður, en skv. framlagðri áætlun er halli Reykjanesbæjar 1,9 milljarðar. Það er vegna þess að við erum að taka tillit til þess atvinnuleysis sem er til staðar hér á svæðinu, langt umfram þessa þjóðhagsspá sem bæjarfulltrúi Miðflokksins er að vísa til, hvort sem stuðst er við gamla eða nýja þjóðhagsspá. En eitt er víst, það veit enginn hvað verður. Hagspár, hvorki nýjar né gamlar, breyta nokkru þar um. Hvað þýðir 10% niðurskurður? Bæjarfulltrúinn leggur einnig til í þessari bókun að farið verði í 10% niðurskurð í stjórnsýslu bæjarins án þess að útfæra það eitthvað frekar. Reyndar undanskilur hún velferðarsviðið í þessari tillögu sinni. Skoðum þetta aðeins. 10% niðurskurður á fræðslusviði væri rúmar 800 milljónir. Það er svipuð tala og sviðið fékk til að mæta launabreytingum sem hafa orðið vegna kjarasamninga. Til að mæta þessu gætum við kannski lokað eins og tveimur leikskólum og kannski tónlistarskólanum líka. Hvorki leikskólar né tónlistarskólar teljast til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Þetta væri kannski tækifæri. Ef við skoðum íþróttasviðið aðeins, þá værum við að tala um u.þ.b. 115 milljónir. Við gætum auðvitað mætt því með því að leggja af hvatagreiðslur til barnanna okkar og hætt með samstarfssamninga við íþróttafélögin sem gerðir voru á síðasta ári. Stuðningur við íþróttastarf telst heldur ekki til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Svo gætum við líka skoðað það að hætta við að leggja gervigras fyrir ofan Reykjaneshöllina svo að eitthvað sé nefnt. En er þetta eitthvað sem bæjarbúar vilja nú þegar stormar geysa og nauðsynlegt er að allir innviðir virki? Held ekki. Ég mun alla vega ekki taka þátt í því. Báknið Bæjarfulltrúinn endar þetta svo með tilhæfulausum fullyrðingum um að stjórnsýslan hafi blásið út í tíð núverandi meirihluta. Vissulega hefur starfsmönnum sveitarfélagsins fjölgað en það er að stærstum hluta vegna þess að með mikilli fjölgun íbúa hefur þurft að ráða fleiri starfsmenn í skólana til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Kannski sér bæjarfulltrúinn ofsjónum yfir hækkun á stjórnsýslusviði sem rekja má til þess að þar er geymdur pottur sem nýttur hefur verið til verkefna sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessum potti hefur mest megnis verið ráðstafað til að auka þjónustu við fötluð börn í sveitarfélaginu og kaupa úrræði fyrir börn og unglinga sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Ekki er bæjarfulltrúinn að leggja til að það verði skorið niður? Við aðstæður sem þessar reynir á og mikilvægt að pólitík gangi ekki út á að kaupa sér prik og slá einhverjar pólitískar keilur til þess að koma sér á framfæri. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur tekið þá ákvörðun að bæjarsjóður dragi hvergi úr þjónustu við íbúa þrátt fyrir hallarekstur og haldi áfram fjárfestingum af fullum krafti. Það mun skila okkur sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember. Þar eyddi hún miklu púðri í að upplýsa okkur sem lítið vitum, um að við værum að leggja fram bandvitlausa fjárhagsáætlun sem byggði á úreltri þjóðhagshagspá. Bæjarfulltrúinn segir jafnframt í bókuninni að meirihlutinn geti ekki lagt fram fjárhagsáætlun byggða á röngum forsendum um hagvöxt og atvinnuleysi. Fjármálareglur teknar úr gildi Því er til að svara að bæjarfulltrúanum er greinilega ekki kunnugt um að búið sé að afnema fjármálareglur sveitarfélaga vegna faraldursins og sveitarfélögum því heimilt að leggja fram áætlanir sem sýna neikvæða niðurstöðu rekstrar. Það hafa þau reyndar getað gert svo fremi að svokölluð 3ja ára regla sé virt. Reykjavík hefur t.d. lagt fram áætlun með 11 milljarða halla. Ef Reykjanesbær myndi leggja fram áætlun í hlutfalli við Reykjavík væri hallinn hjá sveitarfélaginu 1,1 milljarður, en skv. framlagðri áætlun er halli Reykjanesbæjar 1,9 milljarðar. Það er vegna þess að við erum að taka tillit til þess atvinnuleysis sem er til staðar hér á svæðinu, langt umfram þessa þjóðhagsspá sem bæjarfulltrúi Miðflokksins er að vísa til, hvort sem stuðst er við gamla eða nýja þjóðhagsspá. En eitt er víst, það veit enginn hvað verður. Hagspár, hvorki nýjar né gamlar, breyta nokkru þar um. Hvað þýðir 10% niðurskurður? Bæjarfulltrúinn leggur einnig til í þessari bókun að farið verði í 10% niðurskurð í stjórnsýslu bæjarins án þess að útfæra það eitthvað frekar. Reyndar undanskilur hún velferðarsviðið í þessari tillögu sinni. Skoðum þetta aðeins. 10% niðurskurður á fræðslusviði væri rúmar 800 milljónir. Það er svipuð tala og sviðið fékk til að mæta launabreytingum sem hafa orðið vegna kjarasamninga. Til að mæta þessu gætum við kannski lokað eins og tveimur leikskólum og kannski tónlistarskólanum líka. Hvorki leikskólar né tónlistarskólar teljast til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Þetta væri kannski tækifæri. Ef við skoðum íþróttasviðið aðeins, þá værum við að tala um u.þ.b. 115 milljónir. Við gætum auðvitað mætt því með því að leggja af hvatagreiðslur til barnanna okkar og hætt með samstarfssamninga við íþróttafélögin sem gerðir voru á síðasta ári. Stuðningur við íþróttastarf telst heldur ekki til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Svo gætum við líka skoðað það að hætta við að leggja gervigras fyrir ofan Reykjaneshöllina svo að eitthvað sé nefnt. En er þetta eitthvað sem bæjarbúar vilja nú þegar stormar geysa og nauðsynlegt er að allir innviðir virki? Held ekki. Ég mun alla vega ekki taka þátt í því. Báknið Bæjarfulltrúinn endar þetta svo með tilhæfulausum fullyrðingum um að stjórnsýslan hafi blásið út í tíð núverandi meirihluta. Vissulega hefur starfsmönnum sveitarfélagsins fjölgað en það er að stærstum hluta vegna þess að með mikilli fjölgun íbúa hefur þurft að ráða fleiri starfsmenn í skólana til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Kannski sér bæjarfulltrúinn ofsjónum yfir hækkun á stjórnsýslusviði sem rekja má til þess að þar er geymdur pottur sem nýttur hefur verið til verkefna sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessum potti hefur mest megnis verið ráðstafað til að auka þjónustu við fötluð börn í sveitarfélaginu og kaupa úrræði fyrir börn og unglinga sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Ekki er bæjarfulltrúinn að leggja til að það verði skorið niður? Við aðstæður sem þessar reynir á og mikilvægt að pólitík gangi ekki út á að kaupa sér prik og slá einhverjar pólitískar keilur til þess að koma sér á framfæri. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur tekið þá ákvörðun að bæjarsjóður dragi hvergi úr þjónustu við íbúa þrátt fyrir hallarekstur og haldi áfram fjárfestingum af fullum krafti. Það mun skila okkur sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun