Tvítugir að tapa milljónum í íþróttaveðmálum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2020 20:03 Alma hefur sérstakar áhyggjur af ungum karlmönnum á aldrinum 18-25 ára sem spila póker og taka þátt í íþróttaveðmálum á netinu. getty/hirurg Miklar áhyggjur eru af íþróttaveðmálum ungra karlmanna. Dæmi eru um að tvítugir menn tapi mörgum milljónum á netinu. Engin sérhæfð spilafíklameðferð er í boði á Íslandi. Afar lítið er til af rannsóknum um spilafíkn en rannsókn sem gerð var fyrir fimmtán árum sýnir að 62% sextán til átján ára nemenda í framhaldsskólum höfðu spilað peningaspil síðasta árið. Þá voru spilakassar vinsælasta peningaspilið, en næst komu skafmiðar og svo veðmál á netinu, íþróttveðmál og póker. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir allt benda til þess að hlutfallið sé mun hærra í dag, nýjar erlendar rannsóknir sýni að 91% krakka á þessum aldri hafi prófað fjárhættuspil „Og það sem kom á óvart er að meðalaldur ungmenna sem þróa með sér spilafíkn er 10 ára. Þau byrja 10 ára gömul að leggja undir peninga í fjárhættuspili.“ Alma segir Ísland á eftir varðandi rannsóknir á spilafíkn, meðferð við henni og forvarnir.vísir/egill Alma segist hafa verulegar áhyggjur af íþróttaveðmálum. „Þetta er svo gríðarlegar upphæðir sem ungir krakkar eru að tapa. Ég fæ á borð hjá mér stráka 21-23 ára sem eru búnir að takpa 5-15 milljónum.“ Engin sérhæfð meðferð fyrir spilafíkla Alma segir mörg dæmi um að fjölskyldur greiði skuldina, jafnvel í tví- eða þrígang, áður en stigið er niður fæti og sagt að viðkomandi þurfi að fá aðstoð við vanda sínum. En hún er ekki auðfengin. „Því miður eru nánast engin úrræði og virðist ekki vera um neinar sérhæfða spilafíklameðferð að ræða. Þar erum við aftur á eftir.“ Alma ber þó von um meðferðarúrræði, auknar forvarnir og fræðslu eftir að SÁÁ dróg sig út úr rekstrinum á spilakössum og eru því ekki báðum megin við borðið lengur. Það hafi verið flókið að vera í samstarfi við hagsmunaaðila. Einnig fagnar hún aukinni umræðu. Það sé verið að tala um hlutina eins og þeir eru. „Það urðu ákveðin þáttaskil í okkar baráttu í þessum Kompásþætti þar sem þessir þrír einstaklingar stigu fram undir nafni og í mynd. Það segir okkur að skömmin er að minnka og vonandi getum við farið að kortleggja spilafíkn á Íslandi,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira
Afar lítið er til af rannsóknum um spilafíkn en rannsókn sem gerð var fyrir fimmtán árum sýnir að 62% sextán til átján ára nemenda í framhaldsskólum höfðu spilað peningaspil síðasta árið. Þá voru spilakassar vinsælasta peningaspilið, en næst komu skafmiðar og svo veðmál á netinu, íþróttveðmál og póker. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir allt benda til þess að hlutfallið sé mun hærra í dag, nýjar erlendar rannsóknir sýni að 91% krakka á þessum aldri hafi prófað fjárhættuspil „Og það sem kom á óvart er að meðalaldur ungmenna sem þróa með sér spilafíkn er 10 ára. Þau byrja 10 ára gömul að leggja undir peninga í fjárhættuspili.“ Alma segir Ísland á eftir varðandi rannsóknir á spilafíkn, meðferð við henni og forvarnir.vísir/egill Alma segist hafa verulegar áhyggjur af íþróttaveðmálum. „Þetta er svo gríðarlegar upphæðir sem ungir krakkar eru að tapa. Ég fæ á borð hjá mér stráka 21-23 ára sem eru búnir að takpa 5-15 milljónum.“ Engin sérhæfð meðferð fyrir spilafíkla Alma segir mörg dæmi um að fjölskyldur greiði skuldina, jafnvel í tví- eða þrígang, áður en stigið er niður fæti og sagt að viðkomandi þurfi að fá aðstoð við vanda sínum. En hún er ekki auðfengin. „Því miður eru nánast engin úrræði og virðist ekki vera um neinar sérhæfða spilafíklameðferð að ræða. Þar erum við aftur á eftir.“ Alma ber þó von um meðferðarúrræði, auknar forvarnir og fræðslu eftir að SÁÁ dróg sig út úr rekstrinum á spilakössum og eru því ekki báðum megin við borðið lengur. Það hafi verið flókið að vera í samstarfi við hagsmunaaðila. Einnig fagnar hún aukinni umræðu. Það sé verið að tala um hlutina eins og þeir eru. „Það urðu ákveðin þáttaskil í okkar baráttu í þessum Kompásþætti þar sem þessir þrír einstaklingar stigu fram undir nafni og í mynd. Það segir okkur að skömmin er að minnka og vonandi getum við farið að kortleggja spilafíkn á Íslandi,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira
Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31
Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01