Vandræði við bóluefnaframleiðslu Pfizer Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 22:07 Framleiðsla við bóluefni Pfizer og BioNTech hefur frestast vegna skorts á hráefnum í efnið. Aðeins helmingi þeirra skammta sem dreifa átti fyrir árslok verður dreift. Getty/Tayfun Coskun Lyfjaframleiðandinn Pfizer gerir ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra Covid-19 bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. Pfizer gerir þó ráð fyrir því að dreifa meira en milljarði skammta árið 2021. Pfizer og þýska lyfjafyrirtækið BioNTech, sem framleiðir bóluefnið með Pfizer, vonuðust til þess að geta dreift 100 milljón bóluefnaskömmtum fyrir árslok en miðað við nýjustu vendingar munu það aðeins verða 50 milljón skammtar. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal. Bresk heilbrigðisyfirvöld ákváðu í gær að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech og verður það þar með fyrsta ríkið á Vesturlöndum til að hefja dreifingu efnisins. Bretland hefur pantað 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, sem mun nýtast í að bólusetja 20 milljón manns, en tvo skammta þarf til bólusetningar. Yfirvöld á Bretlandi lýstu því yfir í nóvembermánuði að þau stefndu á að fá allt að 10 milljón bóluefnaskammta á þessu ári, en nú er talið að fjórar eða fimm milljónir skammta berist til Bretlands fyrir árslok. Hófu aukna framleiðslu hráefna fyrr en vanalega Bóluefni Pfizer og BioNTech er einnig í skoðun hjá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, og gert er ráð fyrir því að leyfi fyrir notkun efnisins verði gefið út um miðjan mánuðinn og að dreifing hefjist fyrir árslok. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er einnig með bóluefni frá Cambridge háskóla og Moderna í skoðun og gæti dreifing á því hafist fyrir jól. Pfizer kaupir hráefni í bóluefnið frá fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Evrópu en erfitt hefur reynst að auka framleiðslu á efnunum undanfarinn mánuð. Aukin framleiðsla hráefnanna hófst áður en leyfi fékkst fyrir notkun bóluefnisins, en undir venjulegum kringumstæðum myndu lyfjafyrirtæki bíða með það þar til efnið hefur fengið leyfi. Bandaríkjastjórn hefur pantað 100 milljón skammta af bóluefni Pfizer, en hefur svigrúm til að panta 500 milljón skammta til viðbótar. Ríkisstjórn Íslands hefur einnig skrifað undir samning við Pfizer um kaup á 85 þúsund skömmtum af efninu. Þá hefur Evrópusambandið pantað 200 milljón skammta af bóluefninu með svigrúm fyrir aukalegum 100 milljón skömmtum. Japan hefur pantað 120 milljón bóluefnaskammta og ríki í Suður-Ameríku og í Kyrrahafinu hafa einnig lagt inn stórar pantanir fyrir efninu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56 Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59 Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Pfizer gerir þó ráð fyrir því að dreifa meira en milljarði skammta árið 2021. Pfizer og þýska lyfjafyrirtækið BioNTech, sem framleiðir bóluefnið með Pfizer, vonuðust til þess að geta dreift 100 milljón bóluefnaskömmtum fyrir árslok en miðað við nýjustu vendingar munu það aðeins verða 50 milljón skammtar. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal. Bresk heilbrigðisyfirvöld ákváðu í gær að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech og verður það þar með fyrsta ríkið á Vesturlöndum til að hefja dreifingu efnisins. Bretland hefur pantað 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, sem mun nýtast í að bólusetja 20 milljón manns, en tvo skammta þarf til bólusetningar. Yfirvöld á Bretlandi lýstu því yfir í nóvembermánuði að þau stefndu á að fá allt að 10 milljón bóluefnaskammta á þessu ári, en nú er talið að fjórar eða fimm milljónir skammta berist til Bretlands fyrir árslok. Hófu aukna framleiðslu hráefna fyrr en vanalega Bóluefni Pfizer og BioNTech er einnig í skoðun hjá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, og gert er ráð fyrir því að leyfi fyrir notkun efnisins verði gefið út um miðjan mánuðinn og að dreifing hefjist fyrir árslok. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er einnig með bóluefni frá Cambridge háskóla og Moderna í skoðun og gæti dreifing á því hafist fyrir jól. Pfizer kaupir hráefni í bóluefnið frá fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Evrópu en erfitt hefur reynst að auka framleiðslu á efnunum undanfarinn mánuð. Aukin framleiðsla hráefnanna hófst áður en leyfi fékkst fyrir notkun bóluefnisins, en undir venjulegum kringumstæðum myndu lyfjafyrirtæki bíða með það þar til efnið hefur fengið leyfi. Bandaríkjastjórn hefur pantað 100 milljón skammta af bóluefni Pfizer, en hefur svigrúm til að panta 500 milljón skammta til viðbótar. Ríkisstjórn Íslands hefur einnig skrifað undir samning við Pfizer um kaup á 85 þúsund skömmtum af efninu. Þá hefur Evrópusambandið pantað 200 milljón skammta af bóluefninu með svigrúm fyrir aukalegum 100 milljón skömmtum. Japan hefur pantað 120 milljón bóluefnaskammta og ríki í Suður-Ameríku og í Kyrrahafinu hafa einnig lagt inn stórar pantanir fyrir efninu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56 Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59 Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56
Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59
Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40