Skyrgámur og félagar afhentu styrkinn og útskýrði um leið hvernig jólasveinarnir þurfi að bregðast við með tilliti til almannavarna þegar þeir mæti til byggða með glaðning í poka. En einnig minna á mikilvægi þess sameinast um að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi.
Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur frá stofnun þjónustunnar árið 1997 látið 20% af veltu þjónustunnar, rúmar 15 milljónir króna, renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlaginu hefur verið varið til að aðstoða fólk í neyð bæði innanlands og utan.