Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2020 12:46 Biden sagðist hafa mestar áhyggjur af því hvernig það liti út gagnvart heimsbyggðinni ef Trump mætti ekki þegar hann sver embættiseiðinn. Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. Biden sagði enn fremur að hann myndi biðla til bandarísku þjóðarinnar um að bera grímu fyrstu 100 dagana eftir að hann tekur við forsetaembættinu. „Bara 100 dagar með grímu, ekki að eilífu. Eitt hundrað dagar. Og þá tel ég að við sjáum verulega fækkun,“ sagði hann. Covid-19 faraldurinn fer nú eins og eldur um sinu vestanhafs og Biden segist gera ráð fyrir að veiran verði hans helsta viðfangsefni fyrsta árið í Hvíta húsinu. Hann vinnur að því að skipa teymi sérfræðinga til að ráðleggja sér hvað þetta varðar og þá hyggst hann gefa út fyrirskipun um grímunotkum þar sem hann hefur vald til að koma henni á, t.d. í opinberum byggingum og flugvélum og rútum sem fara milli ríkja. Hyggst láta sjónvarpa bólusetningu sinni Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hafa þegar sagt að þeir muni láta bólusetja sig fyrir framan myndavélar þegar að því kemur og í viðtalinu við CNN sagðist Biden munu gera það sömuleiðis. „Mér finnst forverar mínir hafa sett fordæmi með því að segja: Þegar það liggur fyrir að [bólefnið] er öruggt þá, að sjálfsögðu, látum við bólusetja okkur og það er mikilvægt að koma því til skila til bandarísku þjóðarinnar.“ Biden, sem hefur átt gott samstarf við marga repúblikana í öldungadeildinni, sagðist skilja af hverju þeir hefðu setið á sér með að koma opinberlega fram og óska sér til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum. Margir hefðu þó haft samband á bakvið tjöldin. Trump að ákveða hvort hann mætir Biden hló þegar hann var spurður að því hvort það væri mikilvægt að fráfarandi forseti væri viðstaddur athöfnina þegar hann sver embættiseiðinn. Það væri Trump að ákveða hvað hann gerði og það skipti sig engu máli persónulega. Það „er mikilvægt að því leyti að við sýnum fram á endalok þessarar ringulreiðar sem hann hefur skapað; að það eigi sér stað friðsamleg valdaskipti þar sem mótherjarnir standa, takast í hendur og halda áfram,“ sagði Biden. Hann hefði fyrst og fremst áhyggjur af því hvaða skilaboð Bandaríkin væru að senda til heimsbyggðarinnar. Íranir megi ekki verða kjarnorkuveldi Um utanríkismál sagði nýkjörinn forseti erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif morðið á íranska kjarnorkuvísindamanninum Mohsen Fakhrizadeh myndi hafa. Bandarísk yfirvöld telja að Ísrael hafi staðið að baki morðinu. Biden sagði eitt á hreinu: Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn en ljóst væri að Bandaríkjamenn gætu ekki farið þessa vegferð einir. „Þess vegna verðum við að vera hluti stærri hóps, sem tekur ekki bara á Íran heldur Rússlandi, Kína og mörgum öðrum málum.“ Ítarlega umfjöllun og myndskeið má finna á vef CNN. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Biden sagði enn fremur að hann myndi biðla til bandarísku þjóðarinnar um að bera grímu fyrstu 100 dagana eftir að hann tekur við forsetaembættinu. „Bara 100 dagar með grímu, ekki að eilífu. Eitt hundrað dagar. Og þá tel ég að við sjáum verulega fækkun,“ sagði hann. Covid-19 faraldurinn fer nú eins og eldur um sinu vestanhafs og Biden segist gera ráð fyrir að veiran verði hans helsta viðfangsefni fyrsta árið í Hvíta húsinu. Hann vinnur að því að skipa teymi sérfræðinga til að ráðleggja sér hvað þetta varðar og þá hyggst hann gefa út fyrirskipun um grímunotkum þar sem hann hefur vald til að koma henni á, t.d. í opinberum byggingum og flugvélum og rútum sem fara milli ríkja. Hyggst láta sjónvarpa bólusetningu sinni Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hafa þegar sagt að þeir muni láta bólusetja sig fyrir framan myndavélar þegar að því kemur og í viðtalinu við CNN sagðist Biden munu gera það sömuleiðis. „Mér finnst forverar mínir hafa sett fordæmi með því að segja: Þegar það liggur fyrir að [bólefnið] er öruggt þá, að sjálfsögðu, látum við bólusetja okkur og það er mikilvægt að koma því til skila til bandarísku þjóðarinnar.“ Biden, sem hefur átt gott samstarf við marga repúblikana í öldungadeildinni, sagðist skilja af hverju þeir hefðu setið á sér með að koma opinberlega fram og óska sér til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum. Margir hefðu þó haft samband á bakvið tjöldin. Trump að ákveða hvort hann mætir Biden hló þegar hann var spurður að því hvort það væri mikilvægt að fráfarandi forseti væri viðstaddur athöfnina þegar hann sver embættiseiðinn. Það væri Trump að ákveða hvað hann gerði og það skipti sig engu máli persónulega. Það „er mikilvægt að því leyti að við sýnum fram á endalok þessarar ringulreiðar sem hann hefur skapað; að það eigi sér stað friðsamleg valdaskipti þar sem mótherjarnir standa, takast í hendur og halda áfram,“ sagði Biden. Hann hefði fyrst og fremst áhyggjur af því hvaða skilaboð Bandaríkin væru að senda til heimsbyggðarinnar. Íranir megi ekki verða kjarnorkuveldi Um utanríkismál sagði nýkjörinn forseti erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif morðið á íranska kjarnorkuvísindamanninum Mohsen Fakhrizadeh myndi hafa. Bandarísk yfirvöld telja að Ísrael hafi staðið að baki morðinu. Biden sagði eitt á hreinu: Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn en ljóst væri að Bandaríkjamenn gætu ekki farið þessa vegferð einir. „Þess vegna verðum við að vera hluti stærri hóps, sem tekur ekki bara á Íran heldur Rússlandi, Kína og mörgum öðrum málum.“ Ítarlega umfjöllun og myndskeið má finna á vef CNN.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira