„Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. desember 2020 08:00 Chandrika Gunnarsson á og rekur veitingastaðinn Austur-Indíafélagið á Hverfisgötu sem stofnað var 1994 og Hraðlestina sem nú er rekin á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. Síðar stofnuðu Chandrika og Gunnar Hraðlestina og skóla fyrir fátæk börn í Indlandi. Gunnar féll frá árið 2017. „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða,“ segir Chandrika. Hún segir anda Gunnars þó svífa yfir vötnum, bæði í fyrirtækjarekstrinum hér heima og í skólanum á Indlandi. „Gunnar elskaði líka Indland. Það var í raun tilviljun að við enduðum hér frekar en þar,“ segir Chandrika. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið veitingastaðina Austur-Indíafjelagið og Hraðlestarinnar. Njálssaga og Bubbi Morthens Chandrika og Gunnar kynntust í háskólanámi í Bandaríkjunum. Þau höfðu bæði reynslu af veitingahúsarekstri. Gunnar frá pizzustaðnum Jóni Bakan og Chandrika frá sjö ára starfi sínu á frönskum veitingastað í Bandaríkjunum. „Ég byrjaði í uppvaskinu, fór síðan í þjóninn en endaði sem rekstrarstjóri,“ segir Chandrika. Þegar þau ákváðu að flytja til Íslands var hugmyndin að byrja á sex mánuðum og sjá síðan til. „Ég las Njálssögu og hlustaði á lögin hans Bubba Morthens,“ segir Chandrika og hlær þegar hún rifjar upp hvernig hún undirbjó sig undir flutninginn til Íslands. Ráðherra í mat Austur-Indíafjelagið var stofnað í október 1994. Þá var Chandrika ófrísk af öðru barni þeirra hjóna, Jóhönnu sem fæddist í desember. Fyrir áttu þau soninn Ísarr. Þrettán mánuðir eru á milli systkina og segir Chandrika þau Gunnar hafa verið þessi dæmigerðu ungu hjón: Að stofna fjölskyldu, stofna fyrirtæki, byggja hús, vinna mikið og með lítið á milli handanna. Chandrika einsetti sér strax að maturinn yrði ekta indverskur matur. Innflutningur á ferskmeti var ekki auðveldur á þessum tíma, en hjónunum tókst með þrautseigju að flytja inn krydd og fleira frá fjölskyldu Chandriku á Indlandi. Kasólett sá hún um að elda á veitingastaðnum. „Ráðuneytið gaf okkur ekki leyfi til þess að flytja til landsins kokka frá Indlandi því þeir sögðu íslenska kokka svo góða,“ segir Chandrika. Fljótlega fóru þó góðir hlutir að gerast. Eitt kvöldið hrósuðu hjón mér mikið fyrir matinn. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var en í spjalli sagði ég stöðuna erfiða. Ég við það að fæða barn en við fengjum ekki leyfi til að flytja inn kokk frá Indlandi.“ Maðurinn skrifaði nafn konu á blað sem hann bað Chandriku um að hitta. Það gerði Chandrika og fljótlega fengust tilskilin leyfi. Maðurinn var Friðrik Sophusson, þáverandi fjármálaráðherra. Fv.: Lakshman Rao, Chandrika og Madaiah Kalaiah. Austur Indíafélagið er að sögn Chandriku eini veitingastaðurinn sem hún veit til þess að hafi verið rekinn á sömu kennitölu, á sama stað og með sömu kokka. Í dag starfar Lakshman á Austur-Indíafjelaginu en Madaiah á Hraðlestinni. Vísir/Vilhelm Verktakar vinna að nóttu Austur Indíafélagið hefur verið rekið á sömu kennitölu, á sama stað og með sömu kokkum frá upphafi. Lakshman Rao var fyrsti kokkurinn sem kom frá Indlandi. „Fyrstu dagarnir hans hér voru reyndar skelfilegir“ segir Chandrika og hlær. „Það var kaldur og dimmur vetur og Lakshman hafði aldrei áður séð snjó. Við komum honum fyrir í gesthúsi heima og eftir fyrstu nóttina spurðum við hvernig hann hefði sofið,“ segir Chandrika. „Hann sagði að verktakar hefðu verið að vinna í grenndinni sleitulaust alla nóttina. Svo mikil hefðu lætin verið að honum hefði varla komið dúr á auga,“ segir Chandrika. Chandrika og Gunnar brostu út í annað en gáfu hvort öðru merki um að segja sem minnst. Þau vissu að það sem Lakshman var að upplifa í fyrsta sinn var íslenskt vetrarveður að nóttu. Síðar réðu þau indverska kokkinn Madaiah Kalaiah. Madaiah starfar enn hjá Chandriku, en nú á Hraðlestinni. Siggi Hall og fræga fólkið Austur-Indíafjelagið er eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo og hefur verið það síðastliðin ár. Hvernig var upphafið að velgengninni? „Ætli ég verði ekki fyrst að nefna Sigga Hall, það ætlaði hreinlega allt um koll að keyra þegar hann gerði þátt um okkur,“ segir Chandrika og hlær þegar hún rifjar upp sjónvarpsþáttagerðina. „Ég held að öll þjóðin hafi horft á þættina hans Sigga Hall,“ segir Chandrika um vinsældir þáttarins sem sýndur var á Stöð 2. Sérstakir gestir Sigga voru í þessum þætti Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Frímann. Þá fylgdi fljótlega önnur athygli úr fjölmiðlum. Eitt kvöldið komu hjón sem pöntuðu heil ósköp af réttum og við sáum að maðurinn var mikið að skrifa eitthvað niður. Við vissum ekkert hver þetta var en veltum fyrir okkur hvort hann ætlaði virkilega að borða allan þennan mat,“ Nokkrum dögum síðar birtist opna í Morgunblaðinu. Umræddur gestur var þá Steingrímur Sigurgeirsson blaðamaður sem rýndi í mat og vín á þessum tíma. „Lengi á eftir mætti fólk með úrklippur úr Mogganum til að panta þá rétti sem Steingrímur skrifaði svo vel um,“ segir Chandrika. Að sögn Chandriku eignaðist Austur-Indíafjelagið marga af sínum tryggustu viðskiptavinum á þessum tíma. „Hluti af okkar velgengni skýrist einmitt af því hversu heppin við höfum verið með viðskiptavini. Þeir hafa margir verið okkur svo tryggir í áratugi.“ Þann 16. nóvember 1996 birtist umfjöllun í Morgunblaðinu um Austur-Indíafjelagið og matinn þar. Lengi vel á eftir mætti fólk með úrklippur úr Mogganum til að panta rétti sem Steingrímur Sigurgeirsson blaðamaður og matgæðingur hafði skrifað um. Bato Fyrsti starfsmaðurinn, traustur vinur, viðskiptafélagi og eins og einn úr fjölskyldunni var Bato frá Bosníu. Hvernig kom það til að ráða mann frá Bosníu? „Hann var einfaldlega sá fyrsti sem sótti um,“ segir Chandrika og hlær. Bato hóf störf hjá þeim tvisvar. Í fyrra skiptið urðu þau hjónin að segja honum upp því það voru einfaldlega ekki til peningar til að greiða laun. Ári síðar auglýstu þau eftir starfsmanni og viti menn: Bato var aftur sá fyrsti til að sækja um! Trygglyndi og vinskapur Bato var þeim hjónum mjög verðmætur og fór svo að þegar Hraðlestin opnaði árið 2003 launuðu þau Bato stuðninginn með því að gera hann að eiganda með þeim. Síðar fór Bato að sjá að mestu um rekstur Hraðlestarinnar. Hraðlestin er í dag rekin á fjórum stöðum í bænum: Í Hlíðarsmára, á Hverfisgötu, í Lækjargötu og frá og með árinu 2020 einnig á Grensásvegi. Árið 2002 stofnuðu Chandrika og Gunnar skóla fyrir fátæk börn í Indlandi. Um 500 nemendur stunda nú nám í skólanum. Fátæk börn á Indlandi Hjónin höfðu snemma ákveðið að ef vel gengi, myndu þau skila einhverju til baka til samfélagsins. Úr varð að árið 2002 stofnuðu þau skóla á Indlandi. „Í upphafi var kennt á leikskólastigi og fyrstu bekki grunnskóla. Í dag er kennt út tíunda bekk. Nemendur eru fátæk börn sem að öðrum kosti hefðu ekki tækifæri á skólagöngu,“ segir Chandrika. Um 500 nemendur stunda nú skólann. Á morgnana sækja fjórar skólarútur nemendur í litlu þorpin allt um kring. Nemendunum er síðan skilað heim í lok skóladags. „Og það er svo dásamlegt í dag erum við farin að fylgjast með nemendunum okkar í háskólanámi,“ segir Chandrika með stolti. Í dag er börnum kennt við skólan frá leikskólaaldri og út tíunda bekk. Chandrika segir það yndislega upplifun að fylgjast nú með nokkrum útskrifuðum nemendum í háskólanámi. Við skólann er ein bygging kennd við Gunnar en þar er kennd fög í raunvísindum. Barátta upp á líf og dauða Árið 2015 gekk mjög vel. Börnin voru nýfarin utan í nám og þau hjónin sáu fram á góðan tíma. Uppi voru hugmyndir um að opna stað í Danmörku og því héldu hjónin til Kaupmannahafnar að þreifa fyrir sér með staðsetningu. Í Kaupmannahöfn fellur Gunnar í yfirlið eitt augnablik. Chandrika kenndi álagi og þreytu um. En nokkrum vikum síðar greinist Gunnar með alvarlegt heilaæxli. „Við tókum baráttuna strax þannig að við ætluðum okkur að sigra. Við leituðum til vina og vandamanna um allan heim eftir bestu hjálp en að lokum afréð Gunnar að hann vildi í aðgerð hér heima,“ segir Chandrika. Sú aðgerð gekk vel og hélt Gunnar áfram að reka Austur-Indíafjelagið til haustsins 2016. Þá fór að halla undan fæti. Gunnar lést 29.apríl 2017. Þá uppskar maður af því að hafa alltaf verið til staðar fyrir starfsfólkið. Því það sýndi sig á þessum tíma að við þurftum engar áhyggjur af rekstrinum að hafa. Starfsfólkið sá um allt.“ En hver er skýringin á því að ykkur hefur haldist svona vel á starfsfólki? „Ég held að það skýrist af nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi að vera til staðar. Starfsfólkið treystir mér og ég þeim. Í öðru lagi að bera virðingu fyrir hvert öðru því þótt ég taki loka ákvarðanirnar skiptir máli að hlusta á skoðanir starfsfólks. Í þriðja lagi að sýna starfsfólki þakklæti og hrósa því fyrir þeirra framlag. Enda finn ég að þau eru stolt af því sem við gerum og stöndum fyrir,“ segir Chandrika. Á erfiðum tímum segir Chandrika hafa komið í ljós hversu mikils virði það er að vera með framúrskarandi gott starfsfólk. Á Austur-Indíafjelaginu og Hraðlestinni starfa margir sem hafa gert það í mörg ár eða áratugi. Fleiri áföll dundu yfir. Í janúar varð Bato bráðkvaddur þegar þau Chandrika voru á leiðinni heim frá Portúgal úr fríi. „Ég fór út með kærum vini en kom ein heim“ segir Chandrika sorgmædd. Á þessu ári hefur Chandrika einnig misst tvo ástvini. Móðir hennar lést þann 11. janúar síðastliðinn og þann 11. mars lést Júlíus P. Guðjónsson, sem lengi var í hlutverki tengdaföðurs Chandriku og afi barna hennar og Gunnars. Það er samt svo merkilegt að ástin sem þú syrgir er sama ástin og styrkir þig í sorginni.“ Teymið á Hraðlestinni. Chandrika segir mikilvægt að hrósa og þakka framúrskarandi starfsfólki fyrir þeirra frammistöðu og segir teymið sitt eiga stóran þátt í því hversu vel hefur gengið í gegnum árin. Vísir/Vilhelm Arfleifð sem lifir Chandrika segir Covid vissulega erfiðan tíma fyrir marga í veitingarekstri. Ástandið hefur þó bitnað meira á rekstri Austur-Indíafjelagsins á Hverfisgötu, hinum falda gimsteini eins og sumir gagnrýnendur staðarins hafa kallað veitingahúsið í gegnum árin. Rekstur Hraðlestarinnar stefnir þó sem betur fer í að verða eitt besta ár Hraðlestarinnar. „Við Gunnar tókum þá ákvörðun í bankahruninu að þegar illa árar hjá viðskiptavinum, tökum við tillit til þess eins og okkur er framast unnt,“ segir Chandrika. Hin raunverulega skýring á velgengni staðanna segir Chandrika samt liggja í því að gefa sig í starfið af lífi og sál. „Matseld er ástríða. Þú verður að gefa allt í þetta. Þegar hjarta og sál fylgir með, verður útkoman góð,“ segir Chandrika. Og arfleifð bæði Gunnars og Bato er sterk á staðnum. Það hjálpar líka að við tölum oft um Gunnar og Bato í vinnunni. Veltum fyrir okkur hvað myndu þeir segja? Hvernig myndu þeir gera þetta? Hvernig myndu þeir bregðast við? Þeir lifa í minningunni og eru með okkur.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Veitingastaðir Tengdar fréttir „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01 „Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00 „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ 1. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Síðar stofnuðu Chandrika og Gunnar Hraðlestina og skóla fyrir fátæk börn í Indlandi. Gunnar féll frá árið 2017. „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða,“ segir Chandrika. Hún segir anda Gunnars þó svífa yfir vötnum, bæði í fyrirtækjarekstrinum hér heima og í skólanum á Indlandi. „Gunnar elskaði líka Indland. Það var í raun tilviljun að við enduðum hér frekar en þar,“ segir Chandrika. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið veitingastaðina Austur-Indíafjelagið og Hraðlestarinnar. Njálssaga og Bubbi Morthens Chandrika og Gunnar kynntust í háskólanámi í Bandaríkjunum. Þau höfðu bæði reynslu af veitingahúsarekstri. Gunnar frá pizzustaðnum Jóni Bakan og Chandrika frá sjö ára starfi sínu á frönskum veitingastað í Bandaríkjunum. „Ég byrjaði í uppvaskinu, fór síðan í þjóninn en endaði sem rekstrarstjóri,“ segir Chandrika. Þegar þau ákváðu að flytja til Íslands var hugmyndin að byrja á sex mánuðum og sjá síðan til. „Ég las Njálssögu og hlustaði á lögin hans Bubba Morthens,“ segir Chandrika og hlær þegar hún rifjar upp hvernig hún undirbjó sig undir flutninginn til Íslands. Ráðherra í mat Austur-Indíafjelagið var stofnað í október 1994. Þá var Chandrika ófrísk af öðru barni þeirra hjóna, Jóhönnu sem fæddist í desember. Fyrir áttu þau soninn Ísarr. Þrettán mánuðir eru á milli systkina og segir Chandrika þau Gunnar hafa verið þessi dæmigerðu ungu hjón: Að stofna fjölskyldu, stofna fyrirtæki, byggja hús, vinna mikið og með lítið á milli handanna. Chandrika einsetti sér strax að maturinn yrði ekta indverskur matur. Innflutningur á ferskmeti var ekki auðveldur á þessum tíma, en hjónunum tókst með þrautseigju að flytja inn krydd og fleira frá fjölskyldu Chandriku á Indlandi. Kasólett sá hún um að elda á veitingastaðnum. „Ráðuneytið gaf okkur ekki leyfi til þess að flytja til landsins kokka frá Indlandi því þeir sögðu íslenska kokka svo góða,“ segir Chandrika. Fljótlega fóru þó góðir hlutir að gerast. Eitt kvöldið hrósuðu hjón mér mikið fyrir matinn. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var en í spjalli sagði ég stöðuna erfiða. Ég við það að fæða barn en við fengjum ekki leyfi til að flytja inn kokk frá Indlandi.“ Maðurinn skrifaði nafn konu á blað sem hann bað Chandriku um að hitta. Það gerði Chandrika og fljótlega fengust tilskilin leyfi. Maðurinn var Friðrik Sophusson, þáverandi fjármálaráðherra. Fv.: Lakshman Rao, Chandrika og Madaiah Kalaiah. Austur Indíafélagið er að sögn Chandriku eini veitingastaðurinn sem hún veit til þess að hafi verið rekinn á sömu kennitölu, á sama stað og með sömu kokka. Í dag starfar Lakshman á Austur-Indíafjelaginu en Madaiah á Hraðlestinni. Vísir/Vilhelm Verktakar vinna að nóttu Austur Indíafélagið hefur verið rekið á sömu kennitölu, á sama stað og með sömu kokkum frá upphafi. Lakshman Rao var fyrsti kokkurinn sem kom frá Indlandi. „Fyrstu dagarnir hans hér voru reyndar skelfilegir“ segir Chandrika og hlær. „Það var kaldur og dimmur vetur og Lakshman hafði aldrei áður séð snjó. Við komum honum fyrir í gesthúsi heima og eftir fyrstu nóttina spurðum við hvernig hann hefði sofið,“ segir Chandrika. „Hann sagði að verktakar hefðu verið að vinna í grenndinni sleitulaust alla nóttina. Svo mikil hefðu lætin verið að honum hefði varla komið dúr á auga,“ segir Chandrika. Chandrika og Gunnar brostu út í annað en gáfu hvort öðru merki um að segja sem minnst. Þau vissu að það sem Lakshman var að upplifa í fyrsta sinn var íslenskt vetrarveður að nóttu. Síðar réðu þau indverska kokkinn Madaiah Kalaiah. Madaiah starfar enn hjá Chandriku, en nú á Hraðlestinni. Siggi Hall og fræga fólkið Austur-Indíafjelagið er eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo og hefur verið það síðastliðin ár. Hvernig var upphafið að velgengninni? „Ætli ég verði ekki fyrst að nefna Sigga Hall, það ætlaði hreinlega allt um koll að keyra þegar hann gerði þátt um okkur,“ segir Chandrika og hlær þegar hún rifjar upp sjónvarpsþáttagerðina. „Ég held að öll þjóðin hafi horft á þættina hans Sigga Hall,“ segir Chandrika um vinsældir þáttarins sem sýndur var á Stöð 2. Sérstakir gestir Sigga voru í þessum þætti Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Frímann. Þá fylgdi fljótlega önnur athygli úr fjölmiðlum. Eitt kvöldið komu hjón sem pöntuðu heil ósköp af réttum og við sáum að maðurinn var mikið að skrifa eitthvað niður. Við vissum ekkert hver þetta var en veltum fyrir okkur hvort hann ætlaði virkilega að borða allan þennan mat,“ Nokkrum dögum síðar birtist opna í Morgunblaðinu. Umræddur gestur var þá Steingrímur Sigurgeirsson blaðamaður sem rýndi í mat og vín á þessum tíma. „Lengi á eftir mætti fólk með úrklippur úr Mogganum til að panta þá rétti sem Steingrímur skrifaði svo vel um,“ segir Chandrika. Að sögn Chandriku eignaðist Austur-Indíafjelagið marga af sínum tryggustu viðskiptavinum á þessum tíma. „Hluti af okkar velgengni skýrist einmitt af því hversu heppin við höfum verið með viðskiptavini. Þeir hafa margir verið okkur svo tryggir í áratugi.“ Þann 16. nóvember 1996 birtist umfjöllun í Morgunblaðinu um Austur-Indíafjelagið og matinn þar. Lengi vel á eftir mætti fólk með úrklippur úr Mogganum til að panta rétti sem Steingrímur Sigurgeirsson blaðamaður og matgæðingur hafði skrifað um. Bato Fyrsti starfsmaðurinn, traustur vinur, viðskiptafélagi og eins og einn úr fjölskyldunni var Bato frá Bosníu. Hvernig kom það til að ráða mann frá Bosníu? „Hann var einfaldlega sá fyrsti sem sótti um,“ segir Chandrika og hlær. Bato hóf störf hjá þeim tvisvar. Í fyrra skiptið urðu þau hjónin að segja honum upp því það voru einfaldlega ekki til peningar til að greiða laun. Ári síðar auglýstu þau eftir starfsmanni og viti menn: Bato var aftur sá fyrsti til að sækja um! Trygglyndi og vinskapur Bato var þeim hjónum mjög verðmætur og fór svo að þegar Hraðlestin opnaði árið 2003 launuðu þau Bato stuðninginn með því að gera hann að eiganda með þeim. Síðar fór Bato að sjá að mestu um rekstur Hraðlestarinnar. Hraðlestin er í dag rekin á fjórum stöðum í bænum: Í Hlíðarsmára, á Hverfisgötu, í Lækjargötu og frá og með árinu 2020 einnig á Grensásvegi. Árið 2002 stofnuðu Chandrika og Gunnar skóla fyrir fátæk börn í Indlandi. Um 500 nemendur stunda nú nám í skólanum. Fátæk börn á Indlandi Hjónin höfðu snemma ákveðið að ef vel gengi, myndu þau skila einhverju til baka til samfélagsins. Úr varð að árið 2002 stofnuðu þau skóla á Indlandi. „Í upphafi var kennt á leikskólastigi og fyrstu bekki grunnskóla. Í dag er kennt út tíunda bekk. Nemendur eru fátæk börn sem að öðrum kosti hefðu ekki tækifæri á skólagöngu,“ segir Chandrika. Um 500 nemendur stunda nú skólann. Á morgnana sækja fjórar skólarútur nemendur í litlu þorpin allt um kring. Nemendunum er síðan skilað heim í lok skóladags. „Og það er svo dásamlegt í dag erum við farin að fylgjast með nemendunum okkar í háskólanámi,“ segir Chandrika með stolti. Í dag er börnum kennt við skólan frá leikskólaaldri og út tíunda bekk. Chandrika segir það yndislega upplifun að fylgjast nú með nokkrum útskrifuðum nemendum í háskólanámi. Við skólann er ein bygging kennd við Gunnar en þar er kennd fög í raunvísindum. Barátta upp á líf og dauða Árið 2015 gekk mjög vel. Börnin voru nýfarin utan í nám og þau hjónin sáu fram á góðan tíma. Uppi voru hugmyndir um að opna stað í Danmörku og því héldu hjónin til Kaupmannahafnar að þreifa fyrir sér með staðsetningu. Í Kaupmannahöfn fellur Gunnar í yfirlið eitt augnablik. Chandrika kenndi álagi og þreytu um. En nokkrum vikum síðar greinist Gunnar með alvarlegt heilaæxli. „Við tókum baráttuna strax þannig að við ætluðum okkur að sigra. Við leituðum til vina og vandamanna um allan heim eftir bestu hjálp en að lokum afréð Gunnar að hann vildi í aðgerð hér heima,“ segir Chandrika. Sú aðgerð gekk vel og hélt Gunnar áfram að reka Austur-Indíafjelagið til haustsins 2016. Þá fór að halla undan fæti. Gunnar lést 29.apríl 2017. Þá uppskar maður af því að hafa alltaf verið til staðar fyrir starfsfólkið. Því það sýndi sig á þessum tíma að við þurftum engar áhyggjur af rekstrinum að hafa. Starfsfólkið sá um allt.“ En hver er skýringin á því að ykkur hefur haldist svona vel á starfsfólki? „Ég held að það skýrist af nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi að vera til staðar. Starfsfólkið treystir mér og ég þeim. Í öðru lagi að bera virðingu fyrir hvert öðru því þótt ég taki loka ákvarðanirnar skiptir máli að hlusta á skoðanir starfsfólks. Í þriðja lagi að sýna starfsfólki þakklæti og hrósa því fyrir þeirra framlag. Enda finn ég að þau eru stolt af því sem við gerum og stöndum fyrir,“ segir Chandrika. Á erfiðum tímum segir Chandrika hafa komið í ljós hversu mikils virði það er að vera með framúrskarandi gott starfsfólk. Á Austur-Indíafjelaginu og Hraðlestinni starfa margir sem hafa gert það í mörg ár eða áratugi. Fleiri áföll dundu yfir. Í janúar varð Bato bráðkvaddur þegar þau Chandrika voru á leiðinni heim frá Portúgal úr fríi. „Ég fór út með kærum vini en kom ein heim“ segir Chandrika sorgmædd. Á þessu ári hefur Chandrika einnig misst tvo ástvini. Móðir hennar lést þann 11. janúar síðastliðinn og þann 11. mars lést Júlíus P. Guðjónsson, sem lengi var í hlutverki tengdaföðurs Chandriku og afi barna hennar og Gunnars. Það er samt svo merkilegt að ástin sem þú syrgir er sama ástin og styrkir þig í sorginni.“ Teymið á Hraðlestinni. Chandrika segir mikilvægt að hrósa og þakka framúrskarandi starfsfólki fyrir þeirra frammistöðu og segir teymið sitt eiga stóran þátt í því hversu vel hefur gengið í gegnum árin. Vísir/Vilhelm Arfleifð sem lifir Chandrika segir Covid vissulega erfiðan tíma fyrir marga í veitingarekstri. Ástandið hefur þó bitnað meira á rekstri Austur-Indíafjelagsins á Hverfisgötu, hinum falda gimsteini eins og sumir gagnrýnendur staðarins hafa kallað veitingahúsið í gegnum árin. Rekstur Hraðlestarinnar stefnir þó sem betur fer í að verða eitt besta ár Hraðlestarinnar. „Við Gunnar tókum þá ákvörðun í bankahruninu að þegar illa árar hjá viðskiptavinum, tökum við tillit til þess eins og okkur er framast unnt,“ segir Chandrika. Hin raunverulega skýring á velgengni staðanna segir Chandrika samt liggja í því að gefa sig í starfið af lífi og sál. „Matseld er ástríða. Þú verður að gefa allt í þetta. Þegar hjarta og sál fylgir með, verður útkoman góð,“ segir Chandrika. Og arfleifð bæði Gunnars og Bato er sterk á staðnum. Það hjálpar líka að við tölum oft um Gunnar og Bato í vinnunni. Veltum fyrir okkur hvað myndu þeir segja? Hvernig myndu þeir gera þetta? Hvernig myndu þeir bregðast við? Þeir lifa í minningunni og eru með okkur.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Veitingastaðir Tengdar fréttir „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01 „Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00 „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ 1. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
„Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00
Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01
Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01
„Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00