Sagði 497 símtöl á 23 dögum tengjast „bílaviðskiptum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 22:09 Amfetamínframleiðslan fór fram í íbúð í Breiðholti. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur taldi félagana Matthías Jón Karlsson og Vygantas Visinskis ekki eiga sér neinar málsbætur í stórfelldu fíkniefnamáli, sem þeir voru dæmdir í fjögurra og tæplega sex ára fangelsi fyrir í dag. Matthías og Vygantas hringdust á 497 sinnum á 23 daga tímabili í vor en sá síðarnefndi sagði að símtölin hefðu tengst „bílaviðskiptum.“ Dómur yfir Matthíasi og Vygantasi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og birtur síðdegis á vef héraðsdóms. Þeir voru dæmdir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum rúmlega 11 kíló og 3,3 millilítra af amfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Framleiðslan fór fram í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti þar sem lögregla lagði hald á ýmsa muni við húsleit. Þá var Matthías einnig dæmdur fyrir innflutning á kílói af kókaíni og peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings af fíkniefnasölu, samtals tæpum 16 milljónum króna. Skiptu fíkniefnunum út fyrir gerviefni Fram kemur í dómi að lögregla hafi fengið ábendingu í vor um að Vygantas og Matthías væru að undirbúa framleiðslu á sterkum fíkniefnum. Lögregla byrjaði því að fylgjast með þeim, m.a. í verslun Húsasmiðjunnar í apríl síðastliðnum þar sem þeir keyptu „þrjár hvítar plastskálar og tvo steikarspaða“. Síðar var lögreglu vísað á íbúð félaganna, þar sem fannst búnaður til fíkniefnaframleiðslu og rúmlega 11 kíló af amfetamíni. Þá er það rakið í málsgögnum að lögregla hafi skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og haft eftirlit með íbúðinni, m.a. með því að setja hljóðupptökubúnað í tösku sem fíkniefnin voru geymd í. Amfetamínleifar á Crocs-skónum Vygantas gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins. Í fyrstu skýrslunni tjáði hann sig ekkert um sakarefnið. Í annarri skýrslunni sagðist hann hafa leigt íbúðina af öðrum manni í tvær vikur og hefði ætlað hana fyrir dóttur sína. Hann kvaðst lítið hafa verið í íbúðinni. Þá sagði hann að amfetamínleifar sem fundust á Crocs-skóm gætu verið vegna þeirra amfetamínleifa sem voru á gólfinu þegar hann kom í íbúðina daginn sem hann og Matthías voru handteknir. Bæði Matthías og Vygantas neituðu sök í málinu að mestu leyti en játuðu báðir vörslu á um fjórum kílóum af amfetamíni. Þá játaði Matthías að hafa flutt inn kíló af kókaíni í september í fyrra en neitaði sök í ákæru um peningaþvætti. Viðurkenndi að símtölin hefðu verið nokkuð mörg Þá lá fyrir að Matthías og Vygantas hefðu á 23 dögum, frá 18. apríl til 11. maí síðastliðinn, átt 497 símtöl í gegnum forritið Signal. Þeir hringdust á fjórum sinnum á dag upp í 59 sinnum þann 30. apríl. Vygantas sagði fyrir dómi að þetta hefðu verið vinnutengd símtöl vegna bílaviðskipta og þeir hefðu verið að ræða málin. Honum fannst fjöldi símtalanna þó nokkuð hár. Þá kvað hann 761 þúsund krónur í reiðufé sem fundust heima hjá honum tengjast bílaviðskiptum hans. Engar málsbætur Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar Matthíasar að hann hefði þegar verið sakfelldur fyrir fjölda alvarlegra brota. Hann hlaut til að mynda tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í janúar í fyrra fyrir aðild sína að Bitcoin-málinu svokallaða. Þá leit dómurinn til þess að brot Matthíasar og Vygantasar að þau hefðu verið þaulskipulögð og þeir ættu sér engar málsbætur. Refsing þeirra var þannig ákveðin fimm ára og níu mánaða fangelsi í tilfelli Matthíasar en Vygantas sæti fangelsi í fjögur ár, að frádregnu gæsluvarðhaldi í báðum tilvikum. Þá voru félagarnir dæmdir til að greiða alls rúmar 14 milljónir króna í sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda sinna. Einnig voru fíkniefnin gerð upptæk, auk búnaðar sem fannst í íbúðinni og fjármunir sem fundust á heimili Vygantasar. Dómsmál Reykjavík Smygl Tengdar fréttir Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Dómur yfir Matthíasi og Vygantasi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og birtur síðdegis á vef héraðsdóms. Þeir voru dæmdir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum rúmlega 11 kíló og 3,3 millilítra af amfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Framleiðslan fór fram í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti þar sem lögregla lagði hald á ýmsa muni við húsleit. Þá var Matthías einnig dæmdur fyrir innflutning á kílói af kókaíni og peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings af fíkniefnasölu, samtals tæpum 16 milljónum króna. Skiptu fíkniefnunum út fyrir gerviefni Fram kemur í dómi að lögregla hafi fengið ábendingu í vor um að Vygantas og Matthías væru að undirbúa framleiðslu á sterkum fíkniefnum. Lögregla byrjaði því að fylgjast með þeim, m.a. í verslun Húsasmiðjunnar í apríl síðastliðnum þar sem þeir keyptu „þrjár hvítar plastskálar og tvo steikarspaða“. Síðar var lögreglu vísað á íbúð félaganna, þar sem fannst búnaður til fíkniefnaframleiðslu og rúmlega 11 kíló af amfetamíni. Þá er það rakið í málsgögnum að lögregla hafi skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og haft eftirlit með íbúðinni, m.a. með því að setja hljóðupptökubúnað í tösku sem fíkniefnin voru geymd í. Amfetamínleifar á Crocs-skónum Vygantas gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins. Í fyrstu skýrslunni tjáði hann sig ekkert um sakarefnið. Í annarri skýrslunni sagðist hann hafa leigt íbúðina af öðrum manni í tvær vikur og hefði ætlað hana fyrir dóttur sína. Hann kvaðst lítið hafa verið í íbúðinni. Þá sagði hann að amfetamínleifar sem fundust á Crocs-skóm gætu verið vegna þeirra amfetamínleifa sem voru á gólfinu þegar hann kom í íbúðina daginn sem hann og Matthías voru handteknir. Bæði Matthías og Vygantas neituðu sök í málinu að mestu leyti en játuðu báðir vörslu á um fjórum kílóum af amfetamíni. Þá játaði Matthías að hafa flutt inn kíló af kókaíni í september í fyrra en neitaði sök í ákæru um peningaþvætti. Viðurkenndi að símtölin hefðu verið nokkuð mörg Þá lá fyrir að Matthías og Vygantas hefðu á 23 dögum, frá 18. apríl til 11. maí síðastliðinn, átt 497 símtöl í gegnum forritið Signal. Þeir hringdust á fjórum sinnum á dag upp í 59 sinnum þann 30. apríl. Vygantas sagði fyrir dómi að þetta hefðu verið vinnutengd símtöl vegna bílaviðskipta og þeir hefðu verið að ræða málin. Honum fannst fjöldi símtalanna þó nokkuð hár. Þá kvað hann 761 þúsund krónur í reiðufé sem fundust heima hjá honum tengjast bílaviðskiptum hans. Engar málsbætur Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar Matthíasar að hann hefði þegar verið sakfelldur fyrir fjölda alvarlegra brota. Hann hlaut til að mynda tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í janúar í fyrra fyrir aðild sína að Bitcoin-málinu svokallaða. Þá leit dómurinn til þess að brot Matthíasar og Vygantasar að þau hefðu verið þaulskipulögð og þeir ættu sér engar málsbætur. Refsing þeirra var þannig ákveðin fimm ára og níu mánaða fangelsi í tilfelli Matthíasar en Vygantas sæti fangelsi í fjögur ár, að frádregnu gæsluvarðhaldi í báðum tilvikum. Þá voru félagarnir dæmdir til að greiða alls rúmar 14 milljónir króna í sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda sinna. Einnig voru fíkniefnin gerð upptæk, auk búnaðar sem fannst í íbúðinni og fjármunir sem fundust á heimili Vygantasar.
Dómsmál Reykjavík Smygl Tengdar fréttir Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07