Ánamaðkaverksmiðja í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2020 12:19 Sigurjón fær næsta haust um eina milljóna af ánamöðkum frá Austurríki, sem munu fjölga sér hratt og verða ánamaðkarnir orðnir sex til átta milljónir á tiltölulega stuttum tíma. Aðsend Ein milljón ánamaðka frá Austurríki verða fluttir inn til landsins á nýju ári en ánamaðkarnir munu fara til starfa í Árborg við framleiðslu á áburði úr lífrænum úrgangi á bænum Borg. Það er Sigurjón Vidalín Guðmundsson, sem býr á Selfossi sem er að fara að flytja ánamaðkana inn til landsins með leyfi Umhverfisstofnunar. Ánamaðkarnir fara á jörðina Borg, sem er á milli Eyrarbakka og Stokkseyri og vinna sína vinnu þar en Sigurjón hefur fengið leigða 14 hektara spildu af Sveitarfélaginu Árborg á Borg. „Þessi aðferð að framleiða áburð með hjálp ánamaðka, sem nýtist svo í alla lífræna ræktun fannst mér upplögð og gott innlegg í þetta hringrásarhagkerfi, sem við erum að reyna að færast nær og það er líka mikil vöntun á svona áburði fyrir lífræna ræktendur,“ segir Sigurjón. Sigurjón Vidalín Guðmundsson, ánamaðkasérfræðingur, sem ætlar sér að koma upp ánamaðkaverksmiðju á bænum Borg í Sveitarfélaginu Árborg.Aðsend Sigurjón er í samstarfi við aðila í Austurríki, sem útvega honum ánamaðkana og þá þekkingu og þjálfun, sem til þarf til að setja upp ánamaðka fyrirtæki eins og Sigurjón er að gera. „Ánamaðkarnir sjá um að éta lífræna úrganginn, sem þeim er gefin og skila honum frá sér sem áburði. Ég fæ að flytja inn eina milljón maðka og þeir þurfa síðan að fjölga sér upp í sex til átta milljónir og það mun gerast á fyrsta árinu þannig að eftir fyrsta árið er vinnslan komin á hámarksafköst,“ segir Sigurjón. Sigurjón vonast til að ánamaðkarnir komi til landsins næsta haust. Þeir verða í 20 – 25 metra löngum kössum, sem eru um 1 meter að dýpt í einangruðum bogahúsum með rafmagni, vatni og hita í verksmiðjunni hans á Borg. Í kössunum halda ormarnir sig nærri yfirborðinu og matast á lífræna úrganginum. Ánamaðkarnir verða í einangruðum kössum en hver þeirra verður um 20 til 25 metrar að lengd.Aðsend Árborg Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Það er Sigurjón Vidalín Guðmundsson, sem býr á Selfossi sem er að fara að flytja ánamaðkana inn til landsins með leyfi Umhverfisstofnunar. Ánamaðkarnir fara á jörðina Borg, sem er á milli Eyrarbakka og Stokkseyri og vinna sína vinnu þar en Sigurjón hefur fengið leigða 14 hektara spildu af Sveitarfélaginu Árborg á Borg. „Þessi aðferð að framleiða áburð með hjálp ánamaðka, sem nýtist svo í alla lífræna ræktun fannst mér upplögð og gott innlegg í þetta hringrásarhagkerfi, sem við erum að reyna að færast nær og það er líka mikil vöntun á svona áburði fyrir lífræna ræktendur,“ segir Sigurjón. Sigurjón Vidalín Guðmundsson, ánamaðkasérfræðingur, sem ætlar sér að koma upp ánamaðkaverksmiðju á bænum Borg í Sveitarfélaginu Árborg.Aðsend Sigurjón er í samstarfi við aðila í Austurríki, sem útvega honum ánamaðkana og þá þekkingu og þjálfun, sem til þarf til að setja upp ánamaðka fyrirtæki eins og Sigurjón er að gera. „Ánamaðkarnir sjá um að éta lífræna úrganginn, sem þeim er gefin og skila honum frá sér sem áburði. Ég fæ að flytja inn eina milljón maðka og þeir þurfa síðan að fjölga sér upp í sex til átta milljónir og það mun gerast á fyrsta árinu þannig að eftir fyrsta árið er vinnslan komin á hámarksafköst,“ segir Sigurjón. Sigurjón vonast til að ánamaðkarnir komi til landsins næsta haust. Þeir verða í 20 – 25 metra löngum kössum, sem eru um 1 meter að dýpt í einangruðum bogahúsum með rafmagni, vatni og hita í verksmiðjunni hans á Borg. Í kössunum halda ormarnir sig nærri yfirborðinu og matast á lífræna úrganginum. Ánamaðkarnir verða í einangruðum kössum en hver þeirra verður um 20 til 25 metrar að lengd.Aðsend
Árborg Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira