Hræddastur við að fólk haldi að þetta sé búið og sleppi fram af sér beislinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 08:02 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst hræddastur við að fólk haldi nú að baráttunni við Covid-19 sé lokið og leyfi sér því að slaka á í samræmi við það. Hann segir baráttunni alls ekki lokið og ekki sé hægt að sleppa fram af sér beislinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu í morgun. Hann er nú með minnisblað í smíðum um nýjar tillögur til ráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Ný reglugerð á að taka gildi á fimmtudag svo Þórólfur þarf að skila sínum tillögum fyrir þann tíma. Eftir bakslag sem kom í faraldurinn seinni hluta nóvember hafa tölurnar síðustu daga verið betri, ekki hvað síst vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem greinst hafa hefur verið í sóttkví við greiningu. Þá hafa jákvæðar fréttir af bóluefni borist undanfarið sem blæs mörgum, ef ekki flestum, von í brjóst um að faraldrinum ljúki senn. Þórólfur segir stöðuna ágæta eftir helgina en minnir á að færri sýni séu tekin um helgar og því þurfi að taka tölunum með fyrirvara. „En þetta er í rétta átt, við getum alveg sagt það og á bara að hvetja okkur áfram að halda áfram þessu fína verki sem allir eru að inna af hendi.“ Aðspurður hvort von sé á að slakað verði á aðgerðum í nýjum tillögum hans til ráðherra segir Þórólfur alltaf von á slökun. „En á móti kemur alltaf að maður er hræddur við að fólk haldi að þetta sé búið og það geti bara sleppt fram af sér beislinu. Það er nú bara alls ekki svo. Það þarf mjög lítið til til þess að maður fái aftur kipp í þetta. Jú, jú, ég held að við séum alltaf að skoða það. Auðvitað væri það öruggasta leiðin að halda öllu í járnum og öllu lokuðu þangað til við fáum bóluefni en það hefur ekki verið okkar taktík til þessa,“ segir Þórólfur. Má ekki gerast að fólk slaki á Hann segir ýmislegt til skoðunar, meðal annars að miða fjöldatakmörkun í verslunum við fermetrafjölda. Hins vegar sé aldrei hægt að gera sóttvarnaaðgerðir þannig úr að garði allir séu 100% sáttir. „Við þurfum að meta þetta líka í árangrinum. Við höfum náð þessum árangri núna sem ég held að fáir hafa getað sýnt fram á eins og við höfum verið að gera, það er fólkinu öllu að þakka. Auðvitað getum við alltaf gert hlutina betur og aðeins öðruvísi og svo framvegis. En aðalmálið í þessu er að fólk haldi ekki að þetta sé búið, fólk haldi ekki að nú megi slaka á og byrja aftur í djamminu og partýjunum. Það er það sem maður er hræddastur við, það má bara ekki gerast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar takmarkanir verði í gildi þar til bóluefni kemur. Fólk þurfi að fá umbun og því sé nauðsynlegt að slaka á eins og hægt er. „En það þarf samt að halda sér vakandi og minna á þessi grundvallaratriði sem við erum alltaf að hamra á,“ segir Þórólfur. Það þurfi að hofa fram á veginn nokkrar vikur í einu. „Ef við missum tökin á þessu núna og fólk passar sig ekki þá eftir eina til tvær vikur fáum við aftur topp í þetta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu í morgun. Hann er nú með minnisblað í smíðum um nýjar tillögur til ráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Ný reglugerð á að taka gildi á fimmtudag svo Þórólfur þarf að skila sínum tillögum fyrir þann tíma. Eftir bakslag sem kom í faraldurinn seinni hluta nóvember hafa tölurnar síðustu daga verið betri, ekki hvað síst vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem greinst hafa hefur verið í sóttkví við greiningu. Þá hafa jákvæðar fréttir af bóluefni borist undanfarið sem blæs mörgum, ef ekki flestum, von í brjóst um að faraldrinum ljúki senn. Þórólfur segir stöðuna ágæta eftir helgina en minnir á að færri sýni séu tekin um helgar og því þurfi að taka tölunum með fyrirvara. „En þetta er í rétta átt, við getum alveg sagt það og á bara að hvetja okkur áfram að halda áfram þessu fína verki sem allir eru að inna af hendi.“ Aðspurður hvort von sé á að slakað verði á aðgerðum í nýjum tillögum hans til ráðherra segir Þórólfur alltaf von á slökun. „En á móti kemur alltaf að maður er hræddur við að fólk haldi að þetta sé búið og það geti bara sleppt fram af sér beislinu. Það er nú bara alls ekki svo. Það þarf mjög lítið til til þess að maður fái aftur kipp í þetta. Jú, jú, ég held að við séum alltaf að skoða það. Auðvitað væri það öruggasta leiðin að halda öllu í járnum og öllu lokuðu þangað til við fáum bóluefni en það hefur ekki verið okkar taktík til þessa,“ segir Þórólfur. Má ekki gerast að fólk slaki á Hann segir ýmislegt til skoðunar, meðal annars að miða fjöldatakmörkun í verslunum við fermetrafjölda. Hins vegar sé aldrei hægt að gera sóttvarnaaðgerðir þannig úr að garði allir séu 100% sáttir. „Við þurfum að meta þetta líka í árangrinum. Við höfum náð þessum árangri núna sem ég held að fáir hafa getað sýnt fram á eins og við höfum verið að gera, það er fólkinu öllu að þakka. Auðvitað getum við alltaf gert hlutina betur og aðeins öðruvísi og svo framvegis. En aðalmálið í þessu er að fólk haldi ekki að þetta sé búið, fólk haldi ekki að nú megi slaka á og byrja aftur í djamminu og partýjunum. Það er það sem maður er hræddastur við, það má bara ekki gerast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar takmarkanir verði í gildi þar til bóluefni kemur. Fólk þurfi að fá umbun og því sé nauðsynlegt að slaka á eins og hægt er. „En það þarf samt að halda sér vakandi og minna á þessi grundvallaratriði sem við erum alltaf að hamra á,“ segir Þórólfur. Það þurfi að hofa fram á veginn nokkrar vikur í einu. „Ef við missum tökin á þessu núna og fólk passar sig ekki þá eftir eina til tvær vikur fáum við aftur topp í þetta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira