Neytendasamtökin hvetja verslanir til að lengja skilafrestinn fram í janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2020 15:03 Biðraðir myndast nú á hverjum degi fyrir framan verslanir og að óbreyttu verða þær varla styttri þegar kemur að skilum milli jóla og nýárs. Vísir/Vilhelm Athugulir neytendur hafa ef til vill tekið eftir því að það er óbreytt sem áður var; að margar verslanir veita aðeins frest til 31. desember til að skila jólagjöfum. Þetta þykir einhverjum ekki í takt við tíðarandann, nú þegar fólk er hvatt til að forðast hópamyndanir eins og heitann eldinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heilsu fólks vera undir. „Í þessu árferði hvetjum við til þess að skilafresturinn sé lengdur enda viljum við ekki raðamyndanir. Það er þannig á hverju ári að fjölmiðlar birta myndir af fólki í óðaönn að skila og það myndast iðulega miklar raðir. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna ástandinu skilning og gefa fólki rýmra tækifæri til að skila gjöfum sem það hefur fengið en getur ekki nýtt.“ Spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fyrirtækin skuli ekki hafa átt frumkvæði að því að lengja skilafrestinn í ljósi ástandsins svarar Breki neitandi. „Það er að svo mörgu að huga í byrjun desember. En það er nægur tími til þess núna að bregðast við og við höfum sent Samtökum verslunar og þjónustu erindi þar sem við hvöttum þau til að vekja athygli á þessu. Og þau ætla að gera það.“ SVÞ segir rýmri fjöldatakmarkanir leysa vandann Í lögum er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru en samkvæmt verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 er mælst til þess að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Það ber að ítreka að verklagsreglurnar eru aðeins leiðbeinandi. Hins vegar er lögbundinn 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að skilaboðum Neytendasamtakanna verði sannarlega komið á framfæri en SVÞ hafa ekki boðvald yfir félögum sínum. Hins vegar segir Andrés sama eiga við um biðraðir í skil milli jóla og nýárs og eigi við nú í aðdraganda jóla. Hann hefur talað fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar og tillit tekið til stærðar húsnæðis, enda sé ekki vitað til þess að fólk hafi verið að smitast í verslunum. „Það er það sem við erum að berjast fyrir.. það myndi leysa þennan vanda og marga aðra; að koma í veg fyrir að fólk sé að safnast fyrir í biðröðum, þar sem það er okkar mat og annarra að þar séu fleiri að smitast,“ segir Andrés. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heilsu fólks vera undir. „Í þessu árferði hvetjum við til þess að skilafresturinn sé lengdur enda viljum við ekki raðamyndanir. Það er þannig á hverju ári að fjölmiðlar birta myndir af fólki í óðaönn að skila og það myndast iðulega miklar raðir. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna ástandinu skilning og gefa fólki rýmra tækifæri til að skila gjöfum sem það hefur fengið en getur ekki nýtt.“ Spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fyrirtækin skuli ekki hafa átt frumkvæði að því að lengja skilafrestinn í ljósi ástandsins svarar Breki neitandi. „Það er að svo mörgu að huga í byrjun desember. En það er nægur tími til þess núna að bregðast við og við höfum sent Samtökum verslunar og þjónustu erindi þar sem við hvöttum þau til að vekja athygli á þessu. Og þau ætla að gera það.“ SVÞ segir rýmri fjöldatakmarkanir leysa vandann Í lögum er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru en samkvæmt verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 er mælst til þess að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Það ber að ítreka að verklagsreglurnar eru aðeins leiðbeinandi. Hins vegar er lögbundinn 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að skilaboðum Neytendasamtakanna verði sannarlega komið á framfæri en SVÞ hafa ekki boðvald yfir félögum sínum. Hins vegar segir Andrés sama eiga við um biðraðir í skil milli jóla og nýárs og eigi við nú í aðdraganda jóla. Hann hefur talað fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar og tillit tekið til stærðar húsnæðis, enda sé ekki vitað til þess að fólk hafi verið að smitast í verslunum. „Það er það sem við erum að berjast fyrir.. það myndi leysa þennan vanda og marga aðra; að koma í veg fyrir að fólk sé að safnast fyrir í biðröðum, þar sem það er okkar mat og annarra að þar séu fleiri að smitast,“ segir Andrés.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Sjá meira