IKEA-vörulistinn heyrir nú sögunni til Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2020 13:19 Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951. IKEA Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. Frá þessu er greint á heimasíðu IKEA. „Þetta er mjög rökrétt, en einnig mjög tilkynningaþrungin ákvörðun,“ segir Konrad Grüss, forstjóri Inter IKEA Systems. Í tilkynningu frá IKEA segir að ákvörðunin um að hætta útgáfunni megi rekja til breyttra neytendavenja og breyttrar fjölmiðlanotkunar almennings. Þá sé það stefna félagsins að verða sífellt stafrænna og aðgengilegra. Þá segir að þó gefin verði út sérstök, prentuð viðhafnarútgáfa IKEA-vörulistans á næsta ári sem er hugsuð sem virðingarvottur við fyrri vörulista IKEA. Sú útgáfa verði þó einungis aðgengileg í verslunum IKEA og ekki dreift á heimili. Árið 2016 var sett met þegar IKEA-vörulistinn var gefinn út í 200 milljónum eintaka, á alls 32 tungumálum, í 69 útgáfum og á fimmtíu mörkuðum. Einungis á rafrænu formi Í sumarlok tilkynnti IKEA á Íslandi að vörulistinn yrði einungis gefinn út á rafrænu formi að þessu sinni og að fyrir því væru ýmsar ástæður. Þá sagði að í ljós yrði að koma hvort að um breytingu til framtíðar væri að ræða. Sé litið til tilkynningar IKEA í morgun má nú ljóst vera að svo var. Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951 og var það Ingvar Kamprad sjálfur sem setti hann saman. Á forsíðu fyrsta bæklingsins var að finna MK hægindastólinn með brúnu áklæði. Sá vörulisti var 68 síður að lengd og var gefinn út í 285 þúsund eintökum. IKEA Tímamót Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu IKEA. „Þetta er mjög rökrétt, en einnig mjög tilkynningaþrungin ákvörðun,“ segir Konrad Grüss, forstjóri Inter IKEA Systems. Í tilkynningu frá IKEA segir að ákvörðunin um að hætta útgáfunni megi rekja til breyttra neytendavenja og breyttrar fjölmiðlanotkunar almennings. Þá sé það stefna félagsins að verða sífellt stafrænna og aðgengilegra. Þá segir að þó gefin verði út sérstök, prentuð viðhafnarútgáfa IKEA-vörulistans á næsta ári sem er hugsuð sem virðingarvottur við fyrri vörulista IKEA. Sú útgáfa verði þó einungis aðgengileg í verslunum IKEA og ekki dreift á heimili. Árið 2016 var sett met þegar IKEA-vörulistinn var gefinn út í 200 milljónum eintaka, á alls 32 tungumálum, í 69 útgáfum og á fimmtíu mörkuðum. Einungis á rafrænu formi Í sumarlok tilkynnti IKEA á Íslandi að vörulistinn yrði einungis gefinn út á rafrænu formi að þessu sinni og að fyrir því væru ýmsar ástæður. Þá sagði að í ljós yrði að koma hvort að um breytingu til framtíðar væri að ræða. Sé litið til tilkynningar IKEA í morgun má nú ljóst vera að svo var. Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951 og var það Ingvar Kamprad sjálfur sem setti hann saman. Á forsíðu fyrsta bæklingsins var að finna MK hægindastólinn með brúnu áklæði. Sá vörulisti var 68 síður að lengd og var gefinn út í 285 þúsund eintökum.
IKEA Tímamót Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira