Útgöngubann – aldrei án aðkomu Alþingis Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2020 18:30 Ég skaust með grímuna út í Fjarðarkaup um daginn. Einu sinni sem oftar. Þegar ég kem að kjötborðinu stoppar maður mig með glaðsinna augu og grímuna á sínum stað og spyr hvernig það sé að vera á þingi á þessum tímum. Þótt margt sé skrýtið á Alþingi, líkt og á öðrum vinnustöðum, segi ég honum að mér finnist þingmenn allra flokka, sem starfsfólk leggi sig fram. Þingmenn séu að vanda sig, svona oftast nær þótt það þýði ekki endilega að allt sé í lagi. Þessi maður sagðist lítið erindi hafa annað en að árétta tortryggni sína þegar kæmi að útgöngubanninu, sem ríkisstjórnin hefði boðað að gera að lögum. Eins og það væri verið að smygla inn einhverju skrýtnu á þessum tímum. Að því búnu kvaddi hann vinsamlega og ég kláraði kaupin. Þetta er ekki eini einstaklingurinn sem rætt hefur við mig um tillögu ríkisstjórnar um að setja heimildaákvæði um útgöngubann en áhyggjurnar eru eðlilegar. Og á að taka alvarlega. Sjálf sé ég ekki knýjandi þörf á að setja svona íþyngjandi ákvæði í lög þegar meira en þokkalega hefur gengið að berjast við veiruna, með þeim tólum og tækjum sem nú eru í gildandi lögum. Almenningur hefur staðið sig vel í stórum dráttum samkvæmt núgildandi lögum undir forystu sóttvarnaryfirvalda. En þar fyrir utan þá þarfnast svona afdrifaríkt og þungbært úrræði yfirvegunar og gaumgæfilegrar skoðunar. Því þetta er meiriháttar inngrip. Það er sjálfsagt að ræða þetta en að setja slíkt ákvæði í miðjum faraldri er kannski ekki besti tíminn þegar varnarmúr persónufrelsis er hvað veikastur fyrir. Mér hefur þótt það sérstakt að frumvarp ríkisstjórnarinnar sem inniheldur útgöngubann og er nýlunda í íslenskri stjórnsýslu, hafi farið nokkuð óáreitt í gegnum stjórnarflokkanna. Þrátt fyrir alla frelsispostulanna. Það er mitt mat að þessari tillögu þarf að breyta. Ef sérfræðingar telja slíkt ákvæði um útgöngubann nauðsynlegt í lögum, ákvæði sem er stórkostlegt inngrip inn í einstaklingsfrelsið, þá verður að tryggja að því verði aldrei beitt án aðkomu Alþingis. Aldrei. Löggjafarþingið hefur sýnt að þegar miklir hagsmunir eru undir er það fljótt til. Nægir að benda á neyðarlögin í því efni. Engin ástæða er að gera annað en miklar kröfur til stjórnvalda ef beita á útgöngubanni. Annað væri ógn við samfélagsgerðina, lýðræði okkar og frelsi. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skaust með grímuna út í Fjarðarkaup um daginn. Einu sinni sem oftar. Þegar ég kem að kjötborðinu stoppar maður mig með glaðsinna augu og grímuna á sínum stað og spyr hvernig það sé að vera á þingi á þessum tímum. Þótt margt sé skrýtið á Alþingi, líkt og á öðrum vinnustöðum, segi ég honum að mér finnist þingmenn allra flokka, sem starfsfólk leggi sig fram. Þingmenn séu að vanda sig, svona oftast nær þótt það þýði ekki endilega að allt sé í lagi. Þessi maður sagðist lítið erindi hafa annað en að árétta tortryggni sína þegar kæmi að útgöngubanninu, sem ríkisstjórnin hefði boðað að gera að lögum. Eins og það væri verið að smygla inn einhverju skrýtnu á þessum tímum. Að því búnu kvaddi hann vinsamlega og ég kláraði kaupin. Þetta er ekki eini einstaklingurinn sem rætt hefur við mig um tillögu ríkisstjórnar um að setja heimildaákvæði um útgöngubann en áhyggjurnar eru eðlilegar. Og á að taka alvarlega. Sjálf sé ég ekki knýjandi þörf á að setja svona íþyngjandi ákvæði í lög þegar meira en þokkalega hefur gengið að berjast við veiruna, með þeim tólum og tækjum sem nú eru í gildandi lögum. Almenningur hefur staðið sig vel í stórum dráttum samkvæmt núgildandi lögum undir forystu sóttvarnaryfirvalda. En þar fyrir utan þá þarfnast svona afdrifaríkt og þungbært úrræði yfirvegunar og gaumgæfilegrar skoðunar. Því þetta er meiriháttar inngrip. Það er sjálfsagt að ræða þetta en að setja slíkt ákvæði í miðjum faraldri er kannski ekki besti tíminn þegar varnarmúr persónufrelsis er hvað veikastur fyrir. Mér hefur þótt það sérstakt að frumvarp ríkisstjórnarinnar sem inniheldur útgöngubann og er nýlunda í íslenskri stjórnsýslu, hafi farið nokkuð óáreitt í gegnum stjórnarflokkanna. Þrátt fyrir alla frelsispostulanna. Það er mitt mat að þessari tillögu þarf að breyta. Ef sérfræðingar telja slíkt ákvæði um útgöngubann nauðsynlegt í lögum, ákvæði sem er stórkostlegt inngrip inn í einstaklingsfrelsið, þá verður að tryggja að því verði aldrei beitt án aðkomu Alþingis. Aldrei. Löggjafarþingið hefur sýnt að þegar miklir hagsmunir eru undir er það fljótt til. Nægir að benda á neyðarlögin í því efni. Engin ástæða er að gera annað en miklar kröfur til stjórnvalda ef beita á útgöngubanni. Annað væri ógn við samfélagsgerðina, lýðræði okkar og frelsi. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun