Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 17:18 Grandi 101 er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Jakobína er til hægri á mynd. Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan í byrjun október, með nokkurra daga hóptímaglugga í lok þess mánaðar. Með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag verður stöðvunum áfram lokað til 12. janúar hið minnsta. Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði fyllst örvæntingu við fréttirnar. Jakobína Jónsdóttir einn eigenda Granda 101 tók í sama streng í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held að við eigendur líkamsræktarstöðva getum verið sammála um það að þetta sé ansi svartur dagur hjá okkur.“ Hún kvaðst ekki endilega hafa átt von á öðru en að líkamsræktarstöðum yrði áfram gert að hafa lokað. Hún væri hætt að gera sér vonir um annað. Þá sagði hún að sér þætti einkennilegt að opna mætti sundlaugar en ekki líkamsræktarstöðvar, einkum í ljósi þess að ein mesta smithættan hafi verið sögð í búningsklefum – sem gestir sundlauga þurfi að sjálfsögðu að nota. „Í rauninni hefur eini sameiginlegi snertiflöturinn hjá okkur sem höfum verið með hóptíma verið hurðarhúnn, inn og út. Þannig að manni finnst þetta ekki sanngjarnt,“ sagði Jakobína. „Við erum tuttugu manns, eigendur líkamsræktarstöðva, í daglegum samskiptum og það veit enginn um neitt smit innan sinnar stöðvar. Mér finnst það segja mjög mikið. Líkamsræktarstöðvar hafa fylgt mjög ströngum sóttvörnum frá því í vor.“ Sýnist að aðgerðirnar séu ekki löglegar Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu í október að 110 kórónuveirusmit hefðu verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar voru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Stór hluti þessara smita er rakinn til hópsýkingar í Hnefaleikafélagi Kópavogs en tölurnar frá almannavörnum voru þó ekki sundurliðaðar. Jakobína sagði að hópur eigenda líkamsræktarstöðva væri nú að skoða réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerðanna. „Já, við erum búin að vera að skoða hana núna og höfum verið í sambandi við nokkra lögfræðinga og erum einmitt að fara að hittast á morgun á fundi. Við ætlum að fara aðeins að skoða þetta en okkur sýnist á öllu að þetta sé í rauninni ekki löglegt, þessar lokanir. Þannig að við ætlum að kafa dýpra í það,“ sagði Jakobína. „Við höfum fengið lögfræðinga til okkar sem hafa í rauninni bent okkur á að við ættum að opna, fá fólk til okkar, fá lögregluna á staðinn, fá sekt og kæra sektina og fara í mál. Sem allir hafa sagt að við myndum örugglega vinna. En auðvitað viljum við gera þetta í sátt og samlyndi með stjórnvöldum.“ Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. 2. desember 2020 14:01 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan í byrjun október, með nokkurra daga hóptímaglugga í lok þess mánaðar. Með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag verður stöðvunum áfram lokað til 12. janúar hið minnsta. Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði fyllst örvæntingu við fréttirnar. Jakobína Jónsdóttir einn eigenda Granda 101 tók í sama streng í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held að við eigendur líkamsræktarstöðva getum verið sammála um það að þetta sé ansi svartur dagur hjá okkur.“ Hún kvaðst ekki endilega hafa átt von á öðru en að líkamsræktarstöðum yrði áfram gert að hafa lokað. Hún væri hætt að gera sér vonir um annað. Þá sagði hún að sér þætti einkennilegt að opna mætti sundlaugar en ekki líkamsræktarstöðvar, einkum í ljósi þess að ein mesta smithættan hafi verið sögð í búningsklefum – sem gestir sundlauga þurfi að sjálfsögðu að nota. „Í rauninni hefur eini sameiginlegi snertiflöturinn hjá okkur sem höfum verið með hóptíma verið hurðarhúnn, inn og út. Þannig að manni finnst þetta ekki sanngjarnt,“ sagði Jakobína. „Við erum tuttugu manns, eigendur líkamsræktarstöðva, í daglegum samskiptum og það veit enginn um neitt smit innan sinnar stöðvar. Mér finnst það segja mjög mikið. Líkamsræktarstöðvar hafa fylgt mjög ströngum sóttvörnum frá því í vor.“ Sýnist að aðgerðirnar séu ekki löglegar Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu í október að 110 kórónuveirusmit hefðu verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar voru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Stór hluti þessara smita er rakinn til hópsýkingar í Hnefaleikafélagi Kópavogs en tölurnar frá almannavörnum voru þó ekki sundurliðaðar. Jakobína sagði að hópur eigenda líkamsræktarstöðva væri nú að skoða réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerðanna. „Já, við erum búin að vera að skoða hana núna og höfum verið í sambandi við nokkra lögfræðinga og erum einmitt að fara að hittast á morgun á fundi. Við ætlum að fara aðeins að skoða þetta en okkur sýnist á öllu að þetta sé í rauninni ekki löglegt, þessar lokanir. Þannig að við ætlum að kafa dýpra í það,“ sagði Jakobína. „Við höfum fengið lögfræðinga til okkar sem hafa í rauninni bent okkur á að við ættum að opna, fá fólk til okkar, fá lögregluna á staðinn, fá sekt og kæra sektina og fara í mál. Sem allir hafa sagt að við myndum örugglega vinna. En auðvitað viljum við gera þetta í sátt og samlyndi með stjórnvöldum.“
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. 2. desember 2020 14:01 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. 2. desember 2020 14:01