Fleiri sækja um mataraðstoð fyrir jólin í ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:53 Herkastali Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Vísir/Sigurjón Hjálpræðishernum í Reykjavík hafa borist um 600 umsóknir um mataraðstoð fyrir jólin og er það gríðarleg aukning frá síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu á vef samtakanna. Á síðasta ári voru umsóknir í kring um 200 talsins. „Um 470 einstaklingar og pör fá aðstoð frá Hjálpræðishernum í Reykjavík fyrir jólin, samanborið við 170 í desember í fyrra. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar einstaklinga og barnlaus pör á höfuðborgarsvæðinu en fjölskyldur geta sótt um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að aðstoðin sé í formi gjafakorta í Krónuverslunum. Þá segir í tilkynningunni að það gefi auga leið að aukinn fjöldi umsókna kalli á aukin útgjöld af hálfu Hjálpræðishersins. Haft er eftir Hjördísi Kristinsdóttur, foringja í Hjálpræðishernum, að mörg fyrirtæki og samtök hafi styrkt starfið um hærri upphæð í ár en síðustu ár, til þess að mæta aukinni þörf í samfélaginu. Breytingar á starfinu Á næstu mánuðum muni velferðarstarf Hjálpræðishersins í Reykjavík breytast og minna verður um inneignarkort í matvöruverslanir. „Við munum einbeita okkur að því að bjóða upp á heitan mat fimm sinnum í viku. Það eru aðallega einstaklingar sem leita til okkar en ekki fjölskyldur, svo það munar jafnvel enn meira um slíkan stuðning,“ er haft eftir Hjördísi. Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Vísir/Sigurjón Skráning í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadag er þá enn opin, en endanlegt fyrirkomulag hans liggur ekki fyrir, en fram kemur að útfærsla verði í samræmi við sóttvarnareglur. Minni aukning á Akureyri Þá kemur fram í annarri tilkynningu á vef Hjálpræðishersins að umsóknum um aðstoð yfir jólin hafi fjölgað um 30% á Akureyri og nágrenni. „Eins og við mátti búast voru umsóknir um jólaaðstoð árið 2020 nokkuð fleiri en árin á undan. Umsóknir bárust frá um 400 heimilum á svæðinu, samanborið við 309 árið 2019. Þó hefur vel gengið að fjármagna aðstoðina, enda styðja fyrirtæki og samtök á svæðinu myndarlega við sjóðinn.“ Hjálparstarf Reykjavík Akureyri Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
„Um 470 einstaklingar og pör fá aðstoð frá Hjálpræðishernum í Reykjavík fyrir jólin, samanborið við 170 í desember í fyrra. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar einstaklinga og barnlaus pör á höfuðborgarsvæðinu en fjölskyldur geta sótt um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að aðstoðin sé í formi gjafakorta í Krónuverslunum. Þá segir í tilkynningunni að það gefi auga leið að aukinn fjöldi umsókna kalli á aukin útgjöld af hálfu Hjálpræðishersins. Haft er eftir Hjördísi Kristinsdóttur, foringja í Hjálpræðishernum, að mörg fyrirtæki og samtök hafi styrkt starfið um hærri upphæð í ár en síðustu ár, til þess að mæta aukinni þörf í samfélaginu. Breytingar á starfinu Á næstu mánuðum muni velferðarstarf Hjálpræðishersins í Reykjavík breytast og minna verður um inneignarkort í matvöruverslanir. „Við munum einbeita okkur að því að bjóða upp á heitan mat fimm sinnum í viku. Það eru aðallega einstaklingar sem leita til okkar en ekki fjölskyldur, svo það munar jafnvel enn meira um slíkan stuðning,“ er haft eftir Hjördísi. Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Vísir/Sigurjón Skráning í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadag er þá enn opin, en endanlegt fyrirkomulag hans liggur ekki fyrir, en fram kemur að útfærsla verði í samræmi við sóttvarnareglur. Minni aukning á Akureyri Þá kemur fram í annarri tilkynningu á vef Hjálpræðishersins að umsóknum um aðstoð yfir jólin hafi fjölgað um 30% á Akureyri og nágrenni. „Eins og við mátti búast voru umsóknir um jólaaðstoð árið 2020 nokkuð fleiri en árin á undan. Umsóknir bárust frá um 400 heimilum á svæðinu, samanborið við 309 árið 2019. Þó hefur vel gengið að fjármagna aðstoðina, enda styðja fyrirtæki og samtök á svæðinu myndarlega við sjóðinn.“
Hjálparstarf Reykjavík Akureyri Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira