Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2020 13:36 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á þýska þinginu í morgun. EPA/HAYOUNG JEON Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. Sagði hún ljóst að bóluefni myndi ekki duga eitt og sér til að draga úr dreifingu nýju kóróneirunnar í Þýskalandi. Gripið var til hertra sóttvarna fyrir um sex vikum síðan. Börum og veitingastöðum var lokað en skólar voru áfram opnir og sömuleiðis verslanir. Merkel sagðist einnig andvíg því að opna hótel yfir hátíðirnar svo fjölskyldumeðlimir gætu komið saman, samkvæmt frétt DW. Hér má sjá yfirlitsmynd sem sýnir 14 daga nýgengi smit á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu.ECDC Samkvæmt alríkiskerfi Þýskalands er það á höndum yfirvalda hvers héraðs landsins fyrir sig að ákvarða sóttvarnaaðgerðir en Merkel hvatti ráðamenn að fylgja tillögum vísindamanna. Einhverjir hafa ekki viljað gera það og þá sérstaklega ráðamenn í héruðum þar sem útbreiðsla veirunnar er ekki mikil. Alls hafa 1.218.524 greinst smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi og 19.932 hafa dáið vegna sjúkdómsins. Á þeim sex vikum síðan sóttvarnir voru hertar hefur dregið úr veldisvexti veirunnar en 14 daga nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa er enn 309.8 og nýgengi dauðsfalla um 6,2, samkvæmt nýjustu tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu. Útbreiðsla veirunnar í Evrópu hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Það hefur að hluta til verið rakið til þess hve hratt ráðamenn í Evrópu léttu á takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum í vor og í sumar. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. 9. desember 2020 14:11 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Sagði hún ljóst að bóluefni myndi ekki duga eitt og sér til að draga úr dreifingu nýju kóróneirunnar í Þýskalandi. Gripið var til hertra sóttvarna fyrir um sex vikum síðan. Börum og veitingastöðum var lokað en skólar voru áfram opnir og sömuleiðis verslanir. Merkel sagðist einnig andvíg því að opna hótel yfir hátíðirnar svo fjölskyldumeðlimir gætu komið saman, samkvæmt frétt DW. Hér má sjá yfirlitsmynd sem sýnir 14 daga nýgengi smit á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu.ECDC Samkvæmt alríkiskerfi Þýskalands er það á höndum yfirvalda hvers héraðs landsins fyrir sig að ákvarða sóttvarnaaðgerðir en Merkel hvatti ráðamenn að fylgja tillögum vísindamanna. Einhverjir hafa ekki viljað gera það og þá sérstaklega ráðamenn í héruðum þar sem útbreiðsla veirunnar er ekki mikil. Alls hafa 1.218.524 greinst smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi og 19.932 hafa dáið vegna sjúkdómsins. Á þeim sex vikum síðan sóttvarnir voru hertar hefur dregið úr veldisvexti veirunnar en 14 daga nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa er enn 309.8 og nýgengi dauðsfalla um 6,2, samkvæmt nýjustu tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu. Útbreiðsla veirunnar í Evrópu hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Það hefur að hluta til verið rakið til þess hve hratt ráðamenn í Evrópu léttu á takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum í vor og í sumar. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. 9. desember 2020 14:11 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. 9. desember 2020 14:11