Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 19:00 Gestur Jónsson lögmaður. Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. Eftir að heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu afhent álit Gests hefur verið tekin sú ákvörðun að opna sundlaugar með takmörkunum og leyfa almennt íþróttastarf þeirra sem eru innan ÍSÍ og keppa í efstu deild. Líkamsræktarstöðvar skulu hins vegar vera áfram lokaðar. „Minnisblað mitt gekk út á það að í fyrri ákvörðunum um sóttvarnir gagnvart þessum aðilum hafa þeir verið meðhöndlaðir með sama hætti. Við teljum að það eigi að gera það líka núna nema það séu frambærileg og málefnaleg sjónarmið sem valda því að það eigi að breyta. Og ég hef ekki heyrt nein slík sjónarmið koma fram,“ segir Gestur. Hann segir gripið til sóttvarnaráðstafana af ríku tilefni og þeir séu ekki að halda því fram að það sé rangt að setja takmarkanir á starfsemi í samfélaginu. „Við teljum hins vegar að það sé mikilvægt að allir sitji við sama borð sem þurfa að þola slíkar takmarkanir. “ Hann segir ljóst að ef líkamsræktarstöðvum sé lokað án þess að fyrir því séu næg tilefni geti það leitt til skaðabótaskyldu. Gestur dregur þá ályktun að takmörkum á starfsemi sé aðeins létt á þeirri sem sé á vegum ríkisins og sveitarfélaganna eða á vegum félaga sem nóta stuðnings þeirra. Sú starfsemi fái meira rými en starfsemi á vegum einkaaðila. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveður hvaða takmarkanir eru í gildi. „Og þetta er mjög vond lína ef þetta er rétt ályktun hjá mér. Það er miklu meiri ástæða til að reyna að standa vörð um atvinnustarfsemi í landinu, því sem fólk hefur lífsviðurværi af,“ segir Gestur og bendir á að 500 manns starfi í 17 stöðvum World Class. Hann segir augljóst að sóttvarnasjónarmið ráði ekki ein för við ákvörðun um að leyfa almennt íþróttastarf í efstu deildum en ekki starfsemi líkamsræktarstöðva. „Samskonar líkamsrækt er heimiluð á vegum íþróttafélaganna þegar um er að ræða þá sem eru í keppnisíþróttum og það getur ekki verið neitt sóttvarnasjónarmið að heimila þeim sem er góður í greininni að æfa en ekki hinum sem eru lakari. Það byggist á öðrum sjónarmiðum, ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, en það verður að koma fram að það sé tilgangurinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eftir að heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu afhent álit Gests hefur verið tekin sú ákvörðun að opna sundlaugar með takmörkunum og leyfa almennt íþróttastarf þeirra sem eru innan ÍSÍ og keppa í efstu deild. Líkamsræktarstöðvar skulu hins vegar vera áfram lokaðar. „Minnisblað mitt gekk út á það að í fyrri ákvörðunum um sóttvarnir gagnvart þessum aðilum hafa þeir verið meðhöndlaðir með sama hætti. Við teljum að það eigi að gera það líka núna nema það séu frambærileg og málefnaleg sjónarmið sem valda því að það eigi að breyta. Og ég hef ekki heyrt nein slík sjónarmið koma fram,“ segir Gestur. Hann segir gripið til sóttvarnaráðstafana af ríku tilefni og þeir séu ekki að halda því fram að það sé rangt að setja takmarkanir á starfsemi í samfélaginu. „Við teljum hins vegar að það sé mikilvægt að allir sitji við sama borð sem þurfa að þola slíkar takmarkanir. “ Hann segir ljóst að ef líkamsræktarstöðvum sé lokað án þess að fyrir því séu næg tilefni geti það leitt til skaðabótaskyldu. Gestur dregur þá ályktun að takmörkum á starfsemi sé aðeins létt á þeirri sem sé á vegum ríkisins og sveitarfélaganna eða á vegum félaga sem nóta stuðnings þeirra. Sú starfsemi fái meira rými en starfsemi á vegum einkaaðila. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveður hvaða takmarkanir eru í gildi. „Og þetta er mjög vond lína ef þetta er rétt ályktun hjá mér. Það er miklu meiri ástæða til að reyna að standa vörð um atvinnustarfsemi í landinu, því sem fólk hefur lífsviðurværi af,“ segir Gestur og bendir á að 500 manns starfi í 17 stöðvum World Class. Hann segir augljóst að sóttvarnasjónarmið ráði ekki ein för við ákvörðun um að leyfa almennt íþróttastarf í efstu deildum en ekki starfsemi líkamsræktarstöðva. „Samskonar líkamsrækt er heimiluð á vegum íþróttafélaganna þegar um er að ræða þá sem eru í keppnisíþróttum og það getur ekki verið neitt sóttvarnasjónarmið að heimila þeim sem er góður í greininni að æfa en ekki hinum sem eru lakari. Það byggist á öðrum sjónarmiðum, ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, en það verður að koma fram að það sé tilgangurinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira