Albert og félagar geta komist áfram í Evrópudeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 12:30 Albert Guðmundsson fagnar einu marka sinna fyror AZ Alkmaar á tímabilinu. Getty/JAN DEN BREEJEN Íslendingaliðið AZ Alkmaar frá Hollandi á ágæta möguleika á að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Átján félög hafa tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur í ljós hvaða sex félög bætast í hópinn. Átta síðustu liðin koma síðan úr Meistaradeildinni. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal eru eitt af þessum átján liðum sem eru komin áfram en KR-ingurinn hefur varið mark Arsenal í síðustu þremur leikjum liðsins í keppninni og aðeins fengið á sig eitt mark. Arsenal mætir Dundalk á útivelli í kvöld. Albert Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar eru í hörku baráttu um sæti í útsláttarkeppninni en AZ Alkmaar, Napoli og Real Sociedad berjast um tvö laus sæti í lokaumferðinni. #AZ #rijaz #UEL pic.twitter.com/Y6QXlbE9Jn— AZ (@AZAlkmaar) December 10, 2020 Napoli er efst með tíu stig en Real Sociedad og AZ Alkmaar hafa bæði átta stig. Napoli kemst áfram með því að ná í að minnsta kosti eitt stig í leik sínum á móti Real Sociedad á heimavelli. AZ Alkmaar kemst áfram með sigri á Rijeka á útivelli eða ef liðið fær fleiri stig en Real Sociedad. Real Sociedad stendur nefnilega betur í innbyrðis viðureignum. Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Rijeka í fyrri leik liðanna og fær vonandi að spreyta sig í Króatíu í kvöld. Mörkin hans síðan síðast má sjá hér fyrir neðan. Leikir Arsenal og AZ Alkmaar verða sýndir beint en þeir hefjast báðir klukkan 17.55. Leikur Dundalk-Arsenal er á Stöð 2 Sport 4 en leikur Rijeka-AZ Alkmaar á Stöð 2 Sport 2. Þriðja Íslendingaliðið i beinni í kvöld er síðan lið CSKA Moskva í Rússlandi þar sem spila Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson. CSKA Moskva á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr sínum riðli en liðið hefur ekki unnið leik í keppninni og er bara með þrjú stig úr fimm leikjum. Leikur Dinamo Zagreb og CSKA Moskva verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Fjórða útsending kvöldsins frá Evrópudeildinni verður svo leikur Tottenham og Antwerpen sem er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50. Tottenham er búið að tryggja sig áfram eins og belgíska liðið. Hér fyrir neðan má yfirlit yfir stöðu liðanna. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Átján félög hafa tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur í ljós hvaða sex félög bætast í hópinn. Átta síðustu liðin koma síðan úr Meistaradeildinni. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal eru eitt af þessum átján liðum sem eru komin áfram en KR-ingurinn hefur varið mark Arsenal í síðustu þremur leikjum liðsins í keppninni og aðeins fengið á sig eitt mark. Arsenal mætir Dundalk á útivelli í kvöld. Albert Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar eru í hörku baráttu um sæti í útsláttarkeppninni en AZ Alkmaar, Napoli og Real Sociedad berjast um tvö laus sæti í lokaumferðinni. #AZ #rijaz #UEL pic.twitter.com/Y6QXlbE9Jn— AZ (@AZAlkmaar) December 10, 2020 Napoli er efst með tíu stig en Real Sociedad og AZ Alkmaar hafa bæði átta stig. Napoli kemst áfram með því að ná í að minnsta kosti eitt stig í leik sínum á móti Real Sociedad á heimavelli. AZ Alkmaar kemst áfram með sigri á Rijeka á útivelli eða ef liðið fær fleiri stig en Real Sociedad. Real Sociedad stendur nefnilega betur í innbyrðis viðureignum. Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Rijeka í fyrri leik liðanna og fær vonandi að spreyta sig í Króatíu í kvöld. Mörkin hans síðan síðast má sjá hér fyrir neðan. Leikir Arsenal og AZ Alkmaar verða sýndir beint en þeir hefjast báðir klukkan 17.55. Leikur Dundalk-Arsenal er á Stöð 2 Sport 4 en leikur Rijeka-AZ Alkmaar á Stöð 2 Sport 2. Þriðja Íslendingaliðið i beinni í kvöld er síðan lið CSKA Moskva í Rússlandi þar sem spila Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson. CSKA Moskva á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr sínum riðli en liðið hefur ekki unnið leik í keppninni og er bara með þrjú stig úr fimm leikjum. Leikur Dinamo Zagreb og CSKA Moskva verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Fjórða útsending kvöldsins frá Evrópudeildinni verður svo leikur Tottenham og Antwerpen sem er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50. Tottenham er búið að tryggja sig áfram eins og belgíska liðið. Hér fyrir neðan má yfirlit yfir stöðu liðanna. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira