Fram kemur í frétt Guardian að mótmæli stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi farið friðsamlega fram. Að þeim loknum kom til átaka milli öfgahægrimanna úr samtökunum Proud Boys og andstæðingar þeirra úr Antifa-hreyfingunni.
Þeir fyrrnefndu eru sagðir hafa brennt fána merkta Black Lives Matter-hreyfingunni og borið merki hvítra þjóðernissina. Lögregla beitti piparúða á fylkingarnar en átökin spruttu þó ítrekað upp aftur.
Mótmæli vegna úrslita forsetakosninganna fóru einnig fram í Georgíu, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin, Nevada og Arizona. Nú um helgina vísaði Hæstiréttur Bandaríkjanna frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum þessara ríkja.