Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 10:41 Biden sagði í gær tíma til kominn að horfa fram á við en á Twitter mátti enn sjá Trump slá frá sér í biturð. epa/Jim Lo Scalzo Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. Athygli vakti að á sama tíma var Donald Trump, fráfarandi forseti, enn að halda því fram á Twitter að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Swing States that have found massive VOTER FRAUD, which is all of them, CANNOT LEGALLY CERTIFY these votes as complete & correct without committing a severely punishable crime. Everybody knows that dead people, below age people, illegal immigrants, fake signatures, prisoners,....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2020 Biden fordæmdi aftur á móti aðför Trump og stuðningsmanna hans að kosningunum og sagði þær samviskulausar. Þá sagði hann enga embættismenn eiga að þola þrýsting á borð við þann sem lagður hefði verið á suma að lýsa kosningarnar ólögætar. Biden sagði tímabært að snúa við blaðinu. „Við, fólkið, kaus,“ sagði hann. Kosningaferlið og stofnanir landsins hefðu staðist áhlaupið. „Og nú er tími til að horfa fram á við, eins og við höfum gert í gegnum söguna. Til að sameinast. Til að binda um sárt.“ Fólkið veitir stjórnmálamönnunum valdið Biden fagnaði mestu kosningaþátttöku í sögu þjóðarinnar og sagði hana einn mesta vitnisburðinn um borgaralega skyldu sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann séð. Því bæri að fagna, ekki fordæma. Þá sagðist hann þess fullviss að kosningaferlið myndi standa af sér atlöguna. „Ef einhver efaðist áður, þá vitum við það núna. Það sem bærist í brjósti bandarísku þjóðarinnar er þetta: Lýðræðið. Rétturinn til að heyrast. Til að atkvæðið þitt sé talið. Að velja leiðtoga þessarar þjóðar. Til að ráða okkur sjálf. Í Bandaríkjunum taka pólitíkusar ekki völdin; fólkið veitir þeim þau.“ „Ekkert getur slökkt þann loga“ Forsetinn verðandi sló þau einnig alvarlegri tón og varaði við því að næstu mánuðir yrðu erfiðir. „Við eigum mikilvægt verk fyrir höndum,“ sagði hann. „Að ná stjórn á faraldrinum og bólusetja þjóðina gegn vírusnum. Að veita efnahagsaðstoð sem svo marga Bandaríkjamenn skortir sárlega og síðan, að gera efnhag okkar betri en hann hefur nokkurn tímann verið.“ Þá kallaði hann eftir samstöðu meðal þjóðarinnar. „Við þurfum að standa saman sem Bandaríkjamenn, sjá hvort annað; sársauka okkar, erfiðleika, vonir og drauma. Við erum mikil þjóð. Við erum gott fólk,“ sagði hann. „Fyrir löngu var eldur lýðræðisins kveiktur hjá þessari þjóð. Og nú vitum við að ekkert; hvorki heimsfaraldur né misbeiting valds, getur slökkt þann loga.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Athygli vakti að á sama tíma var Donald Trump, fráfarandi forseti, enn að halda því fram á Twitter að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Swing States that have found massive VOTER FRAUD, which is all of them, CANNOT LEGALLY CERTIFY these votes as complete & correct without committing a severely punishable crime. Everybody knows that dead people, below age people, illegal immigrants, fake signatures, prisoners,....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2020 Biden fordæmdi aftur á móti aðför Trump og stuðningsmanna hans að kosningunum og sagði þær samviskulausar. Þá sagði hann enga embættismenn eiga að þola þrýsting á borð við þann sem lagður hefði verið á suma að lýsa kosningarnar ólögætar. Biden sagði tímabært að snúa við blaðinu. „Við, fólkið, kaus,“ sagði hann. Kosningaferlið og stofnanir landsins hefðu staðist áhlaupið. „Og nú er tími til að horfa fram á við, eins og við höfum gert í gegnum söguna. Til að sameinast. Til að binda um sárt.“ Fólkið veitir stjórnmálamönnunum valdið Biden fagnaði mestu kosningaþátttöku í sögu þjóðarinnar og sagði hana einn mesta vitnisburðinn um borgaralega skyldu sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann séð. Því bæri að fagna, ekki fordæma. Þá sagðist hann þess fullviss að kosningaferlið myndi standa af sér atlöguna. „Ef einhver efaðist áður, þá vitum við það núna. Það sem bærist í brjósti bandarísku þjóðarinnar er þetta: Lýðræðið. Rétturinn til að heyrast. Til að atkvæðið þitt sé talið. Að velja leiðtoga þessarar þjóðar. Til að ráða okkur sjálf. Í Bandaríkjunum taka pólitíkusar ekki völdin; fólkið veitir þeim þau.“ „Ekkert getur slökkt þann loga“ Forsetinn verðandi sló þau einnig alvarlegri tón og varaði við því að næstu mánuðir yrðu erfiðir. „Við eigum mikilvægt verk fyrir höndum,“ sagði hann. „Að ná stjórn á faraldrinum og bólusetja þjóðina gegn vírusnum. Að veita efnahagsaðstoð sem svo marga Bandaríkjamenn skortir sárlega og síðan, að gera efnhag okkar betri en hann hefur nokkurn tímann verið.“ Þá kallaði hann eftir samstöðu meðal þjóðarinnar. „Við þurfum að standa saman sem Bandaríkjamenn, sjá hvort annað; sársauka okkar, erfiðleika, vonir og drauma. Við erum mikil þjóð. Við erum gott fólk,“ sagði hann. „Fyrir löngu var eldur lýðræðisins kveiktur hjá þessari þjóð. Og nú vitum við að ekkert; hvorki heimsfaraldur né misbeiting valds, getur slökkt þann loga.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47
Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28