„Fylgdi því alltaf vellíðan að fara í kvenmannsföt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2020 15:30 Veiga ræðir ítarlega um kynleiðréttingarferlið við Sölva Tryggvason. Veiga Grétarsdóttir háði hatramma baráttu við sjálfa sig og reyndi að lifa „eðlilegu“ lífi en ákvað loks að standa með sjálfri sér og hefja kynleiðréttingarferli. Veiga er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þegar hún byrjaði að finna þær tilfinningar að hún væri í röngum líkama vissi hún ekki hvað var í gangi og í áraraðir reyndi hún að bæla tilfinningar sínar og loka inni það sem var að gerast innra með henni. Í mörg ár skilgreindi hún sig sem klæðskipting af því að það virtist auðveldara, en því fylgdi samt mikil skömm. „Það var rosalegur feluleikur og mikil skömm sem fylgdi því. Feluleikurinn var það mikill að maður dró fyrir alla glugga, en samt fylgdi því alltaf vellíðan að fara í kvenmannsföt og söknuður þegar maður var búin að klæða sig úr. En ég var alltaf hrædd um að vera tekin af lífi félagslega,“ segir Veiga sem hafði í raun sætt sig við að fela tilfinningar sínar alla ævi þegar hún flutti til Noregs. Þá var hún komin burt frá sínu hefðbundna umhverfi og smám saman varð erfiðara og erfiðara að halda öllu niðri. „Þar byrjaði konan að banka upp á aftur og í raun það sterkt að ég gat ekki haldið aftur af því. Ég var farin að reyna að finna alla möguleika sem ég gat til að eiga tíma ein með sjálfri mér þar sem ég gæti klætt mig í kvennmannsföt. Ég gerði það oft í bílnum og þá man ég eftir hræðslunni við að vera stoppuð af löggunni og hvernig í ósköpunum ég myndi reyna að tala mig út úr því. En samt var kenndin það sterk að ég var farin að vakna á morgnana og reyna að skipuleggja daginn minn þannig að ég gæti einhvern vegin fundið leið til að eiga tíma fyrir mig til að klæða mig upp í kvennmannsföt. Þannig að þetta var í lokin orðinn rosalegur feluleikur.” Hrundi í mikið þunglyndi Í þættinum lýsir Veiga augnablikinu þegar hún loks var alveg viss um stefnuna sem hún vildi taka. „Það var jólin 2014 þegar ég var að leika mér með dóttur minni og hafði hallað mér fram og sá á mynd að það skein í skallann á mér. Ég var farin að fá há kollvik, en þegar ég sá þetta hugsaði ég strax, fokk, ég get ekki verið sköllótt kona,” segir Veiga. „Daginn eftir hrundi ég í mikið þunglyndi og tveimur vikum síðar eftir að hafa farið til sálfræðings var ég komin á þunglyndislyf. Ég sagði sálfræðingnum hvað var að gerast innra með mér og ári síðar var ég byrjuð á lyfjum og leiðréttingarferlið hafið.” Veiga segist nú loks frjáls í sálinni. En ferlið sjálft tekur mjög á líkamann: „Það er í raun verið að teka testósterónið alveg niður og setja estrógenið upp á sama tíma og svona mikið inngrið tekur á líkamann. Hálsinn á mér er búinn að minnka um 3 sentimetra og lærin stækkuðu um 5 sentimetra og vöðvarnir hafa rýrnað. Húðin breytist og ég varð viðkvæmari og grátgjarnari. Einhvern tíma var ég að horfa á teiknimynd með dóttur minni og fór allt í einu að hágráta og grét svo meira yfir því að ég væri að gráta yfir teiknimynd, þannig að hormónasveiflurnar hafa mikil áhrif á tilfinningalífið. Eins laser-meðferðin þegar verið er að taka skeggrótina niður er þannig að mann verkjar alveg inn að tönn í langan tíma. Ég man eftir fyrstu meðferðina að ég hugsaði að þetta ætlaði ég aldrei að gera aftur af því að það var svo sársaukafullt. En þegar ég sá árangurinn gat ég ekki beðið eftir að komast aftur.” Það er kannski táknrænt að Veiga, sem hefur í mörg ár róið Kayak ákvað að verða fyrsta manneskjan í heiminum til að róa allan hringinn í kringum Ísland á móti straumnum. Ferðalagið tók 103 daga og var tekið upp og úr varð heimildarmyndin, Á móti Straumnum. Líka erfið augnablik „Ég bara ákvað að ég ætlaði að gera þetta, þó að ég hafi í byrjun ekki haft hugmynd um það hvernig ég ætlaði að fara að því. Ég var með meira en 50 kíló af farangri þannig að það var talsverð vinna á hverjum morgni að koma öllu í Kayakinn og fara af stað. Það tók sirka 2 tíma á hverjum morgni að taka tjaldið niður og ganga frá öllu áður en ég gat lagt af stað út á sjó og svo annar eins tími í að koma öllu upp á kvöldin eftir róður dagsins. Það voru líka augnablik á ferðinni sem voru mjög erfið og í raun hættuleg eftir á að hyggja. Bæði á Suðurströndinni og hjá Langanesi. Ég man eftir einu skiptinu þar sem ég var komin langt út og vissi að það myndi taka mig 2 tíma að fara aftur til baka í land og það voru öldur að koma úr öllum áttum og hræðslan yfirtók mig, sem má ekki gerast af því að þá stífnar maður allur upp. En ég náði að koma mér í smá var og gera öndunaræfingu og stilla hausinn og róa hægt og rólega aftur af stað og taka eitt skref í einu í hausnum og á endanum var ég tilbúin í allar þessar öldur sem brotnuðu allt í kring. En þessi ferð í heild sinni breytti mér til hins betra og ég sakna oft einfaldleikans við að þurfa ekki að hugsa um neitt annað en að róa, borða og sofa.” Í þættinum segir Veiga ótrúlega sögu sína, sorgir og sigra og hvernig hún stendur nú uppi hamingjusöm og sátt eftir að hafa sjáft haft fordóma í áraraðir. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Þegar hún byrjaði að finna þær tilfinningar að hún væri í röngum líkama vissi hún ekki hvað var í gangi og í áraraðir reyndi hún að bæla tilfinningar sínar og loka inni það sem var að gerast innra með henni. Í mörg ár skilgreindi hún sig sem klæðskipting af því að það virtist auðveldara, en því fylgdi samt mikil skömm. „Það var rosalegur feluleikur og mikil skömm sem fylgdi því. Feluleikurinn var það mikill að maður dró fyrir alla glugga, en samt fylgdi því alltaf vellíðan að fara í kvenmannsföt og söknuður þegar maður var búin að klæða sig úr. En ég var alltaf hrædd um að vera tekin af lífi félagslega,“ segir Veiga sem hafði í raun sætt sig við að fela tilfinningar sínar alla ævi þegar hún flutti til Noregs. Þá var hún komin burt frá sínu hefðbundna umhverfi og smám saman varð erfiðara og erfiðara að halda öllu niðri. „Þar byrjaði konan að banka upp á aftur og í raun það sterkt að ég gat ekki haldið aftur af því. Ég var farin að reyna að finna alla möguleika sem ég gat til að eiga tíma ein með sjálfri mér þar sem ég gæti klætt mig í kvennmannsföt. Ég gerði það oft í bílnum og þá man ég eftir hræðslunni við að vera stoppuð af löggunni og hvernig í ósköpunum ég myndi reyna að tala mig út úr því. En samt var kenndin það sterk að ég var farin að vakna á morgnana og reyna að skipuleggja daginn minn þannig að ég gæti einhvern vegin fundið leið til að eiga tíma fyrir mig til að klæða mig upp í kvennmannsföt. Þannig að þetta var í lokin orðinn rosalegur feluleikur.” Hrundi í mikið þunglyndi Í þættinum lýsir Veiga augnablikinu þegar hún loks var alveg viss um stefnuna sem hún vildi taka. „Það var jólin 2014 þegar ég var að leika mér með dóttur minni og hafði hallað mér fram og sá á mynd að það skein í skallann á mér. Ég var farin að fá há kollvik, en þegar ég sá þetta hugsaði ég strax, fokk, ég get ekki verið sköllótt kona,” segir Veiga. „Daginn eftir hrundi ég í mikið þunglyndi og tveimur vikum síðar eftir að hafa farið til sálfræðings var ég komin á þunglyndislyf. Ég sagði sálfræðingnum hvað var að gerast innra með mér og ári síðar var ég byrjuð á lyfjum og leiðréttingarferlið hafið.” Veiga segist nú loks frjáls í sálinni. En ferlið sjálft tekur mjög á líkamann: „Það er í raun verið að teka testósterónið alveg niður og setja estrógenið upp á sama tíma og svona mikið inngrið tekur á líkamann. Hálsinn á mér er búinn að minnka um 3 sentimetra og lærin stækkuðu um 5 sentimetra og vöðvarnir hafa rýrnað. Húðin breytist og ég varð viðkvæmari og grátgjarnari. Einhvern tíma var ég að horfa á teiknimynd með dóttur minni og fór allt í einu að hágráta og grét svo meira yfir því að ég væri að gráta yfir teiknimynd, þannig að hormónasveiflurnar hafa mikil áhrif á tilfinningalífið. Eins laser-meðferðin þegar verið er að taka skeggrótina niður er þannig að mann verkjar alveg inn að tönn í langan tíma. Ég man eftir fyrstu meðferðina að ég hugsaði að þetta ætlaði ég aldrei að gera aftur af því að það var svo sársaukafullt. En þegar ég sá árangurinn gat ég ekki beðið eftir að komast aftur.” Það er kannski táknrænt að Veiga, sem hefur í mörg ár róið Kayak ákvað að verða fyrsta manneskjan í heiminum til að róa allan hringinn í kringum Ísland á móti straumnum. Ferðalagið tók 103 daga og var tekið upp og úr varð heimildarmyndin, Á móti Straumnum. Líka erfið augnablik „Ég bara ákvað að ég ætlaði að gera þetta, þó að ég hafi í byrjun ekki haft hugmynd um það hvernig ég ætlaði að fara að því. Ég var með meira en 50 kíló af farangri þannig að það var talsverð vinna á hverjum morgni að koma öllu í Kayakinn og fara af stað. Það tók sirka 2 tíma á hverjum morgni að taka tjaldið niður og ganga frá öllu áður en ég gat lagt af stað út á sjó og svo annar eins tími í að koma öllu upp á kvöldin eftir róður dagsins. Það voru líka augnablik á ferðinni sem voru mjög erfið og í raun hættuleg eftir á að hyggja. Bæði á Suðurströndinni og hjá Langanesi. Ég man eftir einu skiptinu þar sem ég var komin langt út og vissi að það myndi taka mig 2 tíma að fara aftur til baka í land og það voru öldur að koma úr öllum áttum og hræðslan yfirtók mig, sem má ekki gerast af því að þá stífnar maður allur upp. En ég náði að koma mér í smá var og gera öndunaræfingu og stilla hausinn og róa hægt og rólega aftur af stað og taka eitt skref í einu í hausnum og á endanum var ég tilbúin í allar þessar öldur sem brotnuðu allt í kring. En þessi ferð í heild sinni breytti mér til hins betra og ég sakna oft einfaldleikans við að þurfa ekki að hugsa um neitt annað en að róa, borða og sofa.” Í þættinum segir Veiga ótrúlega sögu sína, sorgir og sigra og hvernig hún stendur nú uppi hamingjusöm og sátt eftir að hafa sjáft haft fordóma í áraraðir.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira