„Förum varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn“ Tinni Sveinsson skrifar 17. desember 2020 14:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu hjá Samtökum iðnaðarins í gær. Samtök iðnaðarins héldu í gær viðburð í tilefni þess að ár nýsköpunar er senn á enda. Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu af þessu tilefni þar sem hann hvatti landsmenn til dáða, bæði í virkjun hugvits og í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í ársbyrjun blésu Samtök iðnaðarins formlega til Árs nýsköpunar hér á landi. Með viðburðinum í gær lauk því formlega og var af því tilefni frumsýnt myndband, sem sjá má hér fyrir neðan, þar sem Íslendingar eru hvattir til þess að virkja hugvitið í meira mæli en áður. Lausn faraldursins „Nýsköpun stendur fyrir að leita lausna. Um allan heim hafa vísindamenn unnið að lausnum. Leitað lyfja, lækninga, leitað að bóluefni. Lausn okkar vanda liggur í vísindum, rannsóknum, þekkingu, frumkvæði. Í nýsköpun. Við getum leyft okkur að horfa björtum augum fram á veg,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Sýnum áfram samstöðuanda „Ár nýsköpunar er á enda runnið með formlegum hætti en andi nýsköpunar svífur enn yfir vötnum hér á landi. Okkur öllum til heilla,“ sagði forsetinn áður en hann óskaði landsmönnum gleðilegra jóla og hvatti þá til dáða. „Ég bið ykkur um að fara varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn, að því er vænta má, í þessari baráttu okkar. Á ég þá von á því að við sýnum áfram þann samstöðuanda sem við höfum búið yfir og hefur gert okkur kleyft að takast eins vel og unnt er á við vanda þess árs sem nú er senn á enda.“ Hægt er að horfa á útsendinguna frá viðburðinum í gær hér fyrir neðan. Auk ræðu forsetans flytja Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri ávörp. Sigríður Mogensen, sviðstjóri hugverkasviðs, var fundarstjóri. Nýsköpun Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í ársbyrjun blésu Samtök iðnaðarins formlega til Árs nýsköpunar hér á landi. Með viðburðinum í gær lauk því formlega og var af því tilefni frumsýnt myndband, sem sjá má hér fyrir neðan, þar sem Íslendingar eru hvattir til þess að virkja hugvitið í meira mæli en áður. Lausn faraldursins „Nýsköpun stendur fyrir að leita lausna. Um allan heim hafa vísindamenn unnið að lausnum. Leitað lyfja, lækninga, leitað að bóluefni. Lausn okkar vanda liggur í vísindum, rannsóknum, þekkingu, frumkvæði. Í nýsköpun. Við getum leyft okkur að horfa björtum augum fram á veg,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Sýnum áfram samstöðuanda „Ár nýsköpunar er á enda runnið með formlegum hætti en andi nýsköpunar svífur enn yfir vötnum hér á landi. Okkur öllum til heilla,“ sagði forsetinn áður en hann óskaði landsmönnum gleðilegra jóla og hvatti þá til dáða. „Ég bið ykkur um að fara varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn, að því er vænta má, í þessari baráttu okkar. Á ég þá von á því að við sýnum áfram þann samstöðuanda sem við höfum búið yfir og hefur gert okkur kleyft að takast eins vel og unnt er á við vanda þess árs sem nú er senn á enda.“ Hægt er að horfa á útsendinguna frá viðburðinum í gær hér fyrir neðan. Auk ræðu forsetans flytja Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri ávörp. Sigríður Mogensen, sviðstjóri hugverkasviðs, var fundarstjóri.
Nýsköpun Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira