Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 09:55 Á þessari mynd sést vel hvernig aðstæður eru á Seyðisfirði nú. Húsið Breiðablik fluttist til um tugi metra í nótt þegar skriða féll úr Nautaklauf og mikill vatnselgur, urð og grjót er á götum bæjarins. Vísir/Egill Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og svo virðist sem seinni skriðan sem féll í nótt hafi verið mun stærri en aðrar skriður sem höfðu fallið áður í vikunni enda hreif hún með sér heilt einbýlishús og flutti það til um fimmtíu metra að því er talið er. Húsið var mannlaust en ekki er búið í því að staðaldri. Þá var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg þar sem það hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Talið er að húsið sé ónýtt. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, voru á ferðinni um bæinn nú í morgunsárið og ræddu meðal annars við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Hann segir ástandið ekki gott og verið sé að ákveða með næstu skref. Ekki sé alveg vitað hvað taki við í birtingu en meðal annars þarf að kanna hvort fleiri skriður hafi fallið sem ekki sjáist í myrkrinu nú. Davíð kveðst ekki hafa upplifað svona mikla rigningu áður. „Þetta er búið að vera mjög lengi, mjög mikið þannig að nei, ekki svo ég man eftir,“ segir Davíð. Talið er að einbýlishúsið sem skriðan hreif með sér sé ónýtt. Ekki var búið þar að staðaldri heldur var það nýtt sem sumarhús.Vísir/Egill Aðspurður hvort holræsakerfi bæjarins þoli þennan mikla vatnselg segir hann að aukið hafi verið við dælubúnaðinn. „Við höfum náttúrulega dælt upp úr brunnakerfinu til að halda í við – þannig að það er búið að auka dælur og bæta við en það er bara vatn alls staðar,“ segir Davíð. Hann segir björgunarsveitina vel mannaða og hefur ekki áhyggjur af því að hafa ekki nægan mannskap til þess að sinna hreinsunar- og björgunarstarfi. Íbúar gæti fyllstu varúðar Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan tíu segir að hættuástand sé enn á rýmingarsvæði á Seyðisfirði og umferð þar óheimil sem stendur. „Beðið er birtingar til að meta ástand og gera ráðstafanir til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir að rýming standi í sólarhring til viðbótar að minnsta kosti. Dregið hefur lítillega úr úrkomu og standa vonir því til að ástandið fari skánandi úr þessu. Versni staðan hins vegar er áætlun um frekari rýmingar eða útvíkkun á varúðarsvæðum. Íbúar eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar sem fyrr,“ segir í tilkynningu lögreglu. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum vegna mikilla rigninga og gildir hún til klukkan átta í kvöld. Hættustig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og óvissustig er í gildi annars staðar í landshlutanum. Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og svo virðist sem seinni skriðan sem féll í nótt hafi verið mun stærri en aðrar skriður sem höfðu fallið áður í vikunni enda hreif hún með sér heilt einbýlishús og flutti það til um fimmtíu metra að því er talið er. Húsið var mannlaust en ekki er búið í því að staðaldri. Þá var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg þar sem það hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Talið er að húsið sé ónýtt. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, voru á ferðinni um bæinn nú í morgunsárið og ræddu meðal annars við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Hann segir ástandið ekki gott og verið sé að ákveða með næstu skref. Ekki sé alveg vitað hvað taki við í birtingu en meðal annars þarf að kanna hvort fleiri skriður hafi fallið sem ekki sjáist í myrkrinu nú. Davíð kveðst ekki hafa upplifað svona mikla rigningu áður. „Þetta er búið að vera mjög lengi, mjög mikið þannig að nei, ekki svo ég man eftir,“ segir Davíð. Talið er að einbýlishúsið sem skriðan hreif með sér sé ónýtt. Ekki var búið þar að staðaldri heldur var það nýtt sem sumarhús.Vísir/Egill Aðspurður hvort holræsakerfi bæjarins þoli þennan mikla vatnselg segir hann að aukið hafi verið við dælubúnaðinn. „Við höfum náttúrulega dælt upp úr brunnakerfinu til að halda í við – þannig að það er búið að auka dælur og bæta við en það er bara vatn alls staðar,“ segir Davíð. Hann segir björgunarsveitina vel mannaða og hefur ekki áhyggjur af því að hafa ekki nægan mannskap til þess að sinna hreinsunar- og björgunarstarfi. Íbúar gæti fyllstu varúðar Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan tíu segir að hættuástand sé enn á rýmingarsvæði á Seyðisfirði og umferð þar óheimil sem stendur. „Beðið er birtingar til að meta ástand og gera ráðstafanir til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir að rýming standi í sólarhring til viðbótar að minnsta kosti. Dregið hefur lítillega úr úrkomu og standa vonir því til að ástandið fari skánandi úr þessu. Versni staðan hins vegar er áætlun um frekari rýmingar eða útvíkkun á varúðarsvæðum. Íbúar eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar sem fyrr,“ segir í tilkynningu lögreglu. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum vegna mikilla rigninga og gildir hún til klukkan átta í kvöld. Hættustig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og óvissustig er í gildi annars staðar í landshlutanum.
Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42
Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14