Enn fækkar þeim sem senda jólakort Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 12:21 Konur (47 prósent) reyndust líklegri en karlar (38 prósent) til að segjast ætla að senda jólakort í ár, annað hvort með bréfpósti eða rafrænum hætti. Getty Enn fækkar í hópi þeirra sem senda jólakort. Einungis sextán prósent segjast ætla að senda jólakort í bréfpóst í ár, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Um 57 prósent segjast ekki ætla senda nein jólakort í ár, en 23 prósent segjast ætla að senda jólakort með rafrænum hætti. Jólakortasendingum landans virðist hafa farið fækkandi frá því að mælingar MMR hófust árið 2015. Þá sögðust 67 prósent landsmanna ætla að senda jólakort. „Þróunin yfir í rafræn jólakort hefur verið stöðug undanfarin ár og heldur hún áfram þetta árið. Hins vegar hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla að senda jólakort með bréfpósti (annað hvort eingöngu eða ásamt rafrænum kveðjum) lækkað um 36 prósentustig frá upphafi mælinga. Samdráttur í bréfakortsendingum reyndist þó minni í ár en oft áður, en fækkunin taldi einungis um fjögur prósentustig. Til samanburðar hefur árlegur samdráttur síðustu fjögurra ára verið um 7 prósentustig. Á móti kemur að lítil sem engin fjölgun mældist í ár á fjölda þeirra sem hyggjast senda rafræn jólakort og er það í fyrsta sinn frá 2016 sem það hlutfall eykst óverulega milli ára,“ segir í frétt MMR. Aldur og kyn ræður talsverðu Ennfremur segir að mestan mun hafi verið að sjá á jólakortasendingum eftir aldri svarenda. Einungis 20 prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafi sagst ætla að senda jólakort í ár og hafi hlutfallið minnkað um 11 prósentustig frá mælingu síðasta árs. „Athygli vekur að fleiri svarendur í yngsta aldurshópnum kváðust ætla að senda kort eingöngu með bréfpósti (11%) heldur en eingöngu rafrænt (9%) og að enginn þeirra kvaðst ætla að nýta sér báða sendingarmáta. Hlutfall þeirra sem kváðust ætla að senda jólakort í ár jókst með auknum aldri og mældist mest meðal svarenda 68 ára og eldri (65%) en svarendur allra aldurshópa 30 ára og eldri kváðust líklegri til að senda jólakortin í ár rafrænt heldur en með bréfpósti. Eflaust hefur Covid haft áhrif á jólahefðir svarenda þetta árið og virðast jólakortasendingar elstu svarenda vera þar á meðal. Hlutfall þeirra svarenda 68 ára og eldri sem kváðust eingöngu ætla að senda jólakortin rafrænt jókst um 12 prósentustig á milli ára, samhliða því að hlutfall þeirra sem ætla eingöngu að senda með bréfpósti minnkaði um 20 prósentustig. Þá minnkaði hlutfall svarenda elsta aldurshópsins sem kvaðst ætla að senda bæði rafrænt og með bréfpósti um 7 prósentustig á milli ára. Konur (47%) reyndust líklegri en karlar (38%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en bæði kynin kváðust líklegust til að ætla að senda kortin eingöngu með rafrænum hætti í ár (24% konur; 22% karlar). Þá reyndust svarendur af landsbyggðinni (53%) líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (37%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en jólakortasendingar höfuðborgarbúa minnkuðu um 6 prósentustig frá könnun ársins 2019. Litlar breytingar var hins vegar að sjá á jólakortaætlunum landsbyggðarbúa,“ segir í tilkynningunni á vef MMR. Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 16. desember 2020. Skoðanakannanir Jól Pósturinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Jólakortasendingum landans virðist hafa farið fækkandi frá því að mælingar MMR hófust árið 2015. Þá sögðust 67 prósent landsmanna ætla að senda jólakort. „Þróunin yfir í rafræn jólakort hefur verið stöðug undanfarin ár og heldur hún áfram þetta árið. Hins vegar hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla að senda jólakort með bréfpósti (annað hvort eingöngu eða ásamt rafrænum kveðjum) lækkað um 36 prósentustig frá upphafi mælinga. Samdráttur í bréfakortsendingum reyndist þó minni í ár en oft áður, en fækkunin taldi einungis um fjögur prósentustig. Til samanburðar hefur árlegur samdráttur síðustu fjögurra ára verið um 7 prósentustig. Á móti kemur að lítil sem engin fjölgun mældist í ár á fjölda þeirra sem hyggjast senda rafræn jólakort og er það í fyrsta sinn frá 2016 sem það hlutfall eykst óverulega milli ára,“ segir í frétt MMR. Aldur og kyn ræður talsverðu Ennfremur segir að mestan mun hafi verið að sjá á jólakortasendingum eftir aldri svarenda. Einungis 20 prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafi sagst ætla að senda jólakort í ár og hafi hlutfallið minnkað um 11 prósentustig frá mælingu síðasta árs. „Athygli vekur að fleiri svarendur í yngsta aldurshópnum kváðust ætla að senda kort eingöngu með bréfpósti (11%) heldur en eingöngu rafrænt (9%) og að enginn þeirra kvaðst ætla að nýta sér báða sendingarmáta. Hlutfall þeirra sem kváðust ætla að senda jólakort í ár jókst með auknum aldri og mældist mest meðal svarenda 68 ára og eldri (65%) en svarendur allra aldurshópa 30 ára og eldri kváðust líklegri til að senda jólakortin í ár rafrænt heldur en með bréfpósti. Eflaust hefur Covid haft áhrif á jólahefðir svarenda þetta árið og virðast jólakortasendingar elstu svarenda vera þar á meðal. Hlutfall þeirra svarenda 68 ára og eldri sem kváðust eingöngu ætla að senda jólakortin rafrænt jókst um 12 prósentustig á milli ára, samhliða því að hlutfall þeirra sem ætla eingöngu að senda með bréfpósti minnkaði um 20 prósentustig. Þá minnkaði hlutfall svarenda elsta aldurshópsins sem kvaðst ætla að senda bæði rafrænt og með bréfpósti um 7 prósentustig á milli ára. Konur (47%) reyndust líklegri en karlar (38%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en bæði kynin kváðust líklegust til að ætla að senda kortin eingöngu með rafrænum hætti í ár (24% konur; 22% karlar). Þá reyndust svarendur af landsbyggðinni (53%) líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (37%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en jólakortasendingar höfuðborgarbúa minnkuðu um 6 prósentustig frá könnun ársins 2019. Litlar breytingar var hins vegar að sjá á jólakortaætlunum landsbyggðarbúa,“ segir í tilkynningunni á vef MMR. Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 16. desember 2020.
Skoðanakannanir Jól Pósturinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira