Laporta: Barcelona laug að Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 15:02 Lionel Messi jafnaði met Pele í leik með Barcelona á móti Valencia um helgina. Getty/Eric Alonso Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, segir að félagið hafi ítrekað logið að Lionel Messi en hann telur líka að Argentínumaðurinn fari ekki frá Barcelona í sumar. Laporta var forseti Barcelona frá 2003 til 2010 og er einn af þeim sem bjóða sig fram í forsetakosningunum 24. janúar næstkomandi. Barcelona er þar að leita að eftirmanni Josep Maria Bartomeu sem sagði af sér í október. Laporta segir að eitt sitt fyrsta verk, ef hann verður kjörinn, sé að tryggja það að Messi verði áfram hjá félaginu. Lionel Messi jafnaði um helgina markamet Pele en enginn leikmaður hefur nú skorað fleiri mörk fyrir eitt félag. Samningur Messi og Barcelona rennur út 30. júní 2021 en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar næstkomandi. „Ég er viss um að Messi vilji halda áfram að spila fyrir Barcelona,“ sagði Joan Laporta í einkaviðtali við ESPN. „Það mun allt fara eftir tilboðinu sem nýr forseti mun bjóða honum. Hann verður að sjá fram á það að það verði hér samkeppnishæft lið sem getur endurvakið ástarsögu Barcelona og Meistaradeildarinnar sem hefur legið í dvala undanfarin ár,“ sagði Laporta. A goal for the history books #Messi pic.twitter.com/U7QY91gSN5— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 21, 2020 „Félagið hefur ítrekað logið að honum og ofan á það þá hafa hlutirnir ekki gengið eftir eins og allir vonuðust til. Hann er á þeim stað á ferlinum þegar hann vill ná árangri og vinna titla,“ sagði Laporta. „Hann getur ekki sætt sig við það að önnur félög séu að vinna Meistaradeildina og Barca með Lionel, besta leikmann sögunnar, hefur ekki samkeppnishæft lið í baráttunni um Meistaradeildartitilinn,“ sagði Laporta. „Ég get ekki séð Messi fyrir mér í öðrum búningi en í búningi Barca. Saga hans og félagsins er svo falleg að nýr forseti verður að tryggja það að hún haldi áfram. Ég sé hann ekki í öðru félagi og sé hann bara spila í Barcelona treyjunni,“ sagði Joan Laporta. Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Laporta var forseti Barcelona frá 2003 til 2010 og er einn af þeim sem bjóða sig fram í forsetakosningunum 24. janúar næstkomandi. Barcelona er þar að leita að eftirmanni Josep Maria Bartomeu sem sagði af sér í október. Laporta segir að eitt sitt fyrsta verk, ef hann verður kjörinn, sé að tryggja það að Messi verði áfram hjá félaginu. Lionel Messi jafnaði um helgina markamet Pele en enginn leikmaður hefur nú skorað fleiri mörk fyrir eitt félag. Samningur Messi og Barcelona rennur út 30. júní 2021 en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar næstkomandi. „Ég er viss um að Messi vilji halda áfram að spila fyrir Barcelona,“ sagði Joan Laporta í einkaviðtali við ESPN. „Það mun allt fara eftir tilboðinu sem nýr forseti mun bjóða honum. Hann verður að sjá fram á það að það verði hér samkeppnishæft lið sem getur endurvakið ástarsögu Barcelona og Meistaradeildarinnar sem hefur legið í dvala undanfarin ár,“ sagði Laporta. A goal for the history books #Messi pic.twitter.com/U7QY91gSN5— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 21, 2020 „Félagið hefur ítrekað logið að honum og ofan á það þá hafa hlutirnir ekki gengið eftir eins og allir vonuðust til. Hann er á þeim stað á ferlinum þegar hann vill ná árangri og vinna titla,“ sagði Laporta. „Hann getur ekki sætt sig við það að önnur félög séu að vinna Meistaradeildina og Barca með Lionel, besta leikmann sögunnar, hefur ekki samkeppnishæft lið í baráttunni um Meistaradeildartitilinn,“ sagði Laporta. „Ég get ekki séð Messi fyrir mér í öðrum búningi en í búningi Barca. Saga hans og félagsins er svo falleg að nýr forseti verður að tryggja það að hún haldi áfram. Ég sé hann ekki í öðru félagi og sé hann bara spila í Barcelona treyjunni,“ sagði Joan Laporta.
Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira