Atvinnulaus um áramót Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. desember 2020 07:01 Að vera í lausu lofti er tilfinning sem fylgir atvinnuleysi á tímum þar sem óvissa er mikil. Vísir/Getty Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. Að fara í gegnum áramót án atvinnu og með áhyggjur er hins vegar erfið staða fyrir marga. En hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað. 1. Sættu þig við tilfinningarnar Það er mannlegt að hafa áhyggjur í óvissu eins og atvinnuleysi. Ekki síst nú þegar enginn veit í raun hversu lengi það mun taka atvinnulífið að komast á rétt ról. Eitt af því sem hjálpar er að sætta sig við þær tilfinningar sem atvinnuleysinu fylgja. Ekki reyna að bægja þeim frá, heldur viðurkenndu að þær eiga rétt á sér. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa áhyggjunum ekki að yfirtaka allt eða lama þig. Þess vegna er gott að gefa þeim bara takmarkað svigrúm. Þegar þú finnur kvíðann hellast yfir er gott að draga andann djúpt og minna sjálfan þig á að þú ætlar ekki að tapa gleðinni né bjartsýninni. Enda ertu að reyna að gera það besta sem hægt er úr þeim aðstæðum sem nú eru og hvers vegna ekki að hrósa sjálfum þér fyrir það? 2. Sorgin Að missa vinnuna felur í sér að fólk fer í gegnum sorgarstigin fimm: Afneitun, reiði, samninga, depurð og samþykki. Um áramótin er fólk án atvinnu misjafnlega statt í þessu ferli. En til viðbótar við atvinnumissinn er líka ágætt að velta fyrir sér hvort þú sért að syrgja eitthvað fleira en aðeins vinnuna? Og ef svo er, má velta fyrir sér hvort það séu atriði sem þú getur bætt úr? Til dæmis gæti verið að þú saknaðir vinnufélagana og þá er um að gera að taka ákvörðun um það hvaða fólk þú ætlar að halda áfram að vera í sambandi við. Í stað þess að verða eingöngu upptekin af missinum er um að gera að nýta þessar tilfinningar líka til að koma augu á það sem þú getur nýtt þér áfram. 3. Stóra myndin Síðan er það stóra myndin. Um allan heim er fólk búið að missa vinnuna vegna Covid. Fyrir sálarlífið er því mikilvægt að muna að atvinnumissirinn hefur í rauninni ekkert með þig að gera. Höfnun er því tilfinning sem þú skalt reyna að berja frá þér því ástandið sem nú er uppi, hefur hreinlega ekkert með þína hæfileika eða getu að gera. Covid er tímabundið ástand og því skaltu hafa trú á því að framtíðin felur í sér eitthvað nýtt og spennandi fyrir þig. Enda birtir alltaf til um síðar. 4. Að hugsa í lausnum Hvað er mögulega það versta sem gæti gerst næstu mánuði? Það er ágætt að velta þessari spurningu fyrir sér því í flestum tilfellum raungerist ekki svartasta myndin. Til að draga úr þeim áhyggjum að allt það versta geti mögulega gerst er ágætt að fara yfir það í huganum hvað þú gætir gert til að draga úr þeim áhrifum sem hlotist geta af atvinnuleysinu. Er eitthvað sem þú getur gert meira í atvinnuleitinni? Í úrræðum fyrir fjármálin? (Vinnumálastofnun, bankinn, sparnaður í lífstíl, heimilisrekstri o.sfrv.). Stundum hjálpar það að teikna upp allar sviðsmyndir því þá sjáum við betur hvaða lausnir standa okkur til boða. 5. Stuðningsnetið Þegar að okkur líður illa skiptir máli að hafa stuðningsnet. Við þurfum að geta rætt við einhvern, deilt áhyggjum okkar með einhverjum og stutt okkur við einhvern. Það er enginn undanskilinn því að þykja ekki gott að eiga vin í raun. Í stað þess að birgja inni tilfinningar og líðan er gott að ræða málin við góðan vin. Það getur hjálpað þér að festast ekki í kvíðanum. 6. Orkan þín Þegar við erum döpur eða áhyggjufull þurfum við að hafa meira fyrir því að gleðjast og njóta augnabliksins. Það er hins vegar svo mikilvægt að þú eyðir orkunni þinni ekki í áhyggjur og kvíða því það að gera það hjálpar þér ekki neitt. Ef þér finnst hugurinn sífellt rata aftur og aftur í áhyggjufasann er um að gera að setja orkunni þinni tímamörk eins og þú gerir oft með verkefni í vinnu. Taktu ákvörðun um það hvenær tíma dags þú hreinlega mátt ekki hafa áhyggjur af atvinnuleysinu. 7. Að njóta Við erum oft þakklát fyrir svo margt sem við eigum og höfum. Vandamálið er að við hugsum of sjaldan um það fyrir hvað við erum þakklát. Það er gott að nýta áramótin til að fara yfir það fyrir hvað við erum þakklát. Þakklæti hjálpar. Þá skiptir miklu máli að horfa frekar á það sem þú getur haft áhrif á, frekar en það sem þú hefur enga stjórn á. Taka ákvörðun um að njóta tímamótanna því þessi áramót koma aldrei aftur. 8. Styrkleikarnir þínir Um áramótin er líka um að gera að búa til lista yfir alla þá styrkleika sem þú býrð yfir. Því þeir eru margir. Þessi listi getur innifalið styrkleika í starfi, þekkingu, reynslu, í samskiptum og öðru. Lítil sem stór atriði. Hvað kanntu best að meta í þínu fari? Því allt eru þetta atriði sem hverfa ekki þótt um tímabundið atvinnuleysi sé að ræða. 9. Settu sjálfan þig í forgang Við getum ekki stjórnað því hvað gerist í Covid og atvinnuleysi en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við og hvernig við nýtum tímann. Eitt það besta sem þú getur gert er að setja sjálfan þig í forgang. Að byggja sig upp líkamlega og andlega mun skila sér til þín á næsta ári. Í atvinnuleit, ráðningamálum og í einkalífi. Það geta verið spennandi tímamót að nýta þessi áramót til að gefa sjálfum sér loforð um aukna sjálfsrækt. Vinnumarkaður Áramót Góðu ráðin Tengdar fréttir Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Sumum finnst vandræðanlegt og erfitt að upplýsa um atvinnuleysi þegar verið er að sækja um nýtt starf. 28. september 2020 09:52 Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Að fara í gegnum áramót án atvinnu og með áhyggjur er hins vegar erfið staða fyrir marga. En hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað. 1. Sættu þig við tilfinningarnar Það er mannlegt að hafa áhyggjur í óvissu eins og atvinnuleysi. Ekki síst nú þegar enginn veit í raun hversu lengi það mun taka atvinnulífið að komast á rétt ról. Eitt af því sem hjálpar er að sætta sig við þær tilfinningar sem atvinnuleysinu fylgja. Ekki reyna að bægja þeim frá, heldur viðurkenndu að þær eiga rétt á sér. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa áhyggjunum ekki að yfirtaka allt eða lama þig. Þess vegna er gott að gefa þeim bara takmarkað svigrúm. Þegar þú finnur kvíðann hellast yfir er gott að draga andann djúpt og minna sjálfan þig á að þú ætlar ekki að tapa gleðinni né bjartsýninni. Enda ertu að reyna að gera það besta sem hægt er úr þeim aðstæðum sem nú eru og hvers vegna ekki að hrósa sjálfum þér fyrir það? 2. Sorgin Að missa vinnuna felur í sér að fólk fer í gegnum sorgarstigin fimm: Afneitun, reiði, samninga, depurð og samþykki. Um áramótin er fólk án atvinnu misjafnlega statt í þessu ferli. En til viðbótar við atvinnumissinn er líka ágætt að velta fyrir sér hvort þú sért að syrgja eitthvað fleira en aðeins vinnuna? Og ef svo er, má velta fyrir sér hvort það séu atriði sem þú getur bætt úr? Til dæmis gæti verið að þú saknaðir vinnufélagana og þá er um að gera að taka ákvörðun um það hvaða fólk þú ætlar að halda áfram að vera í sambandi við. Í stað þess að verða eingöngu upptekin af missinum er um að gera að nýta þessar tilfinningar líka til að koma augu á það sem þú getur nýtt þér áfram. 3. Stóra myndin Síðan er það stóra myndin. Um allan heim er fólk búið að missa vinnuna vegna Covid. Fyrir sálarlífið er því mikilvægt að muna að atvinnumissirinn hefur í rauninni ekkert með þig að gera. Höfnun er því tilfinning sem þú skalt reyna að berja frá þér því ástandið sem nú er uppi, hefur hreinlega ekkert með þína hæfileika eða getu að gera. Covid er tímabundið ástand og því skaltu hafa trú á því að framtíðin felur í sér eitthvað nýtt og spennandi fyrir þig. Enda birtir alltaf til um síðar. 4. Að hugsa í lausnum Hvað er mögulega það versta sem gæti gerst næstu mánuði? Það er ágætt að velta þessari spurningu fyrir sér því í flestum tilfellum raungerist ekki svartasta myndin. Til að draga úr þeim áhyggjum að allt það versta geti mögulega gerst er ágætt að fara yfir það í huganum hvað þú gætir gert til að draga úr þeim áhrifum sem hlotist geta af atvinnuleysinu. Er eitthvað sem þú getur gert meira í atvinnuleitinni? Í úrræðum fyrir fjármálin? (Vinnumálastofnun, bankinn, sparnaður í lífstíl, heimilisrekstri o.sfrv.). Stundum hjálpar það að teikna upp allar sviðsmyndir því þá sjáum við betur hvaða lausnir standa okkur til boða. 5. Stuðningsnetið Þegar að okkur líður illa skiptir máli að hafa stuðningsnet. Við þurfum að geta rætt við einhvern, deilt áhyggjum okkar með einhverjum og stutt okkur við einhvern. Það er enginn undanskilinn því að þykja ekki gott að eiga vin í raun. Í stað þess að birgja inni tilfinningar og líðan er gott að ræða málin við góðan vin. Það getur hjálpað þér að festast ekki í kvíðanum. 6. Orkan þín Þegar við erum döpur eða áhyggjufull þurfum við að hafa meira fyrir því að gleðjast og njóta augnabliksins. Það er hins vegar svo mikilvægt að þú eyðir orkunni þinni ekki í áhyggjur og kvíða því það að gera það hjálpar þér ekki neitt. Ef þér finnst hugurinn sífellt rata aftur og aftur í áhyggjufasann er um að gera að setja orkunni þinni tímamörk eins og þú gerir oft með verkefni í vinnu. Taktu ákvörðun um það hvenær tíma dags þú hreinlega mátt ekki hafa áhyggjur af atvinnuleysinu. 7. Að njóta Við erum oft þakklát fyrir svo margt sem við eigum og höfum. Vandamálið er að við hugsum of sjaldan um það fyrir hvað við erum þakklát. Það er gott að nýta áramótin til að fara yfir það fyrir hvað við erum þakklát. Þakklæti hjálpar. Þá skiptir miklu máli að horfa frekar á það sem þú getur haft áhrif á, frekar en það sem þú hefur enga stjórn á. Taka ákvörðun um að njóta tímamótanna því þessi áramót koma aldrei aftur. 8. Styrkleikarnir þínir Um áramótin er líka um að gera að búa til lista yfir alla þá styrkleika sem þú býrð yfir. Því þeir eru margir. Þessi listi getur innifalið styrkleika í starfi, þekkingu, reynslu, í samskiptum og öðru. Lítil sem stór atriði. Hvað kanntu best að meta í þínu fari? Því allt eru þetta atriði sem hverfa ekki þótt um tímabundið atvinnuleysi sé að ræða. 9. Settu sjálfan þig í forgang Við getum ekki stjórnað því hvað gerist í Covid og atvinnuleysi en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við og hvernig við nýtum tímann. Eitt það besta sem þú getur gert er að setja sjálfan þig í forgang. Að byggja sig upp líkamlega og andlega mun skila sér til þín á næsta ári. Í atvinnuleit, ráðningamálum og í einkalífi. Það geta verið spennandi tímamót að nýta þessi áramót til að gefa sjálfum sér loforð um aukna sjálfsrækt.
Vinnumarkaður Áramót Góðu ráðin Tengdar fréttir Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Sumum finnst vandræðanlegt og erfitt að upplýsa um atvinnuleysi þegar verið er að sækja um nýtt starf. 28. september 2020 09:52 Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Sumum finnst vandræðanlegt og erfitt að upplýsa um atvinnuleysi þegar verið er að sækja um nýtt starf. 28. september 2020 09:52
Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00
Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00
Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00
Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00