Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 11:46 Donald Trump við Rushmorefjall í sumar. Hann hefur náðað færri en síðustu forsetar Bandaríkjanna en þó tengjast margir þeirra sem forsetinn fráfarandi hefur náðað honum eða bandamönnum hans persónulega. AP/Alex Brandon Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. Samkvæmt AP fréttaveitunni er talið að Trump muni náða fleiri áður en hann lætur af embætti þann 20. janúar. Vitað er til þess að hann og bandamenn hans hafi rætt um að náða fólk eins og Rudy Giuliani, einkalögmann hans, og jafnvel fjölskyldumeðlimi forsetans. Meðal þeirra sem Trump náðaði í gær eru þingmennirnir Duncan Hunter og Chris Collins. Báðir eru meðal fyrstu þingmanna Repúblikanaflokksins sem lýstu yfir stuðningi við forsetaframboð Trumps árið 2016 og báðir hafa verið dæmdir í fangelsi. Hunter var dæmdur til ellefu mánaða fangelsisvistar fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann átti að hefja afplánun sína í næsta mánuði. Sjá einnig: Heitir því að koma þingmanni í fangelsi Collins var tæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir að hjálpa syni sínum og öðrum að komast undan 800 þúsund dala tapi í hlutabréfaviðskipum, með því að nota upplýsingar sem hann öðlaðist sem þingmaður, og fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Þingmaður segir af sér vegna innherjaviðskipta Trump náðaði einnig fyrrverandi þingmanninn Steve Stockman, sem var árið 2018 dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir svik og fjárþvætti. Í hópnum eru einnig fjórir fyrrverandi starfsmenn málaliðafyrirtækisins Blacwater Worldwide. Þeir Nicholas Slatten, Paul Slough, Evan Liberty og Dustin Heard störfuðu sem svokallaðir öryggisverktakar eða málaliðar og voru meðal annars við störf í Írak á árum áður. Allir fjórir voru dæmdir til langra fangelsisdóma fyrir að myrða almenna borgara í Írak þegar þeir skutu á fólk og köstuðu handsprengjum að borgurum á Nisour torgi. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump náðar menn sem dæmdir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Trump náðaði einnig George Papadopoulos, sem var dæmdur í ellefu daga fangelsi fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við maltverskan prófessor um að Rússar hefðu komið höndum yfir tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps 2016, áður en það varð opinbert. Upphaf Rússarannsóknarinnar svokölluðu, á meintu samráði framboðs Trumps og yfirvalda í Rússlandi varðandi afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum 2016, má rekja til þess að Papadopoulos sagði áströlskum erindreka í London árið 2016 að Rússar sætu á tölvupóstum Clinton. Sjá einnig: Fyrrum ráðgjafa Trump-framboðsins skipað að hefja afplánun Trump náðaði þar að auki hollenska lögfræðinginn Alex van der Zwaan, sem tengist Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, og var dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að ljúga að útsendurum FBI. Nánar tiltekið um stöf sín í Úkraínu með Manafort og Rick Gates. Van der Zwaan og Gates funduðu með viðskiptafélaga þeirra sem vann áður fyrir leyniþjónustu Rússlands og sagði hann ósatt um þessa fundi. Þá felldi forsetinn niður dóm Philip Esformes sem var í fyrra dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir fjársvik í tengslum við heilbrigðistryggingakerfi Bandaríkjanna og mútugreiðslur í Flórída, svo eitthvað sé nefnt. Hvíta húsið segir að tveir fyrrverandi ríkissaksóknarar, Edwin Meese og Michael Mukasey, hafi lagt til að dómur Esformes yrði felldur niður. Demókratar hafa brugðist reiðir við því að Trump hafi náðað Papadopoulos og van der Zwann og segja það grafa undir réttarríkinu. Hann sé að verðlauna bandamenn sína með valdi forsetaembættisins. „Af þú lýgur fyrir forsetann færðu náðun. Ef þú ert spilltur stjórnmálamaður sem studdir Trump, færðu náðun. Ef þú myrðir almenna borgara í stríði, færðu náðun.“ Þetta sagði Adam B. Schiff, einn leiðtoga Demókrataflokksins, á Twitter í gærkvöldi. Lie to cover up for the president? You get a pardon.Corrupt politician who endorsed Trump? You get a pardon.Murder innocent civilians? You get a pardon.Elect a corrupt man as president?You get a corrupt result.— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) December 23, 2020 New York Times vitnar í lagaprófessor við Harvard háskólann sem segir að um 88 prósent þeirra sem Trump hafi náðað hingað til tengist honum eða bakhjörlum hans persónulega. Lang flestar náðanir forsetans hafi ekki farið í gegnum dómsmálaráðuneytið eins og hefð sé fyrir, heldur séu þær til komnar vegna ráðlegginga vina og vandamanna. Til að mynda, þá er Erik Prince, fyrrverandi yfirmaður Blackwater, náinn bakhjarl Trumps, og Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, er systir Prince. Vona að manafort verði náðaður Trump hefur þó náðað mun færri menn en fyrri forsetar Bandaríkjanna en eins og áður segir er von á frekari náðunum áður en Trump lætur af embætti. Í grein NYT segir einnig að margir bandamenn Trumps vonist til þess að forsetinn muni náða Paul Manafort. Hann samþykkti að starfa með rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna Rússarannsóknarinnar en saksóknarar sökuðu hann seinna meir um að hafa afvegaleitt þá. Hann hefði ekki aðstoðað við rannsóknina. Þeir Rick Gates og Michael D. Cohen, sem báðir voru einnig dæmdir vegna Rússarannsóknarinnar, störfuðu með saksóknum og er ekki búist við því að Trump muni náða þá. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. 16. maí 2019 12:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni er talið að Trump muni náða fleiri áður en hann lætur af embætti þann 20. janúar. Vitað er til þess að hann og bandamenn hans hafi rætt um að náða fólk eins og Rudy Giuliani, einkalögmann hans, og jafnvel fjölskyldumeðlimi forsetans. Meðal þeirra sem Trump náðaði í gær eru þingmennirnir Duncan Hunter og Chris Collins. Báðir eru meðal fyrstu þingmanna Repúblikanaflokksins sem lýstu yfir stuðningi við forsetaframboð Trumps árið 2016 og báðir hafa verið dæmdir í fangelsi. Hunter var dæmdur til ellefu mánaða fangelsisvistar fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann átti að hefja afplánun sína í næsta mánuði. Sjá einnig: Heitir því að koma þingmanni í fangelsi Collins var tæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir að hjálpa syni sínum og öðrum að komast undan 800 þúsund dala tapi í hlutabréfaviðskipum, með því að nota upplýsingar sem hann öðlaðist sem þingmaður, og fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Þingmaður segir af sér vegna innherjaviðskipta Trump náðaði einnig fyrrverandi þingmanninn Steve Stockman, sem var árið 2018 dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir svik og fjárþvætti. Í hópnum eru einnig fjórir fyrrverandi starfsmenn málaliðafyrirtækisins Blacwater Worldwide. Þeir Nicholas Slatten, Paul Slough, Evan Liberty og Dustin Heard störfuðu sem svokallaðir öryggisverktakar eða málaliðar og voru meðal annars við störf í Írak á árum áður. Allir fjórir voru dæmdir til langra fangelsisdóma fyrir að myrða almenna borgara í Írak þegar þeir skutu á fólk og köstuðu handsprengjum að borgurum á Nisour torgi. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump náðar menn sem dæmdir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Trump náðaði einnig George Papadopoulos, sem var dæmdur í ellefu daga fangelsi fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við maltverskan prófessor um að Rússar hefðu komið höndum yfir tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps 2016, áður en það varð opinbert. Upphaf Rússarannsóknarinnar svokölluðu, á meintu samráði framboðs Trumps og yfirvalda í Rússlandi varðandi afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum 2016, má rekja til þess að Papadopoulos sagði áströlskum erindreka í London árið 2016 að Rússar sætu á tölvupóstum Clinton. Sjá einnig: Fyrrum ráðgjafa Trump-framboðsins skipað að hefja afplánun Trump náðaði þar að auki hollenska lögfræðinginn Alex van der Zwaan, sem tengist Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, og var dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að ljúga að útsendurum FBI. Nánar tiltekið um stöf sín í Úkraínu með Manafort og Rick Gates. Van der Zwaan og Gates funduðu með viðskiptafélaga þeirra sem vann áður fyrir leyniþjónustu Rússlands og sagði hann ósatt um þessa fundi. Þá felldi forsetinn niður dóm Philip Esformes sem var í fyrra dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir fjársvik í tengslum við heilbrigðistryggingakerfi Bandaríkjanna og mútugreiðslur í Flórída, svo eitthvað sé nefnt. Hvíta húsið segir að tveir fyrrverandi ríkissaksóknarar, Edwin Meese og Michael Mukasey, hafi lagt til að dómur Esformes yrði felldur niður. Demókratar hafa brugðist reiðir við því að Trump hafi náðað Papadopoulos og van der Zwann og segja það grafa undir réttarríkinu. Hann sé að verðlauna bandamenn sína með valdi forsetaembættisins. „Af þú lýgur fyrir forsetann færðu náðun. Ef þú ert spilltur stjórnmálamaður sem studdir Trump, færðu náðun. Ef þú myrðir almenna borgara í stríði, færðu náðun.“ Þetta sagði Adam B. Schiff, einn leiðtoga Demókrataflokksins, á Twitter í gærkvöldi. Lie to cover up for the president? You get a pardon.Corrupt politician who endorsed Trump? You get a pardon.Murder innocent civilians? You get a pardon.Elect a corrupt man as president?You get a corrupt result.— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) December 23, 2020 New York Times vitnar í lagaprófessor við Harvard háskólann sem segir að um 88 prósent þeirra sem Trump hafi náðað hingað til tengist honum eða bakhjörlum hans persónulega. Lang flestar náðanir forsetans hafi ekki farið í gegnum dómsmálaráðuneytið eins og hefð sé fyrir, heldur séu þær til komnar vegna ráðlegginga vina og vandamanna. Til að mynda, þá er Erik Prince, fyrrverandi yfirmaður Blackwater, náinn bakhjarl Trumps, og Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, er systir Prince. Vona að manafort verði náðaður Trump hefur þó náðað mun færri menn en fyrri forsetar Bandaríkjanna en eins og áður segir er von á frekari náðunum áður en Trump lætur af embætti. Í grein NYT segir einnig að margir bandamenn Trumps vonist til þess að forsetinn muni náða Paul Manafort. Hann samþykkti að starfa með rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna Rússarannsóknarinnar en saksóknarar sökuðu hann seinna meir um að hafa afvegaleitt þá. Hann hefði ekki aðstoðað við rannsóknina. Þeir Rick Gates og Michael D. Cohen, sem báðir voru einnig dæmdir vegna Rússarannsóknarinnar, störfuðu með saksóknum og er ekki búist við því að Trump muni náða þá.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. 16. maí 2019 12:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30
Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14
Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30
Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. 16. maí 2019 12:15