Græddi ekkert og reitti alla til reiði Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 14:51 Donald Trump ætlar að krefjast þess að ákveðnir liðir frumvarpsins verði fjarlægðir. Þingið er þó ekki bundið af þeim kröfum og er útlit fyrir að forsetinn fráfarandi verið hunsaður. AP/Susan Walsh Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði. Hvorki Hvíta húsið nú Trump sjálfur hafa útskýrt af hverju forsetinn skrifaði óvænt undir frumvarpið sem hann hafði lýst sem skammarlegu og neitað að skrifa undir í viku. Frumvarpið um neyðaraðstoðina og fjármögnun ríkisins var samþykkt á báðum deildum Bandaríkjaþings með stuðningi þingmanna beggja flokka en starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu höfðu staðhæft við þingmenn að forsetinn studdi frumvarpið. Trump kom ekki sjálfur að viðræðunum um gerð frumvarpsins, sem fór fram meðal þingmanna beggja flokka og Steve Mnuchin, fjármálaráðherra hans. Viðræðurnar tóku marga mánuði. Forsetinn lýsti því þó óvænt yfir á þriðjudaginn að hann vildi ekki skrifa undir frumvarpið og sagði það vera skammarlegt. Þingmenn Repúblikanaflokksins vörðu helginni í að reyna að sannfæra forsetann um að skrifa undir frumvarpið og virðist sem það hafi skilað árangri. Eftir að hann skrifaði undir frumvarpið í nótt, svo það varð að lögum, gaf Trump út tilkynningu þar sem hann kvartaði áfram yfir því og sagðist ætla að senda nýja útgáfu frumvarps til þingsins og krefjast þess að ýmis fjárútlát yrðu dregin til baka. Áður hafrði hann kvartað yfir fjárútlátum til þróunaraðstoðar og alþjóðlegra verkefna. Þeir liðir voru þó margir í hans eigin fjárlagafrumvarpsbeiðni sem Hvíta húsið gaf út fyrr á árinu. Það er þó einungis tæpur mánuður eftir að forsetatíð Trumps og allar líkur eru á því að þingmenn muni hunsa þessar kröfur hans alfarið, miðað við heimildir fjölmiðla vestanhafs. Til marks um það má vísa til ummæla Demókrata í dag og jafnvel í yfirlýsingu Mitch McConnell, forseta öldungadeildar Bandaríkjaþings, frá því í nótt. Þar hrósaði hann forsetanum fyrir að hafa skrifað undir frumvarpið en minntist ekki á kröfur hans. I applaud the President s decision to get billions of dollars of crucial COVID-19 relief out the door and into the hands of American families. I am glad the American people will receive this much-needed assistance as our nation continues battling this pandemic. My full statement: pic.twitter.com/YSPYsPu2ct— Leader McConnell (@senatemajldr) December 28, 2020 Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Trump hafi ekkert grætt á því að skrifa ekki undir frumvarpið. Það eina sem hann hafi áorkað sé að gera báðar fylkingar reiðar og gera Demókrötum auðveldara um að þrýsta á Repúblikana varðandi frekari fjárhagsaðstoð til Bandaríkjamanna, sem Repúblikanar vilja ekki gera. Fulltrúadeild þingsins mun koma saman í dag og er búist við því að þingmenn muni greiða atkvæði til að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála fram hjá neitunarvaldi forsetans, eftir að hann neitaði að skrifa undir frumvarpið. Þá er búist við því að öldungadeildin greiði atkvæði á morgun. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar björgunarpakka og kemur í veg fyrir lokun alríkisstofnana Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um sérstakan björgunarpakka sem ætlað er að styðja bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bandaríkjunum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarískt efnahagslíf. Pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Bandaríkjadala, um 115 þúsund milljarða íslenskra króna. 28. desember 2020 06:23 Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30 Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Hvorki Hvíta húsið nú Trump sjálfur hafa útskýrt af hverju forsetinn skrifaði óvænt undir frumvarpið sem hann hafði lýst sem skammarlegu og neitað að skrifa undir í viku. Frumvarpið um neyðaraðstoðina og fjármögnun ríkisins var samþykkt á báðum deildum Bandaríkjaþings með stuðningi þingmanna beggja flokka en starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu höfðu staðhæft við þingmenn að forsetinn studdi frumvarpið. Trump kom ekki sjálfur að viðræðunum um gerð frumvarpsins, sem fór fram meðal þingmanna beggja flokka og Steve Mnuchin, fjármálaráðherra hans. Viðræðurnar tóku marga mánuði. Forsetinn lýsti því þó óvænt yfir á þriðjudaginn að hann vildi ekki skrifa undir frumvarpið og sagði það vera skammarlegt. Þingmenn Repúblikanaflokksins vörðu helginni í að reyna að sannfæra forsetann um að skrifa undir frumvarpið og virðist sem það hafi skilað árangri. Eftir að hann skrifaði undir frumvarpið í nótt, svo það varð að lögum, gaf Trump út tilkynningu þar sem hann kvartaði áfram yfir því og sagðist ætla að senda nýja útgáfu frumvarps til þingsins og krefjast þess að ýmis fjárútlát yrðu dregin til baka. Áður hafrði hann kvartað yfir fjárútlátum til þróunaraðstoðar og alþjóðlegra verkefna. Þeir liðir voru þó margir í hans eigin fjárlagafrumvarpsbeiðni sem Hvíta húsið gaf út fyrr á árinu. Það er þó einungis tæpur mánuður eftir að forsetatíð Trumps og allar líkur eru á því að þingmenn muni hunsa þessar kröfur hans alfarið, miðað við heimildir fjölmiðla vestanhafs. Til marks um það má vísa til ummæla Demókrata í dag og jafnvel í yfirlýsingu Mitch McConnell, forseta öldungadeildar Bandaríkjaþings, frá því í nótt. Þar hrósaði hann forsetanum fyrir að hafa skrifað undir frumvarpið en minntist ekki á kröfur hans. I applaud the President s decision to get billions of dollars of crucial COVID-19 relief out the door and into the hands of American families. I am glad the American people will receive this much-needed assistance as our nation continues battling this pandemic. My full statement: pic.twitter.com/YSPYsPu2ct— Leader McConnell (@senatemajldr) December 28, 2020 Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Trump hafi ekkert grætt á því að skrifa ekki undir frumvarpið. Það eina sem hann hafi áorkað sé að gera báðar fylkingar reiðar og gera Demókrötum auðveldara um að þrýsta á Repúblikana varðandi frekari fjárhagsaðstoð til Bandaríkjamanna, sem Repúblikanar vilja ekki gera. Fulltrúadeild þingsins mun koma saman í dag og er búist við því að þingmenn muni greiða atkvæði til að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála fram hjá neitunarvaldi forsetans, eftir að hann neitaði að skrifa undir frumvarpið. Þá er búist við því að öldungadeildin greiði atkvæði á morgun.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar björgunarpakka og kemur í veg fyrir lokun alríkisstofnana Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um sérstakan björgunarpakka sem ætlað er að styðja bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bandaríkjunum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarískt efnahagslíf. Pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Bandaríkjadala, um 115 þúsund milljarða íslenskra króna. 28. desember 2020 06:23 Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30 Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Trump undirritar björgunarpakka og kemur í veg fyrir lokun alríkisstofnana Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um sérstakan björgunarpakka sem ætlað er að styðja bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bandaríkjunum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarískt efnahagslíf. Pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Bandaríkjadala, um 115 þúsund milljarða íslenskra króna. 28. desember 2020 06:23
Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30
Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04
Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46