„Fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:01 Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Almennt hefur gengið nokkuð vel á bráðamóttöku Landspítalans nú um jólin og hefur álagið verið minna í ár en oft áður. Það má meðal annars rekja til þess að matarvenjur þjóðarinnar hafa að mörgu leyti breyst til hins betra auk þess sem í ljósi kórónuveirufaraldursins hafa færri þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. Þetta segir Hjalti Már Björnsson bráðalæknir sem ræddi stöðuna á bráðamóttökunni í þættinum Reykjavík sídegis á Bylgjunni í dag. „Almennt séð hefur nú jólahaldið gengið nokkuð farsællega fyrir sig hérna á bráðamóttökunni. Þetta var á árum áður dálítið algengt að fólk hreinlega fór offari í hangikjötinu og það leituðu margir á spítalann með hjartabilunareinkenni og veikindi eftir það. En það er nú svona tilfinning lækna hér að þessum tilvikum hafi heldur fækkað, að fólk kunni sér meira magamál og það er í raun og veru engin breyting á fjölda þeirra sem leita til spítalans útaf slíkum veikindum á jólunum og öðrum dögum,“ sagði Hjalti. Þá hefur ástandið í þjóðfélaginu undanfarin misseri gert það af verkum að færri hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. „Það hefur fyrst og fremst núna verið svolítil minnkun í því að fólk komi með áverka. Enda í raun og vera má segja að þjóðin hafi haft mjög hægt um sig síðustu mánuðina og eiginlega allt síðasta ár,“ sagði Hjalti. „Það er ekkert skemmtanalíf og ekki slagsmál í miðbænum, það eru engin íþróttamót og minni virkni á öllu þannig að fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið.“ Þáttarstjórnandi spurði Hjalta um fylgikvilla þess að borða of mikið af hangikjöti og söltum mat, hann hafi til að mynda heyrt af manni sem hafi ekki komist í skóna sína eftir að hafa borðað yfir sig af hangikjöti í jólaboði. „Yfirleitt þarf bara aðeins að bíða og þá sér líkaminn um að endurstilla það út. Salt og aukavökvi skylst út um nýrun. En í einstaka tilfellum getur fólk þurft lyfjameðferð til þessa og ofát getur svo sannarlega valdið hjartabilun og alvarlegum veikindum hjá þeim sem eru veikir fyrir,“ sagði Hjalti. Fjölbreytni í mataræði hafi aukist á undanförnum árum, í flestum tilfellum til hins betra. Til að mynda hafi gosdrykkjaneysla dregist saman. „Fólk þarf að muna að hlusta á líkamann með mat eins og allt annað og það er skynsamlegt að borða þar til maður er ekki lengur svangur, ekki beinlínis að borða að sársaukamörkum eða þar til að fólk getur bara ekki borðað meira, af því að þá er það í sumum tilfellum orðið aðeins of mikið,“ sagði Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Almennt séð hefur nú jólahaldið gengið nokkuð farsællega fyrir sig hérna á bráðamóttökunni. Þetta var á árum áður dálítið algengt að fólk hreinlega fór offari í hangikjötinu og það leituðu margir á spítalann með hjartabilunareinkenni og veikindi eftir það. En það er nú svona tilfinning lækna hér að þessum tilvikum hafi heldur fækkað, að fólk kunni sér meira magamál og það er í raun og veru engin breyting á fjölda þeirra sem leita til spítalans útaf slíkum veikindum á jólunum og öðrum dögum,“ sagði Hjalti. Þá hefur ástandið í þjóðfélaginu undanfarin misseri gert það af verkum að færri hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. „Það hefur fyrst og fremst núna verið svolítil minnkun í því að fólk komi með áverka. Enda í raun og vera má segja að þjóðin hafi haft mjög hægt um sig síðustu mánuðina og eiginlega allt síðasta ár,“ sagði Hjalti. „Það er ekkert skemmtanalíf og ekki slagsmál í miðbænum, það eru engin íþróttamót og minni virkni á öllu þannig að fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið.“ Þáttarstjórnandi spurði Hjalta um fylgikvilla þess að borða of mikið af hangikjöti og söltum mat, hann hafi til að mynda heyrt af manni sem hafi ekki komist í skóna sína eftir að hafa borðað yfir sig af hangikjöti í jólaboði. „Yfirleitt þarf bara aðeins að bíða og þá sér líkaminn um að endurstilla það út. Salt og aukavökvi skylst út um nýrun. En í einstaka tilfellum getur fólk þurft lyfjameðferð til þessa og ofát getur svo sannarlega valdið hjartabilun og alvarlegum veikindum hjá þeim sem eru veikir fyrir,“ sagði Hjalti. Fjölbreytni í mataræði hafi aukist á undanförnum árum, í flestum tilfellum til hins betra. Til að mynda hafi gosdrykkjaneysla dregist saman. „Fólk þarf að muna að hlusta á líkamann með mat eins og allt annað og það er skynsamlegt að borða þar til maður er ekki lengur svangur, ekki beinlínis að borða að sársaukamörkum eða þar til að fólk getur bara ekki borðað meira, af því að þá er það í sumum tilfellum orðið aðeins of mikið,“ sagði Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira